Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 Fyrir tveimur vikum lýsti Helgi Sigurðsson,krabbameinslæknir á Landspítalanum,undrun sinni á því að nýútskrifaðir læknar sem ráðnir eru til spítalans væru á lægri launum en nýútskrifaðir lögfræðingar og við- skiptafræðingar sem spítalinn ræður. Af þessu tilefni óskaði Sunnudagsblað Morgunblaðsins eftir upplýsingum um byrjunarlaun allra há- skólamenntaðra starfsmanna Landspítalans. Sjá má svar spítalans á meðfylgjandi töflu. Að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, fjöl- miðlafulltrúa og aðstoðarmanns forstjóra Land- spítalans, eru byrjunarlaun háskólastétta sem og annarra starfsmanna spítalans samkvæmt stofnanasamningi hvers og eins stéttarfélags og Landspítala um forsendur röðunar starfa. Sam- komulagið byggist á kjarasamningi fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs annars vegar og stéttarfélagsins sem um ræðir hins vegar. Hjá náttúrufræðingum og lyfjafræðingum eru lágmarkslaun háð lífaldri samanber upp- byggingu á launatöflu þeirra. „Hafa ber í huga að þegar talað er um byrj- unarlaun þá er átt við lægstu mögulegu upphæð sem starfsmaður sem ráðinn er til starfa á Landspítala fær,“ segir Anna. „Persónubundnir og starfsbundnir þættir svo sem menntun, starfsreynsla, ákveðið vinnuframlag að næt- urlagi og þess háttar kemur til viðbótar við grunnlaun. Þó er misjafnt hvað telst til hjá hverju stéttarfélagi fyrir sig og því mikilvægt að rýna í hvern og einn samning.“ Varðandi lögfræðingana þá er enginn sér- stakur stofnanasamningur gerður við Stétt- arfélag lögfræðinga, að sögn Önnu. „Það eru einungis þrír lögfræðingar starfandi á spít- alanum og enginn þeirra er nýútskrifaður, sem gerir samanburð erfiðan.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Félagsráðgjafar með hærri byrjunarlaun en almennir læknar viku? Fimm dögum áður en ég fer utan,“ spurði konan klumsa. „Jú,“ var svarið. „Má ég þá ekki sækja það á skrifstofu Þjóðskrár þá?“ spurði konan. „Nei,“ var svarið. „Hvers vegna ekki?“ „Það er bannað að sækja vega- bréf nema um hraðafgreiðslu sé að ræða.“ „Hvers vegna?“ „Veit það ekki. En svona eru reglurnar.“ „Hver samdi þessar reglur?“ „Veit það ekki.“ Þurfti að greiða kr. 10.000 aukalega Konan gat vitaskuld ekki hætt á að fá vegabréfið ekki í hendur í tæka tíð fyrir brottför og óskaði því með semingi eftir hrað- afgreiðslu. Það þýddi að hún þurfti að greiða kr. 10.000 auka- lega. Kr. 20.250 í stað kr. 10.250. F rá og með 15. september síðastliðnum hefur framleiðslutími vega- bréfa verið ein vika. Það þýðir að vegabréf sem sótt er um á mánudegi er tilbúið næsta mánudag. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þá fer vegabréfið nefnilega í póst og það getur tekið allt að þrjá daga að skila sér með þeim hætti. Gildir þá einu hvort beðið er um að fá vegabréfið sent heim eða á skrif- stofu sýslumannembættis, þar sem vegabréfið er pantað og fyrir það greitt. Hvorki sýslumaður né Þjóðskrá Íslands, sem framleiðir vegabréfin, ábyrgjast að þau verði komin á áfangastað fyrr en á þriðja virka degi eftir að þau eru tilbúin. Það þýðir að vegabréf sem pantað er á miðvikudegi kemur mögulega ekki í pósti fyrr en annan mánudag þaðan í frá. Sunnudagsblað Morgunblaðsins veit um konu sem pantaði nýverið nýtt vegabréf hjá sýslumanninum í Kópavogi á miðvikudegi en þar sem hún var að fara utan eld- snemma annan mánudag þar á eftir þurfti hún að fá það í hend- ur í síðasta lagi á föstudeginum í vikunni eftir að það var pantað. Því gat starfsfólk sýslumanns ekki lofað. Ekki heldur Þjóðskrá. „En er vegabréfið ekki tilbúið hjá þjóðskrá á miðvikudaginn eftir Auk hraðafgreiðslu á vegabréfinu tryggði 10 þúsund kallinn konunni aðgang að skrifstofu Þjóðskrár Ís- lands. Þangað var hún allt í einu velkomin. Henni stóð líka áfram til boða að fá vegabréfið sent heim eða til sýslumanns með pósti. Áfram áskilur pósturinn sér þó þrjá daga til að koma bréfinu til skila. Málinu lauk með því að konan sótti vegabréfið sitt á skrifstofu Þjóðskrár í Borgartúni réttri viku eftir að hún pantaði það. Fékk fínar móttökur. Þar lá það sumsé á sama degi og upphaflega var stefnt að. Eini munurinn var sá að nú mátti hún sækja það, þar sem hún hafði greitt kr. 10.000 aukalega. Annars hefði vegabréfið verið póstlagt upp á von og óvon. Mögulega hefði það komið í tæka tíð, mögulega ekki. Á skrifstofu Þjóðskrár fengust þær upplýs- ingar að vegabréf færu alltaf í A- póst, sem þýðir að bréfið berst oftast nær daginn eftir. Því var þó ekki hægt að lofa. Svo sem rækilega hefur komið fram. Og konan þorði ekki að taka áhætt- una. Vont að standa uppi vega- bréfslaus á brottfarardegi. Stóra spurningin í málinu öllu er vitaskuld þessi: Hvers vegna má ekki sækja vegabréf sem hlýt- ur almenna afgreiðslu á skrifstofu Þjóðskrár Íslands viku eftir að það er pantað? Úr því það er tilbúið. Og spara þar með hinu opinbera sendingarkostnað. Við þessu fengust engin svör. Hvorki hjá sýslumannsembættinu í Kópa- vogi né Þjóðskrá Íslands. Þekki einhver manninn/konuna sem setti þessar reglur má sá sami endilega láta Sunnudagsblað Morgunblaðsins vita. Gaman yrði að birta ljósmynd af honum/henni! Eða tók vél ef til vill þessa ákvörðun? Erfitt er nefnilega að hugsa sér betra dæmi um „tölvan segir nei“! Morgunblaðið/Kristinn „Tölvan segir nei!“ HARÐBANNAÐ ER AÐ SÆKJA VEGABRÉF SEM SÆTT HEFUR ALMENNRI AFGREIÐSLU Á SKRIFSTOFU ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS. Í PÓST SKAL ÞAÐ FARA. OG HANANÚ! ÞAÐ ER EKKI FYRR EN BÚIÐ ER AÐ GREIÐA KR. 10.000 AUKALEGA AÐ ÞÆR ÁGÆTU DYR OPNAST. AÐ UNDANGENGINNI FLÝTIMEÐFERÐ. HVERJU SÆTIR ÞETTA? TJA, TÖLVAN SEGIR EINFALDLEGA NEI! * Athugið að ekki er hægt að sækja vegabréf í þjónustuver-ið, Borgartúni 21 nema um sé að ræða hraðafgreiðslu.Af vefnum vegabref.is.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Undanfarin misseri hefur það margítrekað komið fyrir að Ís- lendingar á leið til útlanda hafa orðið fyrir því að þeir lenda í vandræðum vegna gildistíma vegabréfa, er synjað um land- göngu eða synjað um að fara um borð í flugvélar, ef vegabréf þeirra gilda ekki að minnsta kosti sex mánuðum lengur en áætluð dvöl í viðkomandi ríki. Utanríkisráðuneytið hvetur alla þá sem eru á leið til ríkja utan EES-svæðisins að huga að því að fá nýtt vegabréf, ef minna en sex mánuðir eru eft- ir af gildistíma gamla vega- bréfsins þar sem búast má við að ríki geri kröfu um og setji það sem skilyrði fyrir land- göngu að vegabréf gildi a.m.k. sex mánuði fram yfir áætlaðan dvalartíma í viðkomandi ríki. (Af vefnum vegabref.is.) ÞURFA AÐ GILDA Í A.M.K. SEX MÁNUÐI Starfsheiti Byrjunarlaun Sérfræðilæknir 530.556 kr. Félagsráðgjafi 374.124 kr. Almennur læknir 370.485 kr. Ljósmóðir 365.466 kr. Lyfjafræðingur 346.354 kr. Sálfræðingur 340.638 kr. Geislafræðingur 332.837 kr. Þroskaþjálfi 317.593 kr. Hjúkrunarfræðingur 311.837 kr. Náttúrufr. m. starfsleyfi 310.395 kr. Lífeindafræðingur 303.046 kr. Sjúkraþjálfari 303.046 kr. Iðjuþjálfi 303.046 kr. Viðskipta- og hagfræðingur 289.166 kr. Bókasafns- og upplýsingafr. 289.166 kr. Matvæla- og næringarráðgjafi 289.166 kr. Verkfræðingur 289.166 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.