Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 49
að Dagbjört hafði ekki verið með son sinn á
brjósti. Gat það ekki þar sem hún hafði ný-
lokið erfiðri krabbameinsmeðferð. Tyrklands-
ferðin var farin til að halda upp á það en fjöl-
skyldan var búsett í Danmörku. Að öllum
líkindum var þetta því eina nóttin sem Daníel
nærðist á brjóstamjólk.
Kardiçali-hjónin féllu strax kylliflöt fyrir
Daníel. „Það er varla hægt að hugsa sér fal-
legra og betra barn. Hann grét aldrei meðan
hann var í okkar umsjá,“ rifjar Iclal upp. „Við
byrjuðum á því að leika okkur saman og ég
spilaði fyrir hann Hnotubrjótinn eftir Tsjaj-
kovskíj. Það líkaði honum vel. Þetta var mun
auðveldara en mig óraði fyrir; engin vanda-
mál.“
„Annað en börnin okkar!“ skýtur Esat
sposkur inn í.
Öðrum syninum, Emin, sem situr til borðs
með okkur, er skemmt.
Slysið vakti gríðarlega athygli í Tyrklandi
og fjölmiðlar voru fljótir að gefa Daníel nafn-
ið „kraftaverkabarnið“. „Skyldi engan undra,“
segir Iclal. „Börn eru það mikilvægasta í lífi
okkar allra. Eins hörmulegt og slysið var og
sorg aðstandenda Jóhanns og Dagbjartar
mikil þá var Daníel ljósið í myrkrinu.“
Fjölmiðlar tjölduðu á tröppunum
Símtölum rigndi yfir hjónin. Allir vildu vita
hvernig „kraftaverkabarnið“ hefði það, sumar
konur vildu gefa Daníel brjóst og aðrar ætt-
leiða hann. „Tyrkneska þjóðin var greinilega
djúpt snortin,“ segir Esat.
Raunar fannst þeim áhugi fjölmiðla helst til
mikill, blaðamenn og ljósmyndarar tjölduðu
nánast á tröppunum hjá þeim í Izmir fyrstu
dagana. „Þetta var frekar óþægilegt, sér-
staklega þegar við fórum út úr húsi með
drenginn. Nánast eins og paparazzi-stemning
sem við áttum alls ekki að venjast.“
Enn eimir eftir af þessum áhuga. „Það
kom kona til okkar á tónleikum í vor og
spurði hvort við værum ekki örugglega hjón-
in sem önnuðumst um Daníel litla. Hún vildi
endilega vita hvernig hann hefði það,“ segir
Iclal.
Innan fárra daga komu aðstandendur Jó-
hanns og Dagbjartar út að sækja Daníel litla.
Traust vinátta tókst strax með þeim og
Kardiçali-hjónunum. „Við erum afskaplega
þakklát fyrir að Daníel skyldi lenda hjá svona
góðu fólki,“ segir Halldóra Húnbogadóttir,
amma Daníels.
Eiginmaður hennar, Árni Ingi Stefánsson,
tekur í sama streng: „Við fórum fjögur út, ég,
Stefán Friðfinnsson, Gunnar Tryggvason,
bróðir Dagbjartar, og Úlfhildur Áslaug Leifs-
dóttir, eiginkona hans, sem tóku Daníel að
sér. Við vorum hjá Kardiçali-hjónunum í hér
um bil viku og þau reyndust okkur í alla staði
afskaplega vel við þessar erfiðu aðstæður.“
Ert þú ekki afi Daníels litla?
Hann bendir á að starf ræðismanns sé launa-
laust og aðdáunarvert sé hversu mikið Kardi-
çali-hjónin hafi lagt á sig fyrir Daníel. „Við
margbuðum þeim að taka þátt í kostnaði
meðan við vorum úti en þau máttu ekki heyra
á það minnst. Þess vegna ákváðum við að
bjóða þeim hingað í heimsókn,“ segir Árni.
Til gamans má geta að Kardiçali-hjónin
reka barnaskóla í Izmir og hafa nefnt eina
stofuna í höfuðið á Jóhanni og Dagbjörtu.
Árni og Halldóra segja hlýjuna raunar hafa
náð langt út fyrir heimili Kardiçali-hjónanna.
Fljótlega eftir að þau komu út var Árni að
kaupa dagblöð, sem vitaskuld voru uppfull af
fréttum um Daníel og slysið, þegar bláókunn-
ug kona gaf sig á tal við hann. „Ert þú ekki
afi Daníels litla?“ spurði hún. Þegar Árni
svaraði játandi faðmaði hún hann innilega að
sér. „Okkar reynsla af Tyrkjum er sú að þeir
séu afskaplega hlýtt og gott fólk,“ segir Árni.
Kardiçali-hjónin eru í góðu sambandi við
fjölskyldu Daníels og hafa nú í tvígang komið
til Íslands að hitta hana. Þá hafa aðstand-
endur Daníels farið utan til að hitta þau, síð-
ast voru Árni og Halldóra í Tyrklandi í sum-
ar ásamt Gunnari, Úlfhildi og börnum þeirra.
Sá stutti elst upp í góðu yfirlæti hjá Gunn-
ari og Úlfhildi, ásamt þremur börnum þeirra.
Kardiçali-hjónin segja frábært að sjá hann
vaxa og dafna í þeim fríða systkinahópi og
„kraftaverkabarnið“ sé augljóslega í mjög
góðum höndum. „Daníel hefur ekkert breyst,
bara stækkað,“ segir Iclal hlæjandi.
Þetta er fjölskylda mín!
Gunnar Tryggvason og fjölskylda tengjast
Tyrklandi traustum böndum og hann er nú
heiðurskonsúll Tyrklands á Íslandi.
„Mér finnst þetta fólk vera fjölskylda mín í
dag. Ég lít á Árna sem bróður minn,“ segir
Esat og klappar vini sínum á öxlina. „Ekki
óraði mig fyrir því að þetta ræðismannsstúss
mitt myndi leiða mig í þessa átt. En svo lengi
lærir sem lifir. Úr því þetta hörmulega slys
þurfti að eiga sér stað er alla vega jákvætt að
það hafi stuðlað að þessari ómetanlegu vin-
áttu. Þegar Guð lokar einum dyrum opnar
hann gjarnan aðrar.“
Daníel Ernir Jóhannsson, annar frá
vinstri, ásamt uppeldissystkinum sín-
um, Dýrleifu Láru, Vésteini og Leifi
Steini Gunnarsbörnum og velgjörð-
arfólki sínu, Kardiçali-hjónunum.
*Það ervarlahægt að
hugsa sér
fallegra og
betra barn.
Hann grét
aldrei meðan
hann var í
okkar umsjá.
Foreldrar Daníels, Jóhann Árnason og Dagbjört Þóra
Tryggvadóttir, létust bæði í bílslysinu í Tyrklandi.
12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49