Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 21
steinum og gulli. Þetta eru miklar gersemar. Þaðan lá leiðin í annan sal þar sem voru sleðar og vagnar keisarafjölskyldunnar, gríðarleg tæki, mikið skreytt, og svo var þar kjólasafn keis- araynjanna í glerkössum. Sannarlega mikilfenglegt að skoða það og eftirminnilegt. Mér fannst slæmt að ekki mátti taka myndir nema á geimferðasafninu, en áttaði mig á því þegar ég kom út að hægt var að kaupa leyfi til myndatöku þar. Biðröðin var hins vegar svo löng að ég nennti ekki að fara í hana aftur …“ Stefán Jón er úr Hrísey og bjó lengi á Akureyri. „Ég starfaði þar sem rafvirki en eftir að ég missti þáverandi eiginkonu mína árið 1998 ákvað ég að fara til Ameríku og lærði þar flugvirkjun. Ég var nýorðinn fimmtugur þegar ég lauk námi árið 2001. Var því dálítið seinn í þessu.“ Hann starfaði fyrst hjá Atlanta, bæði í Alsír og Sádi-Arabíu, en hefur unnið hjá Icelandair á Keflavík- urflugvelli síðustu ár. Stefán Jón segir ekkert að óttast í Moskvu og hann telji sig mjög öruggan á ferð þar í borg. „Mér líður miklu betur í Moskvu en víða annars staðar. Til að byrja með var ég að vísu dálítið smeykur í umferðinni, sem er mjög mikil og menn keyra hratt, en þegar ég kom aftur heim sýndist mér umferðin í Reykjavík síst skárri eða jafnvel verri. Í Moskvu gefa menn þó að minnsta kosti stefnuljós!“ Þessi gamla kona í miðborg Moskvu lék á balalækuna sína, um leið og einhver setti pening í öskjuna hennar. Eitt og annað minnti á jólin, m.a. þessi forláta ferðaklósett. St. Basil dómkirkjan við Rauða torgið, séð af báti á ánni Moskvu. Húsið er reyndar ekki lengur notað sem kirkja heldur er þar safn. Þjóðminjasafn Rússa sem stendur við Rauða torgið.Kotelnicheskaya við ána, eitt sjö þekktra háhýsa frá á Stalíntímanum. Dómkirkja Krists frelsara í Moskvu. Þetta er hæsta réttrúnaðarkirkja í heimi. Horft að stjórnarbyggingunum innan Kremlarmúra af báti á ánni Moskvu. Ljósmynd/Stefán Jón 12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.