Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 48
Kardiçali-hjónin ásamt syni sínum, Emin, Halldóru Húnbogadóttur og Árna Inga Stefánssyni, ömmu og afa Daníels litla.
Þ
egar Esat Kardiçali, ræðismaður
Íslands í Izmir, bjó í Kanada í
kringum 1980 fór hann til spá-
konu, Monique að nafni, sem las í
lófann á honum. Færði hún hon-
um margvísleg tíðindi, meðal annars þau að
hann myndi eignast tvo syni innan fárra ára
og svo þriðja soninn löngu síðar. Synirnir
tveir létu ekki bíða lengi eftir sér en Esat var
löngu hættur að gera ráð fyrir þriðja syn-
inum þegar lögreglan heima í Tyrklandi
hringdi óvænt til hans miðvikudaginn 20.
október 2010. Hörmulegt bílslys hafði orðið
skammt frá bænum Mugla, þar sem ungt ís-
lenskt par, Dagbjört Þóra Tryggvadóttir og
Jóhann Árnason, beið bana. Rúmlega sex
mánaða gamall sonur þeirra, Daníel Ernir,
lifði slysið á hinn bóginn af og hafði verið
fluttur á spítala.
Esat rauk strax út af fundi og keyrði af
stað til Mugla, sem er um þriggja og hálfs
tíma akstur frá Izmir. Þegar hann var kom-
inn langleiðina hringdi yfirlæknirinn á spít-
alanum í Mugla í Esat til að tilkynna honum
að þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir fyndist
ekkert að drengnum. Nema hvað hann var
lítillega kvefaður eftir að hafa setið áfram í
bílnum eftir slysið, mögulega í heila klukku-
stund.
„Mér féll allur ketill í eld,“ segir Esat sem
staddur var á Íslandi á dögunum ásamt eig-
inkonu sinni, Iclal, sonunum, Emin og Halil,
og tengdadótturinni Tugçe. „Eins og slysinu
var lýst fyrir mér gekk ég út frá því að
drengurinn væri stórslasaður. Það var því
ótrúlegt að heyra að á honum fyndist ekki
svo mikið sem ein skráma.“
Þegar Esat kom á spítalann í Mugla fékk
hann að hitta Daníel. Ekki nóg með það, yf-
irlæknirinn ætlaðist eiginlega til þess að Esat
færi þegar í stað með hann heim. „Það amar
ekkert að barninu og fyrir vikið erfitt að
halda því hér,“ sagði hann.
Þriðji sonurinn er kominn!
Esat brá við þetta enda hafði hann alls ekki
gert ráð fyrir því að taka barnið með sér
heim. Var ekki einu sinni með barnastól í
bílnum. Hann bað því um frest til morguns
og fallist var á það. Áður en Esat yfirgaf
spítalann gaf hann sér tíma til að kynnast
Daníel og leika aðeins við hann.
Í geðshræringunni hringdi hann í eig-
inkonu sína. Það símtal var nokkurn veginn
svona:
„Sæl, ástin mín!“
„Sæll.“
„Manstu eftir spákonunni í Kanada, Moni-
que?“
„Já, af hverju?“
„Hún hafði rétt fyrir sér.“
„Hvað áttu við?“
„Þriðji sonurinn er kominn.“
„Hvað áttu við, maður? Hvar ertu eiginlega
staddur?“
„Á spítalanum í Mugla.“
„Er allt í lagi með þig?!!!“
Er nema von að aumingja Iclal hafi fengið
klums!
Kardiçali-hjónin mæta til viðtals í Hádegis-
móum íklædd lopapeysum. Þau eru heims-
borgarar en láta samt lítið yfir sér, gætu við
fyrstu sýn alveg eins verið bændahjón að
vestan. Viðmótið er afskaplega hlýtt og stutt í
brosið – hjá þeim báðum. Leitun er að þægi-
legri viðmælendum. Með þeim eru foreldrar
Jóhanns heitins, Halldóra Húnbogadóttir og
Árni Ingi Stefánsson. Með þessu fólki hefur
tekist traust vinátta.
En aftur að símtalinu góða.
Þegar Esat hafði útskýrt málið betur fyrir
Iclal fór hún á fulla ferð að undirbúa komu
Daníels. „Það var mjög langt síðan ég hafði
verið með ungbarn á heimilinu og þess vegna
hringdi ég í mágkonu mína, hún á yngri börn,
og hún kom mér í samband við barnalækni.
Hann gaf mér holl ráð og benti mér á hvað
ég þyrfti að kaupa, svo sem mjólkurduft,
teppi og fleira. Mér varð svo um þetta að ég
bað hann að vera áfram við símann ef á
þyrfti að halda.“
Hún hlær.
Drengurinn grét aldrei
Esat hafði verið í sambandi við íslenska
sendiráðið í Kaupmannahöfn, sem hann heyr-
ir undir, til að upplýsa það um slysið og and-
lát Jóhanns og Dagbjartar. Nú hringdi hann
aftur til að tilkynna að Daníel litli væri
ómeiddur og spítalinn vildi að hann færi heim
með sér. Sendiherrann samþykkti það.
Daginn eftir komu hjónin bæði á spítalann
að sækja Daníel. Var hann þá í góðu yfirlæti
hjá einni hjúkrunarkonunni sem hafði meðal
annars gefið honum brjóst. „Ég hafði stungið
upp á þessu, yrði því komið við,“ segir Esat.
„Drengurinn hafði orðið fyrir miklu áfalli og
ég gekk út frá því að brjóstagjöf myndi róa
hann.“
Það sem Esat vissi ekki á þeirri stundu var
Þegar Guð lokar einum
dyrum opnar hann aðrar
FYRIR FJÓRUM ÁRUM LÉST UNGT ÍSLENSKT PAR, DAGBJÖRT ÞÓRA TRYGGVADÓTTIR OG JÓHANN ÁRNASON, Í HÖRMULEGU BÍLSLYSI Í
TYRKLANDI. SEX MÁNAÐA GAMALL SONUR ÞEIRRA, DANÍEL ERNIR, LIFÐI Á HINN BÓGINN AF. HLAUT EKKI SKRÁMU. RÆÐISMAÐUR ÍSLANDS
Í IZMIR, ESAT KARDIÇALI OG EIGINKONA HANS, ICLAL, SÓTTU HANN Á SÍNUM TÍMA Á SPÍTALANN OG HAFA BUNDIST DANÍEL OG
FJÖLSKYLDU HANS MIKLUM VINABÖNDUM. ÞAU VORU HÉRLENDIS Á FERÐALAGI Á DÖGUNUM.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðtal
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014
Esat Kardiçali hefur verið ræðismaður Ís-
lands í Izmir frá árinu 2000. Íslenskum
ferðamönnum fór á þeim tíma ört fjölg-
andi í Tyrklandi og utanríkisþjónustan fór
að svipast um eftir ræðismönnum til að
greiða götu þeirra ef með þyrfti. Bent var
á Esat og eftir fund með sendiherra Íslands
í Kaupmannahöfn, Helga Ágústssyni,
ákvað hann að slá til enda þótt hann hefði
engin tengsl við landið.
Esat segir mál Daníels vitaskuld langeft-
irminnilegast frá þessum tíma. Oftar en
ekki sé um smærri viðvik að ræða, týnd
vegabréf eða annað slíkt, en einu sinni að-
stoðaði hann veikan mann að komast
heim. Hann náði sem betur fer fullri
heilsu. „Síðan koma sumir og reyna að
selja fisk,“ segir Esat brosandi.
Spurður hvort hann borði sjálfur ís-
lenska fiskinn kinkar hann ákafur kolli. „Að
sjálfsögðu. Íslenski fiskurinn er mikið lost-
æti.“
Esat er í sinni fimmtu heimsókn til Ís-
lands og er löngu fallinn fyrir landinu. „Ís-
land er einstakt hvað varðar náttúru og
hreinleika. Áðan klifraði ég upp á vörðu
við eitthvert vatn. Hvað heitir það aftur,
Árni minn?“
„Þórisvatn,“ svarar Árni um hæl.
„Einmitt,“ heldur Esat áfram. „Þegar
ég horfði yfir vatnið og eyðimörkina í
kring leið mér eins og ég væri geimvera!“
Hann hlær.
Sterkt tónlistarlíf
Iclal tekur í sama streng. „Við höfum
ferðast mjög víða og erum alls ekki óvön
því að sjá ís og eld. Bara ekki á sama tíma.
Það er ekkert land eins og Ísland. Það er
einstakt.“
Hjónin segja fólkið ekki síðra. Það sé
upp til hópa hlýtt og gestrisið.
„Svo er það Harpa,“ segir Esat. „Það er
ótrúlegt að svona lítil þjóð eigi svo glæsi-
legt tónlistarhús. Það sýnir og sannar gæði
samfélagsins. Menning og listir eru snar
þáttur í lífi hverrar þjóðar og þurfa vett-
vang til að vaxa og dafna. Í því tilliti kemur
Harpa sannarlega í góðar þarfir.“
Iclal, sem starfar sem píanisti og kórstjóri,
segir gæði íslenskrar tónlistar hafa komið
sér þægilega á óvart. „Ég hef keypt mikið af
íslenskri tónlist á geislaplötum á ferðum
mínum hér og orðið mjög hrifin. Svo hrifin
raunar að ég var með þáttaröð um íslenska
tónlist í útvarpi heima í Tyrklandi. Ég fékk
sterk viðbrögð við þeim þáttum. Tyrkir eru
greinilega forvitnir um íslenska tónlist.“
Hún ber sérstakt lof á yngri tónskáldin.
Þau séu mörg hver í mjög háum gæða-
flokki og augljóslega undir sterkum áhrif-
um frá hinni stórbrotnu náttúru Íslands.
Leið eins og ég væri geimvera