Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 15
ég get átt milliliðalaus samskipti við starfs- menn og verið nær þeirra daglega starfi. En ég er svo sem sjaldan á skrifstofunni enda höfum við ýmsar starfsstöðvar og fundahöld eru drjúgur hluti starfsins. Ég er ein af um 400 starfsmönnum hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu sem er á ýmsum stöðum í borginni og ég vil vera í virkum samskiptum við mitt samstarfsfólk.“ Forveri þinn í starfi gekk oft í búningi um götur borgarinnar, ætlar þú að gera það? „Það er auðvitað þannig að hver yfirmað- ur kemur með sínar áherslur. Margar leiðir geta verið að sama markmiðinu og einhver ein leið þarf ekki að vera sú eina rétta. Það fer því eftir fyrirliggjandi verkefnum hvers dags hvort ég er í búningi eða ekki. Að mínu mati snýst lögreglan ekki um lög- reglustjórann eða hvort hann sé í búningi eða ekki. Lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu er hluti af heild, þar sem fjöl- margir leggja hönd á plóg og má nefna að lögreglan býr yfir miklum mannauði lög- reglumenntaðra og annarra starfsmanna sem saman sinna löggæslu um land allt. Sýnileiki lögreglu snýst að mínu mati um að hún sé til staðar þegar borgarinn þarf á henni að halda, að hún komi með stuttum fyrirvara og sinni verkefnum sínum af fag- mennsku og virðingu. Í mínum huga er það besti sýnileiki sem til er. Lögreglan nýtur mikils trausts og við verðum að halda áfram að gera okkar besta til að viðhalda því trausti en eins og áður sagði eru margir starfsmenn hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu sem sinna marg- víslegum verkefnum og saman myndum við eina heild gagnvart borgurunum. Þú ert í annasömu starfi, á það vel við þig? „Já, en ég reyni að muna að þetta er langhlaup en ekki spretthlaup. Ég er bara ein skrúfa í stóru gangverki. Ég á til að taka of mikið að mér og er að reyna að breyta því en það gengur hægt.“ Maðurinn þinn er prestur. Ert þú trúuð? „Já, ég er trúuð. Í dag sæki ég oft guðs- þjónustur og finnst þar gefast einstakt tæki- færi til að hugleiða lífið og tilveruna. Ég og eiginmaður minn höfum leitast við að ala börnin okkar upp með kristileg gildi í huga en í mínum huga er trú einkamál hvers og eins, fólk velur fyrir sig. Ég skipti mér ekki af trúarlífi annarra og vona að aðrir virði slíkt hið sama við mig enda eigum við að bera virðingu fyrir einstaklingum óháð því hvaðan þeir koma og hvaða trú þeir hafa.“ Hvað er þér efst í huga í upphafi starfs hjá nýju embætti? „Lögreglan hefur það vandasama verkefni að framfylgja lögum og reglum í samfélag- inu. Í þeim störfum, eins og öðrum, eigum við að sýna virðingu því fólki sem við sinn- um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er skipuð hæfileikafólki og ég er þakklát fyrir það tækifæri að fá að starfa með því í þeim mikilvægu og krefjandi verkefnum sem lög- gæslan er.“ „Ég legg mikið upp úr því að fá starfsmenn til að vinna með mér og vil skapa með þeim sameiginlega sýn,“ segir Sigríður Björk. Morgunblaðið/Eggert 12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is – hágæða ítölsk hönnun NATUZZI endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna ítalskrar hönnunar. NATUZZI umhverfi,staður þar sem fólki líður vel. 100%made in Italy www.natuzzi.com Komið og upplifið NATUZZI gallerýið okkar NATUZZI BORGHESE MODEL 2826 LEÐUR CT 15 – L220 D103 H73/93 VERÐ 449.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.