Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 Ferðalög og flakk S tefán Jón Heiðarsson, flugvirki hjá Icelandair, hefur farið í þrígang til starfa í Moskvu á vegum félagsins, einn mánuð í senn, en þar skoða flugvirkjarnir ís- lensku vélar fyrir erlent félag. „Ég var einn mánuð í fyrrasumar og reiknaði ekki með að fara nema einu sinni á ári, en tók líka að mér jólatúrinn. Var því í Moskvu á meðan jólin voru haldin hátíðleg hér heima og það kom mér skemmtilega á óvart hve mikið þeir skreyttu á þeim tíma; það var mjög jólalegt í borginni þótt þeir haldi ekki jólin sjálfir fyrr en í byrjun janúar.“ Flugvirkjarnir búa jafnan á hóteli töluvert frá miðbænum; stóru hóteli sem byggt var fyrir Ólympíuleikana 1980. „Við erum um það bil hálftíma í neðanjarðarlest niður að Rauða torginu og ég notaði flest tækifæri sem ég gat til að kíkja þangað og skoða mig um.“ Aftur var Stefán svo í mánuð í rússnesku höfuðborginni í vor. Borgin kom Stefáni Jóni „óskaplega mikið á óvart; ég átti satt að segja von á grámyglulegum stað og skítugum en það var nú öðru nær. Það er gott að vera í Moskvu, borgin er snyrtileg og ekki erfitt að lynda við Rússana; þeir eru þægilegir upp til hópa. Aðallega að það séu tungumálaerf- iðleikar en þá er best að tala íslensku við þá. Þá skilja báðir jafnmikið!“ segir Stefán Jón og hlær. „Það er gríðarlega mikið af flottum byggingum í Moskvu, styttum og minnismerkjum; mér fannst minnismerkið um Pétur mikla til dæmis sérlega áhrifamikið. Mér finnst líka alltaf jafnáhrifamikið að koma á Rauða torgið. Svo heimsótti ég auðvitað Lenín, sem mér fannst merkilegt, og gaman var að koma á geimferðasafnið þeirra. Þar má meðal annars sjá tíkina sem þeir sendu út í geiminn á sínum tíma.“ Sú hét Laika og stytta af henni er í safninu. „Ég fór líka á safn í Kreml sem ég hreifst mjög af, í fyrsta lagi er í þeirri byggingu safn þar sem eru vopn og verjur frá gömlum tíma, margt af því fagurlega skreytt HÖFUÐBORG RÚSSLANDS KOM Á ÓVART Mjög öruggur í Moskvu Ljósmynd/Sigursteinn Sævarsson STEFÁN JÓN HEIÐARSSON, FLUGVIRKI HJÁ ICELANDAIR, HEFUR FARIÐ Í NOKKRAR VINNU- FERÐIR TIL MOSKVU. HÖFUÐBORG RÚSSLANDS KOM HONUM AÐ MÖRGU LEYTI Á ÓVART. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Stefán Jón við dyr dómkirkju Krists frelsara í Moskvu. „Þarna var nóg pláss fyrir bæði mig og guð,“ segir Stefán Jón. Sumir bílir eru hefðfundir, aðrir ekki... Mikið erum fallega bíla í Moskvu, segir Stefán Jón. Við grafhýsi Leníns má sjá þessa mynd af honum sjálfum. Minnismerkið um Pétur mikla var mjög áhrifamikið, fannst Stefáni Jóni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.