Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 30
F yrirtækið Eldum rétt leiðir viðskiptavini sína út úr frumskógi ráðlegginga og tímaleysis, sem getur fylgt yfirgnæfandi upplýsingaflæði á sam- skiptamiðlum og í fjölmiðlum um mataræði og heilsu. Í stað þess að þeysast með innkaupakörfuna milli hillusamstæðna í matvöruverslunum, leitandi að rétta hráefninu, fá kúnnar Eldum rétt matinn sendan heim að dyrum. „Hráefni í þrjár máltíðir er sent heim í hverri viku, þar sem gætt er að næringarinnihaldi, einfaldleika eldamennskunnar, skammtastærð og bragðefnum,“ segir Kristófer Júlíus Leifsson en hann er einn eigenda fyrirtækisins ásamt Vali Her- mannssyni, Hönnu Maríu Hermannsdóttur og Hrafn- hildi Hermannsdóttur. „Hugmyndin á bak við fyrirtækið er hvort tveggja í senn að bjóða fólki upp á heilsusamlegan mat og um leið spara fólki þann tíma og fyrirhöfn sem annars færi í innkaup. Við pössum líka upp á skammta- stærðina, svo ekkert ætti að fara til spillis.“ HOLLUR OG HEIMILISLEGUR MATUR Maturinn sendur heim HJÁ ELDUM RÉTT ER PASSAÐ UPP Á SKAMMTASTÆRÐIR, NÆRINGARINNIHALD OG FJÖL- BREYTNI MATARINS EN UPPSKRIFTIRNAR HJÁ ÞEIM ERU UNNAR Í SAMVINNU VIÐ NÆR- INGARFRÆÐING OG SEM MINNST Á AÐ FARA TIL SPILLIS. MATURINN ER KEYRÐUR HEIM AÐ DYRUM OG ÞAÐ EINA SEM ÞARF AÐ GERA ER AÐ FYLGJA EINFALDRI UPPSKRIFT. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Matur og drykkir Hollt og gott hunang *Hunang hefur lengi verið talið gott til lækninga ogþekkja þeir sem nota röddina mikið hversu gott þaðgetur gert. Í hráu hunangi er að finna A-og B-vítamínog C, D, E og K vítamín. Þá eru í því steinefni á borðvið fosfór, járn, kalk, potassium og magnesíum svoeitthvað sé nefnt. Ekki skemmir fyrir að hunang ereinstaklega gott út í te eða á grautinn. Einnig má nota það í ýmsar uppskriftir eða einfaldlega til að mýkja hálsinn þegar pestin kemur í heimsókn. Hráefni lambahakk, 300 g hamborgarabrauð spelt, 2 stk kartöflur, 200 g rauðlaukur, 1 stk klettasalat, 10 g tómatar, 1 stk ajvar, 45 ml fetaostur, 40 g aioli að hætti Eldum rétt, 120 ml kryddblanda: paprikuduft 1 tsk, laukduft 1 tsk, salt 1 tsk, pipar ½ tsk. Þarft að eiga: olía salt & pipar best Eldunartími: 25 - 35 mín. Taktu til áhöldin: Eldfast mót og grill. Forhitið ofn í 180 °C með blæstri og hitið grillið vel. 1. Skerið kartöflur í þunna báta og veltið upp úr olíu, salti og pipar. Bakið í ofninum í 20-25 mín eða þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn. 2. Setjið hakkið í skál og blandið saman við kryddið og 1 msk af ajvar (geymið afgang ofan á borgarana). Mótið hakkið í tvo hamborgara, passið að hafa þá þétta svo þeir brotni ekki í sundur við steikingu/grillun. 3. Skerið niður rauðlauk, klettasalat og tómata sem álegg. 4. Fyrir grill: Grillið borgara og brauð eftir smekk. Þegar borgarunum er snúið smyrjið ajvar á þá og mylj- ið fetaostinn yfir. 5. Fyrir ofn: Snöggsteikið borgarana á hvorri hlið þar til þeir brúnast örlítið. Leggið í eldfast mót, smyrjið ajvar á þá og myljið fetaostinn yfir. Setjið inn í ofn í um 5-10 mín og hitið brauðið. 6. Berið fram hamborgarana með aioli. grænmeti og með kartöflum til hliðar . Miðjarðarhafs- lambaborgari Ólíkt flestum sem senda mat heim er ekki búið að elda réttinn fyrir fólk. Það ætti þó ekki að koma að sök því Kristófer segir uppskriftirnar vera einfaldar og skemmtilegar. „Freydís Hjálmarsdóttir næring- arfræðingur vinnur uppskriftirnar með okkur og alla jafna reynum við að blanda saman kjöt- og fiskréttum. Núna bjóðum við líka upp á svo kallað Paleo- matarpakka en hann inniheldur fjóra rétti. Það er sér- staklega hannað mataræði sem inniheldur engar mjólkur- eða kornvörur, ekkert hveiti og engar unnar matvörur.“ Eldum rétt er ungt fyrirtæki og enn að leita hent- ugra leiða til að þjóna viðskiptavinum sínum. „Við vilj- um auka vöruframboð og fjölbreytni til viðskiptavina okkar og stefnum að því að bæta við enn fleiri teg- undum af matarpökkum en við bjóðum upp á í dag. Framtíðarsýn okkar er að geta hjálpað fleiri heimilum að geta gætt sér á hollum, fjölbreyttum og góðum mat án vandkvæða.“ Hráefni Lax, 400 g Sellerírót, 400 g Pera, 1 stk. Kínakál, 180 g Kryddblanda: Kóríander, kúmen, paprika, chili, salt Kimchi-dressing : Engifer, 9 g Hvítlaukur, ½ rif Epli, 1/4 stk. Sellerírót, 50 g Chili, 3 g Olía, 50 ml Forhitið ofninn í 200°C hita með blæstri. 1. Flysjið og skerið sellerírótina í kubba, veltið upp úr olíu, salti og pipar og bakið í ofni í 20-25 mín. eða þar til þær eru mjúkar í gegn 2. Dreifið kryddinu á disk. Skerið fiskinn í tvo bita og leggið sárið á fisknum í kryddið. 3. Skerið kálið í grófa bita og veltið upp úr smá salti og leggið til hliðar. 4. Hitið pönnu án olíu og steikið fiskinn á kryddhliðinni í sirka 2 mín. á háum hita. Setjið í eldfast mót og inn í ofn með sellerírótinni í um 5 mín. eða þar til fiskurinn er fulleld- aður. 5. Skerið peruna í bita og blandið saman við kínakál og dressingu. 6. Berið fram fiskinn með sell- erírót og salati. Sótaður lax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.