Morgunblaðið - 21.03.2014, Page 66

Morgunblaðið - 21.03.2014, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 BÍLASÝNING GENF 2014 Njáll Gunnlaugsson njall@mbl.is Opel Astra OPC Extreme er bíll sem var hannaður fyrir norð- urslaufuna á Nurburg-hringnum segja hönnuðir Opel og það er al- veg satt, því að hann er að mestu leyti byggður á Astra OPC Cup-keppnisbílnum. Hvort hann fer í framleiðslu og reyni við metið er enn óvíst en Opel taldi allavega ástæðu til að frumsýna bílinn í Genf sem gefur ákveðna vísbendingu. Hann mun þó þurfa að etja kappi við hraðskreiðasta framhjóladrifna bílinn á Nurburgring sem er hinn nýi Seat Leon Cupra 280 og einnig nýjan Honda Civic Type R. OPC Extreme ætti að vera til alls líklegur miðað við hvað sett hefur verið í hönnun þessa bíls. Hann er meira en 100 kílóum létt- ari en venjulegur Astra OPC og mun kraftmeiri. Tveggja lítra for- þjöppuvélin mun skila meira en 300 hestöflum að sögn Opelmanna. Allt í hönnun hans minnir meira á keppnisbíl, eins og veltibúr og koltrefjar í hlutum eins og vélarhlíf, afturvæng, vindskeiðum undir bíln- um, þaki, felgum og innri hlutum yfirbyggingar. Bara kol- trefjafelgurnar spara 20 kíló miðað við álfelgur. Þakið er aðeins 2,6 kíló að þyngd og frambretti aðeins 800 grömm, í stað 2,2 kíló sem stál- bretti í Astra OPC er að þyngd. www.carscoops.com Óargadýr Opel Astra OPC Extreme er hreinræktaður keppnisbíll fyrir götuna sem þýðir að hann er löglegur í umferð en uppfyllir einnig allar þær öryggiskröfur sem gerðar eru til keppnisbíla. Slær OPC Extreme metið á norður- slaufunni?  Opel Astra OPC Extreme er léttari, öflugri og vægast sagt til alls líklegur Raketta Slær OPC Extreme metið á norðurslaufunni? Afturvængurinn er eins og stél á orrustuflugvél, búinn til úr koltrefjum eins og margt í bílnum, þar með taldar felgurnar. Bíllinn er mun öflugri og léttari en Astra alla jafna. Malín Brand malin@mbl.is Tékkarnir hjá Škoda mættu með látum á bílasýninguna í Genf og hristi framleiðandinn hvert tromp- ið á fætur öðru fram úr erminni. Tromp trompanna var án efa „sá græni“ og vakti hann mikla athygli gesta. Um er að ræða hug- myndabílinn Škoda VisionC sem áætlað er að komi á markað árið 2016. Með þeim bíl segist framleið- andinn hafa fært sig upp á næsta þrep í hönnun og hugsun. Ameríkumarkaðurinn næstur? Um fimm dyra coupé er að ræða og hönnunin er með því djarfara sem framleiðandinn hefur farið út í og að sögn sölu- og markaðs- stjóra Škoda, Werner Eichhorn, hefur framleiðandinn lagt aukna áherslu á tækni, hönnun og það að halda á lofti alþjóðlegu merki. Ef til vill er þetta „muscle car“ útlit til þess fallið að herja á Ameríku- markað og þar með sé alþjóðlegi björninn unninn? Hann segir enn- fremur að bílarnir séu að verða meira áberandi og séu knúnir áfram af tilfinningum. Hann út- skýrði ekki frekar hvað átt var við með því síðasta en eflaust vísar hann til þeirra áhrifa sem útlit bílanna hefur á mannfólkið. Hver kannast ekki við það að hjartað fari á fullt við að sjá undurfagran bíl? Jarðgasið nýtt Bíllinn á sennilega að höfða til umhverfisvitundar kaupenda líka. Hann er rúmgóður og er búinn ný- stárlegri drifrás sem notar jarðgas sem eldsneyti auk þess sem hann getur gengið á venjulegu eldsneyti. Þrátt fyrir kraftalegt útlitið er ekki gott að segja hvort það sem er undir vélarhlífinni líkist villidýri á nokkurn hátt. Hann verður með 1,4 l. vél sem skilar 109 hestöflum. Bíllinn minnir allverulega á Audi A7 í útliti en eftir sem áður segir Eichhorn, sölu- og markaðs- stjórinn, að í VisionC kristallist að framleiðandinn sé óhræddur við nýjungar og þori að sýna hvað í honum búi. Þetta sé það sem koma skuli í framtíðinni. Línur framtíðarinnar lagðar Djarfar og framsæknar nýjungar hjá ŠKODA sem buðu gestum forsmekk af framtíðinni AFP Framtíðin Winfried Vahland, stjórnarformaður Skoda Auto, kynnir hinn nýja Skoda Vision C Concept á bílasýningunni í Genf. Að sögn fyrirtækisins er hér kominn forsmekkur að framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.