Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 BÍLASÝNING GENF 2014 Njáll Gunnlaugsson njall@mbl.is Opel Astra OPC Extreme er bíll sem var hannaður fyrir norð- urslaufuna á Nurburg-hringnum segja hönnuðir Opel og það er al- veg satt, því að hann er að mestu leyti byggður á Astra OPC Cup-keppnisbílnum. Hvort hann fer í framleiðslu og reyni við metið er enn óvíst en Opel taldi allavega ástæðu til að frumsýna bílinn í Genf sem gefur ákveðna vísbendingu. Hann mun þó þurfa að etja kappi við hraðskreiðasta framhjóladrifna bílinn á Nurburgring sem er hinn nýi Seat Leon Cupra 280 og einnig nýjan Honda Civic Type R. OPC Extreme ætti að vera til alls líklegur miðað við hvað sett hefur verið í hönnun þessa bíls. Hann er meira en 100 kílóum létt- ari en venjulegur Astra OPC og mun kraftmeiri. Tveggja lítra for- þjöppuvélin mun skila meira en 300 hestöflum að sögn Opelmanna. Allt í hönnun hans minnir meira á keppnisbíl, eins og veltibúr og koltrefjar í hlutum eins og vélarhlíf, afturvæng, vindskeiðum undir bíln- um, þaki, felgum og innri hlutum yfirbyggingar. Bara kol- trefjafelgurnar spara 20 kíló miðað við álfelgur. Þakið er aðeins 2,6 kíló að þyngd og frambretti aðeins 800 grömm, í stað 2,2 kíló sem stál- bretti í Astra OPC er að þyngd. www.carscoops.com Óargadýr Opel Astra OPC Extreme er hreinræktaður keppnisbíll fyrir götuna sem þýðir að hann er löglegur í umferð en uppfyllir einnig allar þær öryggiskröfur sem gerðar eru til keppnisbíla. Slær OPC Extreme metið á norður- slaufunni?  Opel Astra OPC Extreme er léttari, öflugri og vægast sagt til alls líklegur Raketta Slær OPC Extreme metið á norðurslaufunni? Afturvængurinn er eins og stél á orrustuflugvél, búinn til úr koltrefjum eins og margt í bílnum, þar með taldar felgurnar. Bíllinn er mun öflugri og léttari en Astra alla jafna. Malín Brand malin@mbl.is Tékkarnir hjá Škoda mættu með látum á bílasýninguna í Genf og hristi framleiðandinn hvert tromp- ið á fætur öðru fram úr erminni. Tromp trompanna var án efa „sá græni“ og vakti hann mikla athygli gesta. Um er að ræða hug- myndabílinn Škoda VisionC sem áætlað er að komi á markað árið 2016. Með þeim bíl segist framleið- andinn hafa fært sig upp á næsta þrep í hönnun og hugsun. Ameríkumarkaðurinn næstur? Um fimm dyra coupé er að ræða og hönnunin er með því djarfara sem framleiðandinn hefur farið út í og að sögn sölu- og markaðs- stjóra Škoda, Werner Eichhorn, hefur framleiðandinn lagt aukna áherslu á tækni, hönnun og það að halda á lofti alþjóðlegu merki. Ef til vill er þetta „muscle car“ útlit til þess fallið að herja á Ameríku- markað og þar með sé alþjóðlegi björninn unninn? Hann segir enn- fremur að bílarnir séu að verða meira áberandi og séu knúnir áfram af tilfinningum. Hann út- skýrði ekki frekar hvað átt var við með því síðasta en eflaust vísar hann til þeirra áhrifa sem útlit bílanna hefur á mannfólkið. Hver kannast ekki við það að hjartað fari á fullt við að sjá undurfagran bíl? Jarðgasið nýtt Bíllinn á sennilega að höfða til umhverfisvitundar kaupenda líka. Hann er rúmgóður og er búinn ný- stárlegri drifrás sem notar jarðgas sem eldsneyti auk þess sem hann getur gengið á venjulegu eldsneyti. Þrátt fyrir kraftalegt útlitið er ekki gott að segja hvort það sem er undir vélarhlífinni líkist villidýri á nokkurn hátt. Hann verður með 1,4 l. vél sem skilar 109 hestöflum. Bíllinn minnir allverulega á Audi A7 í útliti en eftir sem áður segir Eichhorn, sölu- og markaðs- stjórinn, að í VisionC kristallist að framleiðandinn sé óhræddur við nýjungar og þori að sýna hvað í honum búi. Þetta sé það sem koma skuli í framtíðinni. Línur framtíðarinnar lagðar Djarfar og framsæknar nýjungar hjá ŠKODA sem buðu gestum forsmekk af framtíðinni AFP Framtíðin Winfried Vahland, stjórnarformaður Skoda Auto, kynnir hinn nýja Skoda Vision C Concept á bílasýningunni í Genf. Að sögn fyrirtækisins er hér kominn forsmekkur að framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.