Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 29
Forstofan er skemmtilega skipulögð og fallega innréttuð. Koparljósið eftir Tom Dixon nýtur sín í borðstofunni. Ljósið hafði verið lengi á óskalistanum þar til Bryndís gaf sjálfri sér það í útskriftargjöf fyrir skemmstu. Eldhúsið er rúmgott en Bryndís segir það ofarlega á óskalistanum inni á heim- ilinu að lakka neðri hluta eldhúsinnréttingarinnar hvítan. Bryndís María og Hermann Freyr. Hönnun og heimatilbúnir munir Í BJARTRI ÍBÚÐ Í HAFNARFIRÐI HAFA BRYNDÍS OG HERMANN KOMIÐ SÉR VEL FYRIR ÁSAMT SYNI SÍNUM. PARIÐ SEGIR HEIMILIÐ EINKENNAST AF SKANDINAV- ÍSKUM STÍL OG GÓÐRI BLÖNDU AF HÖNNUN, ÓDÝRUM LAUSNUM OG EINHVERJU HEIMATILBÚNU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is AÐALATRIÐI AÐ FJÖLSKYLDUNNI LÍÐI VEL Koparastjaki á stofuborðinu. Klassíski apinn eftir Kay Bojesen. Bryndís hefur mikið dálæti á hreindýrum. B ryndís María Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og þolfimiþjálfari í líkamræktarstöðinni Hress, og Hermann Freyr Jóhannsson, nemi í flugvirkjun, búa í rúmgóðri íbúð í Hafnafirði ásamt þriggja ára syni sínum Bergþóri Má. „Ég sæki innblástur mest á netið í gegnum blogg og instagram en ég er nýbyrjuð að nota instagram og það er eiginlega hálf hættulegt. Ég veit að pinterest er líka hafsjór af hugmyndum en ég þori ekki að hætta mér þangað af ótta við tímaþjófnað. Mér finnst þó skemmtilegast þegar ég fæ hugmyndirnar sjálf,“ útskýrir Bryndís María sem hefur verið dugleg við að búa sjálf til fallega muni inn á heimilið. Bryndís segir jafnframt heimilið einkennast að miklu leyti af skandinavískum stíl. „Mér finnst mjög gaman að blanda saman hönnun, ódýrum lausn- um og einhverju heimatilbúnu. Þá fer einnig hreindýrablætið ekki framhjá neinum sem kemur inn á heimilið.“ Spurð hvað skipti mestu máli við innréttingu heimilisins segir Bryn- dís aðalatriði að fjölskyldunni líði vel á heimilinu. „Ég er minna fyrir það að kaupa hluti sem hafa lítið notagildi. Þá þykir mér ótrúlega vænt um hluti sem hafa eitthvað persónulegt gildi fyrir mig eins og erfð- argripir og persónulegar gjafir.“ Bryndís vinnur nú að langtímaföndurverkefni þar sem hún er að gera gólfteppi frá grunni en hún segir þó aldrei að vita hvaða fallegu hlutir detta í innkaupakörfuna í næstu bæjarferðum. „Þar koma nánast allar verslanir til greina. Mér finnst ótrúlega gaman að koma við í Góða hirðinum og elska þegar ég sé hluti þar sem ég get glætt nýju lífi.“ Marmarapúðarnir á hjónarúminu eru úr H&M Home. 12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 OG D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 S M Á V A R A N S T R E Y M I R Í H Ö L L I N A EUFORIA-VASI 24 cm. hár Fullt verð: 4.990 TILBOÐ: 3.743 30 cm. hár Fullt verð: 5.990 TILBOÐ: 4.493 AMBROSIA-VASI Fullt verð: 8.490 TILBOÐ: 6.368 BleikiR púðAR 40% AFLÁTTUR LÍF OG FJÖR Á husgagnahollin.is og með vinum okkar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.