Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 Matur og drykkir É g hef ofsalega gaman af því að fá barnabörnin mín heim til mín og ég hef sérstaklega gaman af því að elda fyrir þau og hugsa vel út í hvað ég býð þeim upp á. Stundum er ég með þau öll í mat án foreldra og svo auðvitað eru foreldrar þeirra líka með. En við erum miklir félagar, förum í leikhús saman og ég legg mikið upp úr því að hafa góða aðstöðu hér heima, með sér leikherbergi fyrir þau með alls kyns leik- föngum frá foreldrum þeirra og að þau hafi nóg leikefni,“ segir Jóhanna Jóhannsdóttir, aðstoðarleikskólakennari. Jóhanna segir sína reynslu að börn vilji gjarnan gamla góða og einfalda íslenska heimilismatinn sem hún sjálf ólst upp við. „Ein- faldleikinn slær í gegn hjá þeim og reyndar líka börnunum mín- um í dag, þau kunna betur að meta þennan mat en þegar þau voru að alast upp hjá mér svo að svona réttir eru gjarnan á boð- stólum.“ Jóhanna er líka áhugasöm um hvernig mat börnin hennar á leikskólanum fá og raunar fékk hún uppskriftina að Bessastaða- fiskréttinum upphaflega hjá matráðnum á leikskólanum fyrir mjög mörgum árum. „Börnunum á leikskólanum þótti alltaf svolítil hátíð í bæ þegar þau vissu að það var Bessastaðafiskur í matinn. Ég fékk uppskriftina hjá henni og síðan þá hefur þetta einnig verið hátíðarmatur hjá mér og rétturinn tókst alveg sérstaklega vel í boðinu.“ Boðið tókst ekki síður vel og Jóhanna segir að það hafi verið afar gaman hjá þeim. „Mín kynslóð er svo mikið að sinna sínum barnabörnum og mér finnst það svo skemmtilegt. Fólk gefur sér tíma í þetta, það er gist og þetta verða vinir manns og félagar. Ég var annars búin að ráðfæra mig við þau með matseðilinn og bera undir þau forrétt og eftirrétt. Börnin vita fátt betra en pönnukökur og kleinur. Ég passa alltaf að hafa ekki mat á boð- stólum sem þau eru ekki spennt fyrir, ég vil að þau séu sátt og södd,“ segir Jóhanna en það setti ákveðinn hátíðarbrag að borða pönnukökurnar af mávastelli ömmu en stórfjölskyldan gaf henni það í sextugsafmælisgjöf og vakti það mikla lukku. Helena og Andrea Lapas gæða sér á Bessastaðafiski með tilheyrandi meðlæti. ÞAU YNGSTU ERU GÓÐIR FÉLAGAR OG GESTIR Barnabörnin ákváðu matseðilinn * Mín kynslóð ersvo mikið aðsinna sínum barna- börnum og mér finnst það svo skemmtilegt. Fólk gefur sér tíma í þetta, það er gist og þau verða vinir manns. Barnabörnin með ömmunni frá vinstri: Andréas Lapas, eins árs, Andrea Lapas, 12 ára, Helena Lapas, 5 ára, Margrét Anna Vilhjálmsdóttir, 4 ára, og Jóhann Þór Vilhjálmssson, 11 ára. Og auðvitað amman í miðjunni; Jóhanna Jónsdóttir aðstoðarleikskólakennari. JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR AÐSTOÐARLEIKSKÓLAKENN- ARI ER MIKIL AMMA OG HÉLT SANNKALLAÐ ÖMMUBOÐ Á DÖGUNUM OG BAUÐ BARNABÖRNUNUM UPP Á ÞAÐ BESTA SEM ÞAU VITA Í ÞRÍRÉTTAÐRI MÁLTÍÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Fyrir 4 200 g reyktur lax 4 sneiðar gott heilhveitibrauð 3 egg örlítið smjör salt og pipar Þessi forréttur er einfaldur og þægilegar þegar svangir munn- ar bíða eftir matnum, til að seðja mesta hungrið. Hrærið eggin saman og kryddið með salt og pipar eftir smekk. Bræðið smjörið í potti og hellið hrærunni út í, hrærið í með gaffli eða þeytara. Berið eggjahræruna fram með ristuðu smurðu brauði og leggið þunnar laxasneiðar ofan á. Einfalt og fljótlegt í forrétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.