Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 ✝ Guðrún Ísleifs-dóttir, Dúna, fæddist 3. júlí 1958. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 12. mars síðastliðinn. Guðrún Ísleifs- dóttir er dóttir hjónanna Ísleifs Marz Bergsteins- sonar, fyrrverandi eftirlitsmanns, f. 4. nóvember 1933, og Andreu Þórðardóttur, Katrín, f. 13. júlí 1981. 2) Bjarki Þór, f. 2. október 1984. 3) Ísleifur Örn, f. 13. febrúar 1989. Guðrún stundaði nám í Lækjarskóla og Flensborgar- skólanum í Hafnarfirði. Síðar útskrifaðist hún úr Sjúkraliða- skóla Íslands. 22 ára að aldri fluttist hún ásamt eiginmanni sínum til Akraness. Þar ól hún upp sín börn. Guðrún hefur átt fjölbreyttan starfsferil en lengst af lagði hún hug sinn og hjarta í ýmis umönnunarstörf þar sem hún gaf frá sér sína einstöku hlýju og væntum- þykju. Útför Guðrúnar fer fram frá Akraneskirkju í dag, föstudag- inn 21. mars 2014, og hefst at- höfnin klukkan 14:00. fyrrverandi for- stöðukonu, f. 16. desember 1936. Systkini Dúnu eru Gunnar Örn, f. 16. júlí 1957, Þór, f. 12. júlí 1960, d. 30. nóvember 1963, og Þórunn Lovísa, f. 12. apríl 1967. Eiginmaður Guðrúnar var Guð- mundur Skúlason skipstjóri. Börn þeirra eru: 1) Andrea Elsku hjartans dóttir okkar. Það er ekki auðvelt að skrifa þessi fátæklegu orð til minning- ar um þig, þennan alltof stutta tíma sem við höfum fengið sam- an, en allt er afstætt og þess vegna þökkum við fyrir þær stundir sem þó fengust. Í ljósi þess að þú hafðir ætíð fastar skoðanir á öðrum víddum og það væri annað, sem tæki við eftir þessa jarðvist. Sem lítil stúlka varst þú mjög bráðþroska, at- hugul og dugleg, svo mjög að vart máttum við foreldrarnir fara frá smátíma, þá var heimilið orðið mikið breytt og tandur- hreint, sérstaklega eldhúsið. Það átti reyndar eftir að sýna sig að þar gátu fáir gert betur. Þú gast svo mikið dundað þér við alls konar hluti. Þolinmóð, staðföst og heilsteypt, stundum nýttu aðrir sér þetta og beittu þér fyr- ir sig en stóðu svo ekki með til enda. Aldrei léstu það hafa áhrif til hins verra, heldur hélst ótrauð áfram og trúðir á fram- farir. Hún nafna þín og amma var fljót að finna þessa hæfileika og rækta með þér enda varst þú uppáhaldið hennar. Söngelsk, hagmælt og hreinskiptin varst þú. Við vissum að síðasta starfið þitt var þér kært, enda varstu metin mikils. Frá því þú 15 ára annaðist fötluð börn með móður þinni í Reykjadal var augljóst að umönnun var þér í blóð borin og barngóð varstu með afbrigðum, þau elskuðu þig líka mikið. Þetta minnti okkur á þegar við lásum fyrir þig úr Brekku- kotsannál og Kristín gamla sagði við mjólkurpóstsstrákinn: „Guð hjálpi barninu að vera farinn að lesa dagblöðin. Hérna er kand- ísmoli og farðu svo heim.“ Þá sagðir þú: „Mikið hefur hún Kristín gamla verið góð kona.“ Þú varst líka ávallt góð kona og þvílík hetja í baráttunni. Það sýndi sig vel að svona veik stóðst þú að eigin frumkvæði fyrir stórri söfnun, „Stöndum saman“, safnað fyrir tækjakaupum fyrir Landspítala – Háskólasjúkra- hús. Sjónvarpið átti seinna gott viðtal við þig um þessi brýnu mál og þá bentir þú á í leiðinni að það væri óhæfa að rukka og sekta sjúklinga, sem komu í rannsókn- ir á spítalann, fyrir bílastæði! Mín kona hreinskiptin og sann- gjörn. Eftir harðvítuga baráttu við sjúkdóminn, þar sem þú ætlaðir sko ekki að gefast upp, seig á seinni hlutann, en þá urðum við hjónin og börn okkar vitni að dásamlegri ást og umhyggju Guðmundar þíns. Þvílíkur styrk- ur sem hann sýndi þér og börn- um ykkar og þau fylgdu for- dæminu. Andrea og Henrik, Bjarki og Þóra Björg, Ísleifur og Arnbjörg, þið voruð hreint und- ursamleg í aðstoðinni, nætur sem daga, allt til enda. Tókuð ykkur frí marga daga frá störf- um og námi. Aldrei getum við fullþakkað ykkur! Dúna skrifaði einu sinni svona: „Sumt fólk snertir líf okk- ar og hverfur á braut, sumt dvelst stund og skilur eftir sig spor í hjarta okkar svo við verð- um aldrei söm og áður.“ Þannig varst þú líka, elsku Dúna. Æviskeið mannsins er eins og elding sem glampar um nótt (Gautama Buddha) Sagt hefur verið að áhrifa- mestu gjafirnar séu ekki efnis- legar. Umhyggja, vinsemd, virð- ing og ást vega þar þungt. Af þessu áttir þú, dóttir okkar, nóg. Litla ljósið mitt bjarta lífs míns hjarta (ÍMB) Blessuð sé minning þín. Mamma og pabbi. Elsku mamma mín, að setjast niður og skrifa eitthvað á blað hefur reynst mér þungbært. Þú þekktir mig svo vel, oft maður margra orða, en núna eru þau svo fá en ég reyni fyrir þig. Þessi vegferð sem lífið er get- ur verið svo skrítin, full af óvæntum atburðum. Hvert lífið leiðir mann getur verið ótrúlegt. Þannig líður mér núna, ég trúi þessu ekki en verð bara að gera það. Að fá að kalla mig son þinn hefur verið mér heiður. Ég hef verið stoltur af að fá að vera hluti af þér, stundum var ég erfiður hluti af þér, en alltaf náðum við landi á okkar hátt okkar á milli. Þín leið gagnvart mér var alltaf rétt, ég sé það svo vel núna þeg- ar maður fer að hugsa til baka. Að sitja með þér heilu næturnar þar sem þú stappaðir í mig stál- inu þegar mér leið illa og fannst lífið ömurlegt og ósanngjarnt. Þá kom vinurinn, þessi klettur sem þú varst, fram. Þú talaðir við mann á jafnréttisgrundvelli, eng- ar predikanir eða neitt slíkt og aldrei gafstu upp. Alla tíð reynd- irðu að setja mark þitt á mig og ég veit þér tókst það. Þessi tími sem við höfum átt undanfarin tvö ár hefur þroskað mig mikið og gefið mér aðra sýn á veruleikann. Ég vissi alltaf hversu sterk þú værir, hversu atorkusöm þú gast verið, en þessi mamma sem kom þarna fram, hún var svo miklu meira en það, hún var og er hetja. Að marka svona djúp spor í hjörtu fólks líkt og þú gerðir í lífinu er ekki á allra færi, í raun afar fárra. Þetta var ekkert lítið lagt á einn huga, einn líkama, eina manneskju, en þú braust þetta allt á bak aftur og það með stæl. Þú gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana, þú vannst þetta stríð, það verður aldrei spurning. Gleðidagarnar sem þú hélst fyrir fólkið á spítölunum, söfnunin þín, sjónvarpsviðtalið, ræðan þín í safnaðarheimilinu, tíminn í Hveragerði. Alltaf varstu að gefa af þér og sjálf veik eins og þú varst. En það var ekki að sjá í hug og hjarta. Þetta hjarta, sem bar harm sinn í hljóði, mun fylgja mér og mínum um ókomna tíð. Að finna það núna hversu stórt skarð hefur verið höggvið í okkar raðir er erfitt en að geta hugsað til baka og hlegið er ótrú- legt. Það varst þú. Alltaf þessi fallega, hressa, spaugsama og hvetjandi manneskja. Það er ekki bara við fjölskyldan þín sem minnumst þín þannig heldur allir þeir sem á vegi þínum urðu, strákarnir í fótboltanum, ungu stelpurnar sem unnu með þér sem og þær sem eldri voru, vin- irnir og svo lengi mætti telja. Að brúa slíkt kynslóðabil með fölskvalausri ótæmandi gleði verður okkur öllum dýrmætt og seint fáum við þér þakkað fyrir það, því það er svo mikilvægt að temja sér slíka sýn á veruleikann sem þú hafðir, sýnina á þennan mannlega þátt. Alltaf máttu vita það, mamma mín, ég mun segja þína sögu, mun halda þinni minn- ingu og þínum gildum hæst allra, svo þau geti verið sem viti á ströndu fyrir þá sem á eftir koma. Ég veit hvar þú ert núna, við ræddum það svo mikið, bara við tvö, þér líður vel og þú ert fallegasti engillinn. Strax byrjuð að hjálpa og gefa, það veit ég. Ég reyni að skilja sáttur við þetta allt saman þótt það taki tíma, skal gera það fyrir þig. Sakna þín mamma. Bjarki Þór Guðmundsson. Svo skrítið að sitja hérna og hugsa til þess að þú sért farin frá mér, að ég fái ekki að leita ráða hjá þér, knúsa þig eða sjá brosið þitt breiða aftur. Þetta er allt svo óraunverulegt og ósanngjarnt. Erfitt að horfast í augu við lífið eftir að einn stærsti og mikil- vægasti póstur í lífi manns er farinn og kemur ekki aftur. En ég veit að þú, elsku mamma, ert á stóru blómaengi og fylgist með mér og passar upp á mig og okk- ur öll. Við vorum í raun ótrúlega lík og varst þú minn besti vinur, við áttum ótrúlega margar góðar minningar og spjölluðum mikið saman sem mér þykir rosalega vænt um núna. Ég er virkilega stoltur af því að hafa átt þig sem mömmu vegna þess að í mínum huga varst þú engill sem gekk á jörðinni til þess að gera heiminn að betri stað og tókst þér það svo sannarlega. Ekki er hægt að hugsa sér betri mömmu. Þú deildir þínum boðskap hægt og hljótt eins og þú orðaðir það svo vel. Alltaf hugsaðir þú um að öllum liði vel í kringum þig og skipti það þig rosalega miklu máli. Ekki þessir veraldlegu hlutir og lífsgæðakapphlaup sem við öll gleymum okkur svo oft í. Það skipti ekki máli hver átti í hlut öllum átti að líða vel. Allir strákarnir muna svo sterkt eftir þér í gegnum öll fót- boltaævintýrin þar sem við fór- um á ófá fótboltamótin þar sem við unnum alltaf verðlaun fyrir bestu stuðningsmennina og þar fórst þú fremst í flokki, dans- andi, syngjandi og svo hvetjandi eins og þér einni var lagið, mér þótti þetta ekki eins fyndið í þá daga og ef ég hefði getað látið mig hverfa þá hefði ég gert það. En í dag eru þetta ógleyman- legar minningar og allir minnast þín sem svo skemmtilegrar, orkumikillar og lífsglaðrar konu. Mikið sem mér þykir vænt um að hafa átt mömmu sem studdi mann alla leið í öllu sem maður tók sér fyrir hendur, ég ætla að læra af þér og mun halda því áfram svo lengi sem ég lifi. Þegar þú greindist var þetta rosalegt högg fyrir okkur í fjöl- skyldunni eins og við var að bú- ast en þegar ég hugsa til baka yf- ir þessi tvö ár sem þú barðist við þennan djöful þá get ég ekki skil- ið hvernig þú fórst að þessu. Enginn annar gæti gert þetta eins og þú gerðir þetta, aldrei heyrði ég þig kvarta, alltaf svo jákvæð og þú ætlaðir svo mikið að vinna þetta, allt til síðasta andardráttar. Hvernig þú fórst að því í svona erfiðum veikindum að safna fyrir betri tækjum á Landspítalann, baka óteljandi brauð og kökur, taka til, hugsa um okkur, vera svona hress og miðla þínum boðskap er mér hul- inn ráðgáta. Aðeins þú gast þetta með þínum ótrúlega krafti og verður þetta aldrei leikið eftir. Ég er svo feginn að hafa feng- ið að halda í höndina á þér og fylgja þér yfir þennan síðasta spöl og gaf það mér mikið þegar ég fann það svo sterkt að þú kreistir höndina á mér áður en þú fórst yfir. Ég held að þú hafir verið að segja: „Ísleifur, þetta verður allt í lagi.“ Mamma, þú ert mín hetja og ég ætla lifa líf- inu eftir sömu gildum og þú, og máttu vita það mamma að í mín- um augum hafðir þú betur í þess- um slag. Þú ert sigurvegari. Ég elska þig óendanlega mik- ið, Þinn sonur. Ísleifur Örn Guðmundsson. Elsku hjartans mamma mín. Það nístir hjartað að kveðja þig svona snemma. Þú áttir eftir að upplifa svo ótal margt í lífinu. Lífið getur stundum verið svo ósanngjarnt en því sem ekki fæst breytt þarf að læra að lifa með. Í sorg minni er það mikil huggun að eiga fagrar og ljúfar minn- ingar um góða móður. Þær munu keppast við að græða sárin. Þú varst kletturinn í lífi mínu. Alltaf til staðar hvað sem á dundi. Þú þreyttist aldrei á að segja okkur fjölskyldunni hve mikið þú elskaðir okkur. Heim- ilið var alltaf svo fínt, enda þú snyrtipinni, þó svo þú værir oft ein með okkur börnin þegar pabbi fór á sjóinn. Þú studdir okkur systkinin af miklum krafti. Varst fastagestur á keppnum, tónleikum, leiksýningum eða leikjum sem við tókum þátt í. Og þú lést í þér heyra, hæst af öll- um, hvort sem var með hvatning- arópum, hlátrasköllum eða kröft- ugu lófaklappi. Mamma, þú varst svo hrein og bein. Ljós og hlýja umlukti þig, og með þér naut fólk þess að vera það sjálft. Með engum var skemmtilegra að fíflast, syngja og dansa. Þú hafðir yndislega rödd sem fólk naut þess að hlusta á. Einnig bjóstu yfir mik- illi lífsspeki sem þú hafðir unun af að deila með öðrum. Hjá þér leitaði ég ósjaldan álits og viðraði ýmiskonar hugmyndir. Þær gát- um við svo rætt fram og til baka. Þú varst svo hvetjandi og áhuga- söm um lífið. Þú varst besta vinkona mín og við brölluðum margt saman. Ég man hversu gaman mér þótti alltaf að fylgjast með og hjálpa til þegar þú varst að útbúa saumaklúbb eða veislu. Öllum heimsóknum þínum til mín til Parísar, London og loks á Þórs- götuna mun ég aldrei gleyma. Tónleikarnir með Celine Dion eru minnisstæðir. Þeir kölluðu á grát og gæsahúð og þar munaði litlu að við gætum gefið söngkon- unni fimmu! Takk fyrir allt búða- rápið, mallið í eldhúsinu, föndrið, símtölin, kaffispjallið, göngu- túrana, faðmlögin og kossana. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki slegið á þráðinn og heyrt þig svara: „Guðfinnur góðan dag!“ Þú ert falleg fyrirmynd í líf- inu. Kraftur, kærleiki, glens og grín. Allt einkenndi þetta þig. Hjá þér var hver manneskja svo dýrmæt. Þú starfaðir við umönn- un á bæði börnum og fullorðnum og þar lagðir þú þig alla fram við að ná til hvers og eins. Þú kennd- ir mér heiðarleika, vinnusemi, að vera hreinskilin og þora. Þú sýndir mér að ekkert verkefni er of stórt til að takast á við. Aðeins áskorun sem á þarf að sigrast. Ég er svo stolt af þér mamma mín. Þú barðist af lífi og sál við krabbaklóna, eins og þú nefndir krabbameinið. Í baráttu þinni kenndir þú okkur að jákvætt hugarfar skiptir sköpum. Þú gafst aldrei upp! Hugur þinn var sterkur sem stál og vilji þinn til sigurs flugbeittur. Þú varst hin sanna baráttukona og gafst stöð- ugt af þér. Söfnun þín til styrkt- ar tækjakaupum á LSH er ein- ungis eitt dæmi um það. Tár falla því komið er að kveðjustund. Þú hefur fengið hvíldina en þín bíða verkefni á góðum stað. Þar trúi ég að við munum hittast síðar. Elsku mamma, ég sakna þín svo sárt. Ég mun aldrei, aldrei gleyma þér. Megi englarnir um- vefja þig og vernda. Þín dóttir, Andrea Katrín Guðmundsdóttir. Elsku besta, yndislega og góða systir mín, hún Dúna, er látin. Hún barðist hetjulega við hinn illvíga sjúkdóm, krabba- mein, sem tók hana allt of fljótt frá okkur. Hér sit ég, með tár á hvarmi og hugsa um allar þær frábæru stundir sem við áttum saman. Þegar ég hugsa til Dúnu þá er mér efst í huga hversu góð, um- hyggjusöm og hlý hún var. Hún var alltaf að hugsa um aðra og ávallt var gott að leita ráða hjá henni. Hún var mér oft sem önn- ur móðir þar sem hún var níu ár- um eldri en ég og kom það oft í hennar hlut að passa mig. Þar sem við höfðum áður misst bróð- ur okkar þá tók hún hlutverkið mjög alvarlega og með þolin- mæði og þrautseigu tókst henni mjög vel að inna það af hendi þrátt fyrir ungan aldur. Systir mín var mikil dugnað- arforkur og var höfðingi heim að sækja. Hún var alltaf að baka eða elda eitthvað og hún hrein- lega elskaði að prófa nýjar upp- skriftir. Hún var líka ótrúlega mikið fyrir að taka til og hafa allt hreint og fínt í kringum sig. Eitt var það sem ég öfundaði hana mikið af og það var að hún var meistari í að raða í skápa, þar var sko allt í röð og reglu. Systir mín var mikil barna- gæla og þótti óskaplega vænt um börn og ekkert fannst henni eins yndislegt og að vera í kringum og með börnum. Hún vann mikið með börnum og hún elskaði börnin sín þrjú þau Andreu, Bjarka og Ísleif óendanlega mik- ið. Fátt þótti henni skemmtilegra en að fylgjast með þeim eða gera eitthvað með þeim. Dúna systir var sú móðir sem mætti á leiki, leikrit og flest allar uppákomur sem börnin hennar tóku þátt í. Dúnu þótti líka vænt um þegar ég bað hana að passa fyrir mig börnin þegar við Ottó fórum til útlanda. Hún elskaði að fá að hafa þau hjá sér. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar hún passaði son okkar, þá hafði pabbi hans krúnurakað hann því drengurinn vildi vera eins og Michael Jordan körfuboltamað- ur. Þegar drengurinn var síðan uppá Skaga hjá frænku sinni þá komu nokkrir til hennar og spurðu hvort drengurinn væri eitthvað veikur, en Dúna svaraði því af einstakri ró að hann vildi bara líkjast Michael Jordan. Gummi, maður Dúnu, börn og tengdabörn stóðu eins og klettar við hlið hennar í gegnum erfið veikindi hennar. Þau hvöttu hana áfram enda var Dúna baráttu- kona sem neitaði að gefast upp. Nú er baráttan töpuð og við sem eftir stöndum söknum henn- ar ótrúlega mikið, en yljum okk- ur við þær yndislegu minningar sem við eigum um hana. Ég vil votta Gumma, Andreu, Bjarka, Ísleifi, Henrik, Þóru og Öddu, mömmu, pabba og Gunnar Erni bróður okkar innilegrar samúðar vegna fráfalls Dúnu sem við syrgjum svo sárt. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur (Ingvar N. Pálsson) Þín systir að eilífu, Þórunn. Á tímamótum er oft litið yfir farinn veg. En við andlát ein- staklings sem sannarlega eru tímamót verða endurminning- arnar öðruvísi, þær verða blanda af sárum söknuði og minningum frá ljúfum samverustundum. Þannig er það hjá mér við ótíma- bært andlát mákonu minnar, Guðrúnar Ísleifsdóttur. Guðrún var mjög heilsteypt og gefandi persóna alla tíð. Heimili þeirra Guðmundar og Guðrúnar var alltaf ákaflega hlý- legt og gestrisni þeirra og snyrti- mennska einstök. Á þeirra yngri árum þegar börnin þeirra þrjú, Andrea, Bjarki og Ísleifur voru ung, þá var það stolt móðir sem kom með þau niður á Breið að Bræðrap- arti til tengdaforeldra hennar Skúla og Bjargar og setti þau í faðm þeirra. Það myndaðist því strax náið og hlýlegt samband á milli Guðrúnar og þeirra meðan þau lifðu. Eftir að Björg var orðin ein þá reyndist Guðrún henni sem besta dóttir, þannig var Guðrún. Um leið og ég þakka henni fyrir allt það sem hún var mér, þá votta ég elskulegum bróður mín- um Guðmundi og yndislegum börnum þeirra, sem ég fékk að fylgjast með í uppvextinum, ásamt öðrum ástvinum Guðrúnar mína dýpstu samúð og megi Guð gefa ykkur styrk á erfiðri stund. Eftirfarandi ljóðlínur finnast mér viðeigandi við ótímabært andlát Guðrúnar Ísleifsdóttur. En ég veit að hún hefur fengið hlýjar móttökur á æðri stað. Ljóðlínur sem minna á það að sérhvert augnablik lífsins er dýr- mætt. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því að morgni eftir liðinn dag, enginn gengur vísum að. Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr. Enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund, því fegurðin í henni býr. Lárus Skúlason. Við viljum minnast Guðrúnar Ísleifsdóttur, alnöfnu sameigin- legrar ömmu okkar, í nokkrum orðum. Dúna var hún oftast köll- uð, a.m.k. á meðal okkar frænd- systkinanna. Í æsku var heimili ömmu miðpunkturinn í sam- skiptum okkar. Þar var oft mikið brallað og skipst á að fá að gista. Nöfnurnar, amma og Dúna, voru nánar, enda líkar á margan hátt. Hvorug lét deigan síga þótt á móti blési. Fjölskyldu- og ættarbönd skiptu Dúnu greinilega miklu máli, sem lýsir sér m.a. í því að fram á síðasta dag var hún að ráðgera súpuhitting heima hjá sér þar sem þriðji ættliður frá ömmu átti endilega að mæta og styrkja tengslin sín á milli. Ekki þurfti að hafa áhyggjur af öðrum ættliðnum, hann myndi örugg- lega mæta, þar sem við hittumst alltaf reglulega á svokölluðum frænkuhittingum. Þar lét Dúna sig aldrei vanta með sinn skemmtilega húmor. Enda iðu- lega mikið fjör á þessum fundum okkar þar sem rifjaðar voru upp gamlar og góðar stundir. Síðasti frænkuhittingur var seinnipart- inn í janúar og Dúna mætti. Skipti þá engu þótt veikindin væru orðin henni mjög þungbær. Andlegur styrkur hennar var aðdáunarverður. Guðrún Ísleifsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.