Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 14
S
igríður Björk Guðjónsdóttir er
fyrsta konan til að gegna starfi
lögreglustjóra á höfuðborg-
arsvæðinu og tók við embættinu
1. september síðastliðinn. Hún
hefur áður starfað sem lögreglustjóri á Suð-
urnesjum, aðstoðarríkislögreglustjóri, sýslu-
maður og lögreglustjóri á Ísafirði og skatt-
stjóri á Vestfjörðum.
Hún er fyrst spurð hvort henni finnist
sem fyrsta kvenlögreglustjóra á höfuðborg-
arsvæðinu að hún sé að koma inn í karlaver-
öld. „Ég kom fyrst inn í karlaveröld fyrir
mörgum árum þegar ég varð skattstjóri og
hef lengi starfað í karllægum heimi. Á þeim
vinnustöðum sem ég hef starfað hafa verið
öflugar konur og þeim fer fjölgandi í kring-
um mig,“ segir hún.
Hefur verið erfitt að vinna í þessum karla-
heimi?
„Oftast hefur gengið mjög vel, en það
komu tímabil sem voru erfiðari. Ég fann fyr-
ir hindrunum sem ég fór í gegnum og eru
yfirstaðnar. Eftir stendur að ég hef eignast
marga góða vini í gegnum starfið og þykir
afskaplega vænt um samstarfsfólk mitt.
Samstarfið hefur gengið vel.“
Nú ertu í nýju starfi sem lögreglustjóri,
finnurðu á einhvern hátt fyrir þessu gamla
viðmóti sem þú varst að lýsa?
„Nei, ég hef ekki gert það. Ég átti ekki
von á að vera illa tekið en hef jafnvel fengið
hlýrri móttökur en ég átti von á. Ég hef
ekki fundið vott af neikvæðni í minn garð.
Ég legg mikið upp úr því að fá starfsmenn
til að vinna með mér og vil skapa með þeim
sameiginlega sýn þannig að við vitum öll
hvert við erum að stefna og hvað við þurfum
að gera til að komast þangað.“
Hvað er það sem leiddi þig á slóð lögregl-
unnar í upphafi?
„Það var nokkuð óvenjuleg leið því hugur
minn stefndi í störf hjá Evrópusambandinu í
einhverri mynd. Eftir nám í lögfræði fór ég
í framhaldsnám í Kaupmannahafnarháskóla
þar sem ég var í einn vetur og kynnti mér
meðal annars Evrópurétt. Ég drýgði tekjur
fjölskyldunnar með því að skrifa pistla fyrir
þáverandi ríkisskattstjóra um skattarétt og
fannst skattarétturinn smám saman áhuga-
verðari en Evrópurétturinn. Skömmu eftir
heimkomu hélt ég svo vestur á firði sem
skattstjóri. Eiginmaður minn hóf störf sem
prestur Íslendinga í Svíþjóð árið 2000 og ég
tók leyfi frá störfum og fylgdi honum þang-
að. Þar gerði ég aðra atlögu að Evrópurétt-
inum og lagði stund á meistaranám í Lundi.
Að námi loknu var ég skipuð sýslumaður
á Ísafirði. Um næstu áramót verða skilin að
hlutverk sýslumanns og lögreglustjóra en á
þessum tíma var sýslumaður jafnframt lög-
reglustjóri og tollstjóri meðal annarra verk-
efna. Ég fékk mikinn áhuga á lögregluhlut-
anum í starfinu og fór að læra meira um
stjórnun lögreglu. Það sem höfðar til mín
varðandi löggæsluna er fyrst og fremst það
hvernig lögreglan mætir samfélaginu og
hvaða kröfur samfélagið gerir til lögreglu
hverju sinni.
Það skiptir mig líka máli að nýta styrk-
leika samstarfsmanna og ala upp nýja leið-
toga innan stofnunar eins og lögreglunnar,
og mikilvægt er að hafa í huga að ánægja í
starfi skilar sér beint til borgaranna. Þá er
samstarf algjört lykilatriði í okkar starfi og
mikil gerjun í gangi um þessar mundir varð-
andi það hvernig efla megi samstarf milli fé-
lagsmálayfirvalda og lögreglu svo og ann-
arra samstarfsaðila og hagsmunaaðila.
Almannavarnakerfið er til mikillar eft-
irbreytni varðandi samhæfingu og samstarf,
þar sem það byggist upp á ólíkum einingum
sem hver og ein hefur mikilvægt hlutverk,
en þær vinna svo einnig saman eins og ein
heild á grundvelli hins svokallaða SÁBF-
kerfis.
Undanfarið höfum við verið upptekin af
því hvernig við eigum að mæta þeirri þróun
sem snýr að refsiverðri háttsemi með at-
beina netsins, en hún birtist í ýmsu formi og
má þar nefna tælingu, auðgunarbrot og of-
beldi gegn börnum á netinu. Á örfáum árum
hefur innbrotum á Íslandi fækkað um 60-70
prósent en annars konar glæpir eru meira
áberandi. Samfélagið breytist og lögreglan
þarf að laga sig að nýjum aðstæðum og ná
samvinnu við aðra mikilvæga samstarfsaðila
í samfélaginu.“
Heimilisofbeldi ekki einkamál
Hverju viltu breyta hjá lögreglunni?
„Ég vil stilla ýmislegt af hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu og sé ýmis sóknarfæri.
Krafan til opinberra stofnana er aukin skil-
virkni og hagræðing í rekstri. Embætti rík-
islögreglustjóra og lögreglustjórans á höf-
uðborgarsvæðinu eru því að þétta raðirnar
og auka samvinnu og leita leiða til að fyr-
irbyggja tvíverknað. Framundan eru spenn-
andi og breyttir tímar þegar lögregluemb-
ættum verður fækkað og þau stækkuð og
lögreglan skilin að fullu frá sýslumönnum.
Þá verða til níu öflug umdæmi í héraði. Það
er æskilegt að styrkja almenna löggæslu og
stjórnvöld hafa varið verulega auknum fjár-
munum til þess, eða um tveimur milljörðum
á fjórum árum.
Ég vil að embætti lögreglustjórans á höf-
uðborgarsvæðinu verði vinnustaður þar sem
fólki líður vel og álag er viðráðanlegt. Það á
að vera ljóst hvaða kröfur eru gerðar um
færni í starfi og upplýsingastreymi á að vera
gott. Innan embættisins eru margar einingar
og við fyrstu sýn mætti styrkja rekstr-
argrundvöllinn með aukinni samvinnu og
hreyfanleika á milli þeirra. Kjarninn í öllu
okkar starfi á að vera þjónustan sem við er-
um að veita og við eigum sífellt að vinna að
umbótum í anda straumlínustjórnunar. Ég
er í jafnréttisnefnd lögreglunnar og á
undanförnum árum hefur lögreglan, undir
forystu ríkislögreglustjóra, leitast við að
fjölga konum á öllum starfsstigum í lögregl-
unni. Tilgangurinn er að búa til blandaðan
vinnustað sem speglar samfélagið sem við
þjónum. Ég hlakka til þegar við komumst á
þann stað að kyn skipti ekki lengur máli í
þessu efni, þar sem blönduð lögregla á öllum
starfsstigum þyki sjálfsögð og eðlileg.
Út á við vil ég vinna að því að enn betur
sé tekið á ofbeldismálum og kynbundnu of-
beldi. Sú vakning er reyndar hafin og það
kom mér verulega á óvart að sjá hversu
langt Reykjavíkurborg er komin í þessu efni.
Góð verk eru unnin á svo mörgum stöðum í
samfélaginu en það þarf að tengja aðila enn
betur saman. Á vormánuðum fórum við
nokkur frá lögreglunni á Suðurnesjum í
heimsókn til lögreglunnar í Manchester. Þar
hefur þróunin meðal annars verið sú að fé-
lagsráðgjafar og lögreglumenn vinna saman
í sameiginlegu rými að ákveðnum málaflokk-
um, svo sem forvörnum og fleiru.
Við eigum að gera allt sem við getum til
að hjálpa þeim sem eru í viðkvæmri stöðu
og það á til dæmis við um þolendur heimilis-
ofbeldis. Sama gildir um mansal, þar eru
fórnarlömb sem gefa sig ekki fram við okkur
heldur þarf að sækja þau. Einn þátturinn í
að berjast gegn heimilisofbeldi er að mót-
mæla því kröftuglega og senda skýr skilaboð
um að við ætlum að gera allt sem við getum
til að sporna við því. Á Suðurnesjum var
mörkuð sú stefna að heimilisofbeldi væri
ekki einkamál fólks heldur vandamál sam-
félagsins og sveitarfélögin tóku höndum
saman við lögreglu til að vinna þeirri stefnu
brautargengi.
Ofbeldi gagnvart börnum er mér ofarlega
í huga en það er eitt það hræðilegasta sem
hægt er að hugsa sér. Við hljótum öll að
vera sammála um að vernda beri börnin sem
okkur er trúað fyrir. Fíkniefnaneysla ung-
linga er áhyggjuefni og við hljótum að íhuga
hvað kerfið getur gert til að sporna við
henni. Það sama á við um sjálfsvíg ung-
menna, við verðum að íhuga hvað þar er til
ráða.“
Milliliðalaus samskipti
Ég verð að spyrja þig um lekamálið, finnst
þér eðlilegt að ráðherra ræði við lög-
reglustjóra meðan mál ráðneytis hans er í
lögreglurannsókn?
„Ég tjái mig ekki um hið svokallaða leka-
mál.“
Það komst í fréttir að þú hefðir fært
skrifstofu þína á Hverfisgötunni þegar þú
tókst við starfi lögreglustjóra. Varstu að
senda einhver skilaboð með því að skipta um
skrifstofu?
„Mér finnst val á skrifstofu í þeirri stóru
byggingu sem lögreglustöðin á Hverfisgötu
er ekki vera fréttnæmt í sjálfu sér. Til að
heyra hvað betur megi fara er mikilvægt að
fá það frá fyrstu hendi og fá sjálf tilfinningu
fyrir því hvernig málið er vaxið. Ég var því
að leitast við að búa mér til stöðu þar sem
Langhlaup, ekki
spretthlaup
SIGRÍÐUR BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR, LÖGREGLUSTJÓRI Á HÖFUÐBORG-
ARSVÆÐINU, RÆÐIR UM ÁHERSLUR SÍNAR Í STARFI OG ÞÆR BREYTINGAR
SEM HÚN VILL GERA, EN HÚN SEGIST SJÁ ÝMIS SÓKNARFÆRI. HÚN VILL AÐ
ENN BETUR SÉ TEKIÐ Á OFBELDISMÁLUM OG KYNBUNDNU OFBELDI.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
* Við eigum að gera allt sem við getum til aðhjálpa þeim sem eru í viðkvæmri stöðu og það átil dæmis við um þolendur heimilisofbeldis. Sama gild-
ir um mansal, þar eru fórnarlömb sem gefa sig ekki
fram við okkur heldur þarf að sækja þau. Einn þátt-
urinn í að berjast gegn heimilisofbeldi er að mótmæla
því kröftuglega og senda skýr skilaboð um að við ætl-
um að gera allt sem við getum til að sporna við því.
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014
Svipmynd