Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 36
BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Verði fundur stjarnvísindamanna á vísbendingum um þyngdarbylgjur sem kynntur var í vikunni staðfestur með frekari rannsóknum hefur það gríðarlega þýðingu fyrir skilning mannkynsins á eðli alheims okkar og möguleika þess á að komast að raun um upphaf hans. Vísindamennirnir fundu merki um svonefndar þyngdarbylgjur sem taldar eru vera frá fyrstu sekúndu- brotunum sem alheimurinn okkar var til. Sú uppgötvun þykir enn merkilegri en Higgs-bóseindin sem fannst í fyrra enda rennir hún stoð- um undir svonefnda óðaþenslukenn- ingu um alheiminn sem getur mögu- lega samþætt afstæðiskenningu Alberts Einstein og skammtafræð- ina í eina kenningu, skammtaþyngd- arfræði. Þandist út á svipstundu Samkvæmt kenningunni um heit- an Miklahvell varð alheimur okkar til þegar hann byrjaði að þenjast út frá óendanlega þéttu og heitu frum- ástandi fyrir fjórtán milljörðum ára. Frá þeim atburði stafar allt efni í al- heiminum. Enn eimir eftir af orku sem losnaði í Miklahvelli í örbylg- jukliðnum sem menn uppgötvuðu á seinni hluta síðustu aldar. Þannig hafa menn getað rann- sakað alheiminn eins og hann leit út aðeins um 380.000 árum eftir Mikla- hvell, áður en vetrarbrautir og stjörnur urðu til. Það hefur hins veg- ar valdið vísindamönnum heilabrot- um að kliðurinn er nokkurn veginn eins hvert sem litið er. Það hefur verið útskýrt sem svo að alheimur- inn hafi þanist út gríðarlega hratt á fyrstu andartökunum á svonefndu óðaþensluskeiði. Að sögn Sævars Helga Bragason- ar, formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, greindist veik skaut- un í nýjum mælingum á örbylgjukl- iðnum. Vart sé hægt að útskýra hana öðruvísi en svo að hún stafi af áhrifum þyngdarbylgna á efni al- heimsins um það bil 10-36 sekúndum eftir Miklahvell. Það er milljarðs milljarðs milljarðs milljarðshluti úr sekúndu. Menn hafa aldrei komist nær upphafi alheimsins en það. „Þyngdarbylgjurnar mynda nokk- urs konar gárur í örbylgjukliðinn sem koma fram sem ljós með til- tekna skautun. Menn hafa leitað að þessari ákveðnu skautun og hafa nú fundið hana. Það er þessi tiltekna skautun sem er fingrafar þyngdar- bylgnanna af völdum óðaþensl- unnar,“ segir Sævar Helgi. Tvær meginstoðir nútímaeðlis- fræði eru almenna afstæðiskenn- ingin og skammtafræðin en þær hafa stangast á að vissu leyti. Ein- stein spáði fyrir um tilvist þyngdar- bylgna en skammtafræðin gerir ráð fyrir að allar eindir hegði sér ýmist sem bylgjur eða eindir eftir að- stæðum hverju sinni. Sævar Helgi segir að aldrei hafi tekist að finna þyngdareindir, sem þó ættu að vera til samkvæmt skammtafræðinni. Nýju rannsóknirnar veiti hins vegar vísbendingar um tilvist þeirra. Það vekur vonir manna um að hægt verði að sameina kenningarnar tvær. Hefur áhrif á heimsmyndina „Það hefur áhrif á alla heimsmynd okkar. Ein helsta kenningin um óða- þenslu gerir ráð fyrir að þenslan sé eilíf og myndi í sífellu nýja bólu- heima. Samkvæmt kenningunni er alheimurinn okkar ein slík bóla en þar fyrir utan fjöldinn allur af öðrum bólum, öðrum alheimum. Nýju mæl- ingarnar styðja óðaþensluhugmynd- ina og það gæti verið vísbending um að alheimurinn okkar sé aðeins einn af fjölmörgum slíkum heimum í svo- kölluðum fjölheimi,“ segir Sævar Helgi. Óðaþenslukenningin gerir hins vegar einnig ráð fyrir að óðaþenslan eyði öllum upplýsingum um hvað kom fyrir hana. „Það þýðir að við getum aldrei komist að því hvað varð til þess að alheimurinn þandist út og að við komumst ekki nær upphafinu en þetta. Upphaf alheims væri okkur alltaf hulið,“ segir hann. Fyrsta vísbending um fjölheim  Uppgötvun stjarnvísindamanna getur leitt til þess að hægt verði að sameina afstæðiskenninguna og skammtafræðina  Þyngdarbylgjurnar eru ummerki frá fæðingu alheimsins fyrir 14 milljörðum ára NASA, ESA, and Johan Richard (Ca Víðátta Alheimurinn er ógnvænlega stór. Ljósin á myndinni eru vetrarbrautir. Milljarðar vetrarbrauta eru í al- heiminum, hver þeirra með milljarða sólkerfa og reikistjarna. Mögulega er alheimurinn sjálfur aðeins einn margra. Biceps2 » Stjarnvísindamenn tilkynntu að þeir hefðu fundið fyrstu sönnunargögn um þyngdar- bylgjur á mánudag. » Þeir notuðu Biceps2- útvarpssjónaukann á Suður- skautslandinu til að rannsaka frávik í örbylgjukliðnum. 36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Þó að vísindaheimurinn sé uppnum- inn yfir uppgötvuninni á ennþá eftir að staðfesta niðurstöður vísinda- mannanna við Biceps2 með frekari rannsóknum. Ýmis verkefni eru í gangi sem geta annaðhvort staðfest niðurstöðurnar eða hrakið þær. Planck-gervitungl evrópsku geimvísindastofnunarinnar gæti varpað ljósi á sanngildi uppgötv- unarinnar þegar í ágúst en það rannsakar nú sams konar gárur í ör- bylgjukliðnum og gert var í Biceps2- verkefninu. Planck hefur kortlagt allan himininn í þessum tilgangi en með Biceps2 var aðeins himinninn yfir suðurpólnum skoðaður. Þá vinnur Íslendingurinn Jón Em- il Guðmundsson, doktorsnemi í stjarneðlisfræði við Princeton- háskóla í Bandaríkjunum, að til- raunaverkefninu Spider sem gengur út á að rannsaka örbylgjukliðinn í sama tilgangi. Veðjaði á að þær fyndust Verði niðurstöðurnar hins vegar staðfestar er um tímamótaviðburð að ræða í stjarnvísindum og eðlis- fræði og Nóbelsverðlaunin eru þá að öllum líkindum á næsta leiti fyrir þá sem stóðu að rannsókninni. „Þetta eru sannkölluð straum- hvörf. Þetta þýðir nýtt tímabil í heimsfræði og eðlisfræði,“ hefur breska blaðið The Guardian eftir Andrew Pontzen, heimsfræðingi við University College í London. Stephen Hawking, breski heims- fræðingurinn víðfrægi, var sér- staklega ánægður með uppgötvun- ina því með henni vann hann veðmál gegn suðurafríska eðlisfræðingnum Neil Turok. Hawking veðjaði á að þyngdar- bylgjur fyndust en Turok hefur sett fram kenningar um að alheimurinn gangi í hringrás mikluhvella sem endurtaki sig í sífellu. Nóbelsverðlaunin talin á næsta leiti  Stephen Hawking vann veðmálið Steffen Richter / VagabondPix.co Sjónaukar Biceps2 (í forgrunni) á Suðurskautslandinu. Vísbendingar um tilvist þyngdarbylgna eru merkilegri uppgötvun en þegar Higgs-bóseindin fannst í fyrra að mati Einars H. Guðmundssonar, prófessors í stjarn- eðlisfræði við Háskóla Íslands. Fundur hennar var í sam- ræmi við viðtekna kenningu og kom í raun engum á óvart. „Hún fullkomnaði staðallíkan öreindafræðinnar á mik- ilvægan hátt en bætti sáralitlu nýju við. Skautunin sem mælst hefur í örbylgjukliðnum opnar aftur á móti nýjar víddir í rannsóknum okkar á alheimi. Ef mælingin reynist traust verða á næstu árum þáttaskil í rannsóknum okkar á sjálfu upphafinu og þróun frumheimsins.“ Opnar mönnum nýjar víddir PRÓFESSOR Í STJARNEÐLISFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Einar H. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.