Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 89

Morgunblaðið - 21.03.2014, Síða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MARS 2014 Þrjár kvikmyndir verða frum- sýndar í bíóhúsum landsins í dag auk þess sem tvær kvikmyndahá- tíðir standa nú yfir í Bió Paradís, annars vegar með þýskum kvik- myndum og hins vegar barna- og unglingamyndum. Dead Snow: Red vs. Dead Norsk kvikmynd sem tekin var upp að stórum hluta á Eyrarbakka í fyrrasumar og framhald Dead Snow. Í myndinni segir af Martin nokkrum sem upplifir þá martröð að kljást við nasistauppvakninga. Martin þarf að drepa kærustu sína öxi, saga af sér handlegg með keðjusög og horfa upp á nasista gæða sér á vinum hans. Ætla mætti að ástandið gæti ekki orðið öllu verra en sú er þó ekki raunin. Leik- stjóri er Tommy Wirkola og með aðalhlutverk fara Stig Frode Hen- riksen, Martin Starr, Derek Mears, Amrita Acharia og Ingrid Haas. Samantekt á dómum er hvorki að finna á Rotten Tomatoes né Meta- critic. Need for Speed Hasarmynd innblásin af tölvu- leiknum Need for Speed og fá áhugamenn um kappakstur og bíla- eltingaleiki eflaust mikið fyrir sinn snúð. Myndin fjallar um bifvéla- virkjann Tobey Marshall sem er ný- laus úr fangelsi eftir að hafa setið saklaus inni. Marshall vill ná hefnd- um á manninum sem ber ábyrgð á sakfellingu hans og til þess þarf hann að taka þátt í kappakstri þvert yfir Bandaríkin. Babb kemur í bátinn þegar andstæðingur Mars- hall setur sex milljónir dollara til höfuðs honum og snýst kappakst- urinn þá upp í eltingarleik upp á líf og dauða. Leikstjóri er Scott Waugh og með aðalhlutverk fara Aaron Paul, Dominic Cooper, Scott Mescudi, Dakota Johnson, Imogen Poots, Michael Keaton og Rami Malek. Metacritic: 40/100 Muppets Most Wanted Prúðuleikararnir ástsælu snúa aft- ur og að þessu sinni eru þeir á sýn- ingaferðlagi um Evrópu, troða upp í leikhúsum helstu borga álfunnar. Froskurinn Kermit fer sem fyrr fyrir hópnum og þarf jafnframt að glíma við ýmis vandamál sem tengj- ast auðvitað flest hinni skapstóru Svínku. Skæður skartgripaþjófur kemst að því að hann er tvífari Ker- mits, blekkir laganna verði og leið- ir Kermit í gildru. Leikstjóri er James Bobin og með aðalhlutverk fara Ricky Gervais, Tina Fey, Ty Burrell, Steve Whitmire, Tom Hiddleston, Eric Jacobson, Salma Hayek og Christoph Waltz. Metacritic: 62/100 Bíófrumsýningar Prúðuleikarar, kappakstur og nasistar á Eyrarbakka Hrollvekjandi Frá tökum á nasistauppvakningamyndinni Död snö 2, eða Dead Snow: Red vs. Dead upp á ensku, á Eyrarbakka í fyrrasumar. Morgunblaðið/Eggert Ljósmyndarinn Íris Dögg Einars- dóttir og stílistinn Erna Bergmann opna ljósmyndasýninguna // W // í Skotinu, sýningarrými Ljósmynda- safns Reykjavíkur, í dag. Íris og Erna sýna ljósmyndir sem endur- spegla kvenleikann í hinum ýmsu myndum og vísar sýningartitillinn í orðin „water“ og „woman“, þ.e. vatn og kona. Niðurstaðan er í senn hrá og rómantísk, að sögn Írisar og Ernu. Sýningin er á dagskrá Hönn- unarmars í Reykjavík. Kona Ein ljósmyndanna á sýningunni sem opnuð verður í Skotinu í dag. Kvenleikinn í ýms- um myndum Kvikmyndaleik- stjórinn Doug Liman hefur verið orðaður við ýmis verk- efni undanfarin misseri, m.a. kvikmynd sem fjalla átti um af- rek breska fjall- göngumannsins George Mallory á Everestfjalli. Kvikmyndavefurinn Indiewire greinir frá því að líklega hafi hann hætt við þá mynd vegna kvikmyndarinnar Everest sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Liman mun nú eiga í viðræðum um að leikstýra Splinter Cell, kvikmynd byggðri á tölvuleik með sama nafni. Breski leikarinn Tom Hardy mun fara með aðal- hlutverkið í henni, hlutverk njósn- ara en hann átti að fara með aðal- hlutverkið í Everest-mynd Limans. Liman leikstýrir Splinter Cell Tom Hardy EGILSHÖLLÁLFABAKKA NEEDFORSPEED KL.3-5:20-8-10:40 NEEDFORSPEEDVIP KL.3-5:20-8-10:40 POMPEII KL.5:40-8-10:20 300:RISEOFANEMPIRE3D KL.8-10:20 SAVINGMR.BANKS KL.5:20 NONSTOP KL.8-10:20 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2D KL.3-5:30-8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2D KL.3:40-5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2D KL.10:30 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.3:20 KRINGLUNNI NÚMERUÐ SÆTI POMPEII KL.8 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.8-10:20 NONSTOP KL.10:30 KEFLAVÍK AKUREYRI NEEDFORSPEED KL.8-10:40 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.5:30 POMPEII KL.8 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.10:20 GAMLINGINN KL.5:30 NEEDFORSPEED KL.8-10:30 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.5:30 300:RISEOFANEMPIRE2DKL.10:40 NONSTOP KL.5:40-10:40 GAMLINGINN KL.5:30-8 12YEARSASLAVE KL. 8 NEEDFORSPEED KL.5:15-8-10:20 MUPPETSMOSTWANTEDENSTAL2DKL.5:30-8 POMPEII KL.5:40-8-10:20 300:RISEOFANEMPIREKL.3D:8 2D:10:45 NONSTOP KL.10:30 GAMLINGINN KL.5:35 SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI Í 2D OG 3D VARIETY  ENTERTAINMENT WEEKLY  SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT NEW YORK MAGAZINE  “SKEMMTILEGRI EN NOKKRARHAMFARIRÆTTU AÐVERA“ RICKY GERVAIS TY BURRELL TINA FEYAARON PAUL ÚR BREAKING BAD FLOTTASTI BÍLAHASAR SEM ÞÚ HEFUR SÉÐ “M IND -BL OW ING ACT ION ” “IT WA SFA NTA STIC ! IT IST HE BES TRA CIN GM OV IEE VER ...” FRÁBÆRMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA  VILLAGE VOICE  THE PLAYLIST 12 12 12 12 L L L ÍSL TAL 16 ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND MEÐ KEVIN COSTNER OG HINUM ÍSLENSKA TÓMASI LEMARQUIS FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR TAKEN -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE BAG MAN Sýnd kl. 10:25 3 DAYS TO KILL Sýnd kl. 8 - 10:20 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 3D Sýnd kl. 3:45 HR.PÍBODY & SÉRMANNS 2D Sýnd kl. 4 - 6 THE MONUMENTS MEN Sýnd kl. 10:10 RIDE ALONG Sýnd kl. 6 - 8 THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 3:50 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8 Setur skapandi greina opnað Nýtt setur skapandi greina hefur verið opnað við Hlemm í Reykjavík, að Laugavegi 105. ÚTÓN – Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, Ice- landic Airwaves og Íslenska tónverkamiðstöðin eru flutt inn í húsnæðið og unnið er að stækkun þess. Í tilkynningu segir að mikill áhugi sé fyrir því að byggja svæðið við Hlemm upp sem svæði iðandi af menningu, listum og sköpun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.