Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 55
miklu á síðustu fimm árum. Nú eru
alltaf ferðamenn hér, meira að segja
á veturna. Fyrst þegar ég kom hér
að vetrarlagi voru engir á ferðinni. Í
fyrra fannst mér það sláandi hversu
margir ferðamenn voru hér í febr-
úar.
Annað sem hefur breyst er að
maður sér sífellt betur hversu gráð-
ugir Íslendingar eru. Nú kemur
maður að Mývatni og það á að
rukka mann fyrir að taka ljós-
myndir. Sama má segja um Kerið,
það er kominn söluskúr og þarf að
greiða fyrir aðgang. Þetta er nýtt
og mér finnst þetta afskaplega ugg-
vænleg þróun. Ég get kosið að
fljúga til Parísar í staðinn fyrir að
koma hingað og þar rukkar mig
enginn fyrir að taka mynd af Eiffel-
turninum.
Ferðamenn eru vitaskuld góðir
fyrir Ísland, þjóðin þurfti á þeim að
halda til að koma sér út úr krepp-
unni. En þið getið valið, þið þurfið
ekki að eyðileggja allt bara til þess
að fá ferðamenn.“
– Finnst þér jafn áhugavert að
vera hér á veturna og sumrin?
„Mér finnst hvort tveggja frá-
bært. Fyrir mér er Ísland svart
land á sumrin og hvítt á veturna,
fyrir svarthvítan ljósmyndara gæti
það ekki verið betra!“
Alltaf á sömu stöðunum
Í nýju bókinni fjallar fyrri hlutinn
um eftirlætissvæði ljósmyndarans,
sem hann kallar „zen-garðinn“ sinn.
Í seinni hlutanum má sjá ummerki
manna.
„Ég hef lengi sagt að Ísland sé
zen-garðurinn minn en svo fór ég að
sjá að á sumum myndanna var líka
garður manna og því varð ég að
skipta bókinni í tvo hluta. Mér þótt
áhugavert að kalla mannamyndinar
sögur – en þeir sem skoða þurfa að
lesa sínar sögur út úr þeim.
En zen-garðurinn er það sem
hann er.“
– Hann er svartur og ríkur að
stemningu, fullur af andstæðum …
„Já … Ég fer alltaf á sömu stað-
ina að mynda. Líklega gæti ég gert
heila bók með myndum sem ég hef
tekið við Dyrhólaey og Vík.
Ég verð að segja að það hefur
valdið mér vonbrigðum að íslenskir
bókaútgefendur hafa ekki verið
reiðubúnir til að vinna með mér.“
Bækur Paoluzzos hafa verið gefnar
út af forlögum í Mið-Evrópu. Þegar
hann er spurður að því hvaða bæk-
ur séu á hönnunarstigi hjá honum
segist hann gjarnan vilja setja sam-
an eitt yfirlitsverk með bestu mynd-
unum frá ferlinum. „Ég hef svo far-
ið í nokkrar ferðir til Írlands, hef
gert skissu að bók og fer nú í að
leita að útgefanda. Það er auðveld-
ara að selja litmyndabækur en ég
myndaði í svarthvítu á Írlandi.
Svo ferðaðist ég um Bandaríkin í
tvo mánuði í fyrravetur og tók þá
bæði í lit og svarthvítu og verð að
viðurkenna að hvort tveggja er
áhugavert.“
Dyrhólaey, 1997.
Ljósmyndir/Marco Paoluzzo
Reykjavík, 2013.
12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55