Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 S tjórnskipunarreglur á Íslandi og Bret- landi um þingrof og nýjar kosningar eru svipaðar. Forsætisráðherrann fer með það vald. Pólitísk aðferð Á Bretlandi hefur valdheimildin verið mjög virk, en ekki á Íslandi. Þegar líða tekur á kjörtímabil ríkis- stjórnar fer breski forsætisráðherrann að hugsa sí- fellt meir um það, hvenær hagfelldast væri að boða til almennra kosninga. Skoðanakannanir eru birtar reglulega. En forsætisráðherrann liggur ekki yfir þeim. Flokkur hans (þetta á við um báða stóru flokk- ana) er með öfluga rannsóknardeild. Þar gera sér- fræðingar í bakherbergjum margvíslegar kannanir sem eru aðeins birtar húsbóndanum í Downingstræti. Þær upplýsingar eiga að hjálpa honum til þess að taka „mikilvægustu ákvörðun kjörtímabilsins“. Aldrei hefur verið orðað á Bretlandseyjum að þarna sjái glitta í misnotkun á stjórnskipulegu valdi (og drottningunni aldrei komið í hug að hún fari með valdið), þótt augljóst megi vera að það sé iðulega nýtt eftir pólitískum hentugleikum forsætisráðherrans, og helst þá ef stjórnarandstaðan er talin standa illa ein- mitt þá. Sagan sýnir, að forsætisráðherrann fer ekki að hugleiða þingrof og kosningar fyrr en stutt er til loka fimm ára kjörtímabils. Búi ríkisstjórn við mótbyr á síðari hluta kjörtímabils breytir ekki endilega miklu, hvenær forsætisráðherrann blæs til kosninga. Enda hefur það sýnt sig að hafi forsætisráðherrann laka stöðu freistast hann til að draga kosningar eins lengi og fært er, í þeirri von að peningasáldur og há- stemmd loforð á lokaspretti létti róðurinn. En hin dæmin eru til, þar sem skyndiákvörðun um kosningar hefur komið forsætisráðherranum vel og jafnvel dugað til að halda völdum. Önnur umgjörð En það þarf ákveðin skilyrði til þess að brúka megi valdið til að ákvarða kjördag með pólitískan ávinning í huga. Slík skilyrði eru fyrir hendi á Bretlandi, en miklu síður á Íslandi. Þegar breski forsætisráðherrann hefur tilkynnt kjördaginn hafa menn aðeins þrjár vikur í kosninga- baráttu. Á Íslandi má gera ráð fyrir allt að átta vik- um. Á svo löngum tíma getur margt breyst og hann gerir að engu möguleika forsætisráðherrans á að koma andstæðingum sínum úr jafnvægi með ákvörð- un sinni. Þá leiðir íslenska kosningakerfið, hlutfalls- kosningar, til þess að enginn einn flokkur fær hrein- an meirihluta á þinginu. Því sitja jafnan samsteypu- stjórnir á Íslandi, en það telst til undantekninga á Bretlandi. Forystumenn Íhaldsflokksins og Frjáls- lynda flokksins sömdu um það í aðdraganda núver- andi stjórnarsamstarfs að kjördagur væri fastmælum bundinn, í maí 2015. Á Íslandi hefur kerfi samsteypustjórna ekki breytt neinu um formlegan rétt forsætiráðherrans. Það hef- ur þó stundum verið samið um það á milli flokka í samsteypustjórnum að forsætisráðherrann beiti ekki þingrofsvaldi sínu nema með samþykki annarra stjórnarflokka. Bréfritari myndaði fjórum sinnum í röð ríkis- stjórnir sem sátu allar út sín kjörtímabil. Það var gjarnan orðað við hann hvort ekki mætti semja um þingrofsréttinn með framangreindum hætti. Á það var ekki fallist. Sagt að ekki væri heimilt að semja frá sér þennan rétt og þá skyldu sem í honum fælist. En hins vegar var minnt á, að forsætisráðherra sem ætl- aði sér langa viðveru í fremstu röð stjórnmála væri ekki líklegur til að misbeita slíkum rétti gagnvart samstarfsmönnum sínum í ríkisstjórn. Var það látið duga og reyndi aldrei á. UKIP-uppnám Á Bretlandi er uppi dálítið óvenjuleg staða um þessar mundir. Flokkur Breskra sjálfstæðissinna, UKIP, hefur verið að sækja mjög í sig veðrið á undanförnum árum. Þessi flokkur er sagður vera tveggja mála flokkur. Framan af var það vaxandi andstaða við minnkandi sjálfsstjórn ríkja Evrópusambandsins og valdasókn búrókratanna í Brussel á kostnað aðild- arríkjanna, sem ýtti undir UKIP. Viðvarandi andstaða hefur verið innan breska Íhaldsflokksins við Evrópusambandið og einkum markvissa þróun þess í átt til eiginlegs ríkis. Eins og annars staðar hefur breska embættiskerfið að mestu svikið sína að þessu leyti og gengið Brussel á hönd og ekki reynt að spyrna gegn þessari þróun. Forysta breska Íhaldsflokksins hefur ekki talið sig þurfa að koma til móts við óánægjuhópa innan sinna raða, því þeir ættu ekki að neinu að hverfa. Þessi hroki forystunnar er að hefna sín. Tilkoma UKIP er orðin veruleg ógn. Þess vegna lofaði David Cameron fyrir síðustu kosningar að hann myndi tryggja að Lissabonsátt- málinn (sem var nýtt heiti á óbreyttri stjórnarskrá fyrir Evrópu, sem hafði verið hafnað) yrði borinn undir atkvæði í Bretlandi, fengi hann aðstöðu til. Það fékk hann. En í miklum vandræðagangi sveik hann þetta loforð sitt með þeim skýringum að málið hefði verið of langt komið þegar hann kom að því! Í veikri stöðu, sem af þessu leiddi, gaf hann svo annað loforð. Það var um það, að hann myndi árið 2017 efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort Bretar ættu að vera áfram í Evrópusambandinu eða ekki. Hann sagðist ætla að berjast fyrir því, fram til ársins 2017, að ná til baka hluta af þeim fullveldis- fórnum, sem færðar hefðu verið, og þegar það hefði * Lítill vafi er á því, að svikinvarðandi Lissabonsáttmál-ann og þessir síðustu tilburðir hafa ýtt undir það, að ýmsir gamlir kjósendur Íhaldsflokksins hafa hallað sér að UKIP. Reykjavíkurbréf 10.10.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.