Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.03.2014, Blaðsíða 24
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ýmsir angar úr Íslandssögunni mætast í húsinu Laufásvegi 48 í Reykjavík. Það er eitt af elstu hús- unum í borginni, stendur stakt á stórri lóð við götuna sem við það er kennd. Laufás við Laufásveginn hef- ur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Elsti hluti hússins er frá árinu 1896, byggt af þeim Þórhalli Bjarnarsyni biskupi og Valgerði Jónsdóttur konu hans. Síðan þá hafa afkomendur þeirra, hver kynslóðin eftir aðra, búið í þessu húsi og nú sú fjórða frá frumbyggjunum. Kom tilhöggvið og tilbúið „Hér í Laufási er að finna muni sem hafa fylgt eigendum þess lang- an tíma, bækur og húsgögn. Þetta hefur ekki verið skipuleg söfnun, en þess gætt að varðveita muni með sögulegt gildi,“ segir Flosi Krist- jánsson kennari. Hann flutti í húsið ásamt eiginkonu sinni, Rögnu Þór- hallsdóttur, fyrir um tveimur árum. Þau búa á efri hæð. Á neðri hæð Björn Þorsteinsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir sem er af Laufásætt- inni, eins og Ragna. Víkjum að upphafi sögunnar. Þór- hallur Bjarnarson var fæddur í Laufási við Eyjafjörð árið 1855. Þar ólst hann upp en fór ungur til náms og var prestur í Reykholti í Borgar- firði og á Akureyri. Árið 1887 fluttu Þórhallur og eiginkona hans í bæinn, en þá var hann orðinn kennari við Prestaskólann í Reykjavík. Þau bjuggu fyrst í stað inni í bæ, við Austurvöll. Árið 1896, þegar Þórhallur var orðinn forstöðumaður Prestaskól- ans, ákvað hann að flytja út fyrir bæinn og hófst handa við að reisa Laufás og nefna eftir æskuheimili sínu. Þetta er norskt katalóghús sem kom tilhöggvið til landsins, tilbúið til uppsetningar. Yfir inngangi hússins er núna áletrunin Laufás 1896 sem vísar til þess að það ár var húsið reist. Það var svo stækkað árið 1908, árið sem Þórhallur var kjörinn bisk- up Íslands en því embætti gegndi hann til æviloka, árið 1916. „Þegar Þórhallur varð biskup árið 1908 sótti hann eftir því að skrifstofa sín yrði í Laufási. Því var farið í að stækka húsið. Þar sem núna er aðal- inngangur hússins var til að byrja með inngangur á biskupsstofu,“ seg- ir Flosi um sögu hússins. Forseti og tveir forsætisráðherrar Börn Þórhalls Bjarnasonar og Valgerðar voru fjögur. Elstur þeirra var Tryggvi, sem var fæddur árið 1889, þá Svava fædd 1890, Björn fæddur 1891 og Dóra fædd 1893. Tryggvi Þórhallsson, síðar forsætis- ráðherra, hóf búskap í Laufási fljót- lega eftir andlát föður síns, ásamt konu sinni Önnu Guðrúnu Klemens- dóttur. Þeirra börn voru Klemens, Valgerður, Þórhallur, Agnar, Þor- björg, Björn og Anna Guðrún. Fjög- ur þeirra héldu heimili í Laufási í lengri eða skemmri tíma eftir að Tryggvi lést 1935. Dóra Þórhallsdóttir og Ásgeir Ás- geirsson, síðar forsætisráðherra og forseti Íslands, hófu búskap sinn í Laufási er þau giftu sig 1917. Þar fæddust þeim þrjú börn, Þórhallur, Vala og Björg, sem ólust öll upp í Laufási með frændsystkinum sínum. Nafnið kom um aldamótin 1900 „Það er ekki gott að átta sig á því í hvaða röð húsin hér á svæðinu byggðust. Yfirlitsmynd, sem tekin Gengið suð- ur Laufás- veginn  Höfuðból í Þingholtum er nefnt eftir Laufási við Eyjafjörð  Skurðarpunkt- ur í Íslandssögunni  Hús ættarinnar 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Það safnast í sarpinn þegar farið er yfir sögu Laufásvegar. Í húsi númer 25 bjó Halldór Laxnes um 1930 og hermt er að þar hafi hann skrifað Sölku Völku og fleiri bækur. Bandaríska sendi- ráðið er á Laufásvegi 21 og hefur svo verið frá því Bandaríkin opn- uðu konsúlat á Íslandi árið 1941. Sturluhallir, sem svonefndir Sturlubræður byggðu um 1920, eru tvö hús á lóðunum Laufás- vegi 49-55. Breska sendiráðið var í nyrðra húsinu sem ber götunúmerið 49-51, en nú er Ís- lenska auglýsingastofan þar til húsa. Leikskólinn Laufásborg í því syðra. Endur fyrir löngu bjuggu að Laufásvegi 69 hjónin Valtýr Stefánsson ritstjóri Morg- unblaðsins og Kristín Jónsdóttir listmálari. Í síðari tíð hafa þar búið Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður og Ingibjörg Pálmadóttir kona hans. Albert Guðmundsson, knatt- spyrnugoð og síðar ráðherra, bjó með eiginkonu sinni Brynhildi Jóhannsdóttur að Laufásvegi 68. Þar skammt frá, út við enda göt- unnar, er hús númer 72, gestabú- staður forseta Íslands. Það er Sendiráð og Sillahús  Þekktir borg- arar og starfsemi Valtýr Stefánsson yfirleitt kennt við þau Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Krist- jánsson, sem var annar helm- ingur kaupmannsparsins Silla og Valda sem um miðja 20. öldina rak búðir um allan bæ. Albert Guðmundsson Konsúlt Sendiráð Bandaríkjanna hefur verið við Laufásveg frá 1941. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Landhelgisdeila Mótmæli við breska sendiráðið við Laufásveg í tólf mílna þorskastríðinu 1958.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.