Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 22
Heilsa og hreyfing Næringarríkt blómkál *Blómkál hefur notið vaxandi vinsælda að und-anförnu og hefur meðal annars verið notað í svo-kölluð blómkálsgrjón og líka sem snarl bakað íofni í stað popps. Jafnan er fólk hvatt til að borðalitríkan mat því hann sé næringarríkastur. Þráttfyrir litinn er blómkál með hátt hlutfall trefja ogB-vítamína. Blómkál er ennfremur á topp tuttugu lista þess matar sem er með hátt hlutfall næring- arefna á móti kaloríum. E rla Sigríður Sigurðardóttir er Íslandsmeistari í kvart- mílu í G- hjólaflokki. Hún er fyrsta konan til að hreppa titilinn eftir að hjólaflokk- urinn var löggiltur inn í MSÍ, Mót- orhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands, og var jafnframt eini kven- kyns keppandinn. Það má í raun segja að hún hafi unnið tvöfalt því hún á von á barni í lok janúar. Erla, sem er 21 árs, stundar jafnframt nám við Borgarholtsskóla og stefnir á að ljúka námi til stúdentsprófs um jólin, í tæka tíð fyrir fæðingu barns- ins. Eldri bróðir hennar líka í kvartmílunni Erla Sigríður keppir á 600 cc Ya- maha-mótorhjóli í kvartmílunni en í hennar flokki eru hjól undir 900 cc. Hún kynntist mótorhjólum í gegn- um eldri bróður sinn, Inga Björn Sigurðarson. „Hann er búinn að keppa í kvartmílu í mörg ár og varð Íslandsmeistari árið 2012. Ég sé þetta fyrst hjá honum og hef oft fylgst með honum keppa,“ segir hún en hann keppir í G+ flokki. „Svo ákváðu vinir mínir að fá sér hjólapróf síðasta sumar. Ég fékk ekki leyfi til að taka hjólaprófið hjá pabba. Hann tók þetta ekki í mál og sagði að þetta væri tæki sem ég væri að fara að drepa mig á. Hon- um fannst nóg að hafa eitt barnið sitt í þessu,“ útskýrir Erla sem fór þrátt fyrir þetta í mótorhjólaprófið. „Ég ákvað að taka hjólaprófið þegar pabbi var í útlöndum. Hringdi í Björgvin ökukennara sem er frændi minn,“ segir hún en sá var aldeilis hissa á því að pabbi hennar væri búinn að samþykkja þetta og féllst á að kenna henni. „Þetta tók þrjár vikur í heildina,“ segir Erla, sem fékk prófið í júní 2013. „Birgir vinur minn keypti sér mótorhjól og ég keypti hluta í hjól- inu með honum. Ég vildi ekki hafa þetta á mínu nafni svo pabbi yrði ekki brjálaður,“ segir hún. „Birgir sagði að ég ætti hjólið og ég sagði að hann ætti hjólið. Síðan komst þetta allt upp þegar foreldrar okkar fóru að tala saman,“ rifjar hún upp og eftir þetta fór allt í gang en það var bróðir hennar sem fyrstur hvatti hana til að keppa. „Síðan var haldin kvartmílu- keppni undir lok júní þegar ég var búin að vera með próf í tvær vikur. Þá ákvað bróðir minn að draga mig með sér upp á braut, að ég skyldi gjöra svo vel að keppa, það væri engin stelpa í þessu og þetta væri tilvalið fyrir mig,“ segir hún. „Ég var svolítið stressuð en fór upp á braut og það gekk bara vel. Svo keppti ég allt það sumar og endaði í þriðja sæti til Íslandsmeistara og var valin nýliði ársins hjá Kvart- míluklúbbnum.“ Hjólið bilaði fyrir síðustu keppnina Í ár varð hún eins og fyrr segir Ís- landsmeistari en seinasta keppnin hefði getað spillt öllu. „Ég lenti í því fyrir síðustu keppnina að hjólið mitt bilaði,“ segir hún og ekkert gekk að fá varahluti Þetta er annað sumarið sem Erla Sigríður keppir í mótorhjólakeppnum. Fyrsta sumarið lenti hún í þriðja sæti til Íslandsmeistara og var valin nýliði ársins hjá Kvartmíluklúbbnum. Í ár varð hún síðan Íslandsmeistari. Morgunblaðið/Golli KEPPTI Í FYRSTA SINN TVEIMUR VIKUM EFTIR AÐ HÚN FÉKK MÓTORHJÓLAPRÓFIÐ Passaði ekki lengur í gallann ERLA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR ER FYRSTA KONAN TIL AÐ VERÐA ÍSLANDSMEISTARI Í KVARTMÍLU Í MÓTORHJÓLAFLOKKI OG VAR JAFN- FRAMT EINI KVENKYNS KEPPANDINN. ÞAÐ MÁ SEGJA AÐ HÚN HAFI UNNIÐ TVÖFALT ÞVÍ HÚN Á JAFNFRAMT VON Á BARNI Í JANÚAR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.