Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 50
F östudaginn 10. október var al- þjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur. Þetta er mikilvægur dagur fyrir sam- félagið allt. Heilsan er okkur öllum mikilvæg og ekki síst geðheilsan. Dagskráin í kringum 10. október er fjöl- breytt og hana má finna á www.10okt.com en hún stendur yfir frá 9. til 15. október. „Dagurinn er gríðarlega mikilvægur í því skyni að vekja athygli á málefninu, draga úr for- dómum og vera sýnileg,“ segir Bergþór Böðvarsson, formaður Styrktarfélags geðheilbrigðisdagsins og fulltrúi notenda við geðsvið Landspítalans. Þemað í ár er „Lifað með geðklofa“ og eru mismunandi þema fyrir hvert ár. „Við viljum að allir taki þátt í þessu með okkur því það eru fordómar, ekki bara í umræðunni heldur í hugsuninni.“ Snertir allt samfélagið Landssamtökin Geðhjálp, hagsmunasamtök þeirra sem láta sig geðheilbrigði varða, héldu einnig upp á 35 ára afmæli sitt með geðmaraþoni í Kringlunni 9. október, svo af nógu er að taka. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir mikið vatn hafa runnið til sjávar frá því að Geðhjálp var stofnuð. „Miklar framfarir hafa orðið hvað varðar þjónustu og réttindi, margir öflugir fulltrúar not- enda hafa stigið fram og margt spenn- andi í bígerð. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi hópur stendur enn í skugg- anum,“ segir Anna Gunnhildur. „Þetta er hópur sem verður fyrir hvað mestri mis- munun og hvað mestum fordómum í sam- félaginu öllu. Ég held líka að fæstir átti sig á því að ríflega 38% öryrkja eru það á grundvelli geðrænna erfiðleika. Um fjórðungur Vesturlandabúa upplifir ein- kenni einhvers konar geðröskunar ein- hvern tíma um ævina. Þá erum við að tala um fæðingarþunglyndi, þunglyndi í kjölfar atvinnumissis, makamissis eða því- umlíkt. Með aðstandendum erum við því að tala um að geðsjúkdómar snerti nán- ast hverja einustu fjölskyldu í landinu. Þess vegna er merkilegt hvað fordómar lifa enn góðu lífi í samfélaginu.“ Sjónvarpsefni hefur áhrif Anna Gunnhildur bendir á að þegar bandarískt sjónvarpsefni sé skoðað, komi í ljós að geðsjúkir séu í um 60% tilvika glæpamenn eða vitorðsmenn glæpamanna. Sú birtingarmynd ýti undir fordóma gagnvart því að fólk með geðsjúkdóma sé ofbeldisfyllra en annað fólk. Þessi birting- armynd eigi sér ekki stoð í raunveruleik- anum. „Við í Geðhjálp höfum líka bent á það að þegar fólk sem á sér sögu um að hafa fengið geðræna sjúkdóma brýtur af sér, þá er sjúkdómurinn yfirleitt dreginn fram sem orsök að verknaðinum. En or- sökin er oftast allt önnur. Vímuefni geta komið við sögu, einelti eða önnur per- sónuleg mál. Ef viðkomandi sem brýtur af sér hefur glímt við ristilskrabbamein eða brjóstakrabbamein þá er það nánast aldrei dregið fram. Það virðist vera í lagi að draga fram sjúkrasögu viðkomandi ef það eru geðrænir erfiðleikar. Þetta er auðvitað ekki nógu gott og ýtir undir og ýkir frekari fordóma, einkum meðal ómót- aðs fólks eins og unglinga.“ Ströng barátta framundan Þau eru mörg verkefnin sem þarf að tak- ast á við að mati Önnu Gunnhildar þar sem fordómar eru augljóslega ofarlega á lista. „Það var gerð könnun sem leiddi í ljós að atvinnurekendur eru síst tilbúnir til að ráða til sín fólk úr hópi geðfatlaðra af öllum hópum fatlaðra. Eins þarf að gera átak í búsetumálum fyrir fólk með geðræna erfiðleika. Það er alltof stór hópur sem bíður eftir að komast í bú- setukjarna eða félagslegt leiguhúsnæði. Ekki er langt síðan fréttir bárust af því að 13 manns biðu á Kleppi eftir því að komast í húsnæði við hæfi. Ef fólk er á geðsjúkrahúsi án þess að vera veikt, get- ur sjúkrahúsvistin haft neikvæðar afleið- ingar fyrir batann,“ segir Anna Gunn- hildur. Bergþór tekur undir þetta og segir það erfitt fyrir fólk að fá heimili. „Það er erfitt að finna búsetu fyrir fólk með geð- ræna erfiðleika, margir eru fastir inni á Kleppi,“ segir Bergþór. Anna Gunnhildur vill meðal annars efna til átaks í forvörnum því baráttunni sé ekki lokið. „Við höfum auðvitað unnið marga sigra, en baráttan framundan er löng. Efna þarf til átaks í forvörnum, styrkja fyrsta stigs þjónustu, stuðla að því að sjálfræðiþjónusta verði niðurgreidd og líta sérstaklega til minnihlutahópa eins og innflytjenda, eldra fólks og ungmenna með tvíþættan vanda. Ekki má heldur gleyma því að ástandið í fangelsunum hefur lengi verið óásættanlegt. Það er margt sem þarf að gera og hópurinn stækkar með hverju árinu. Á móti kemur að umræðan virðist vera að vakna og feta í rétta átt. Þó að við finnum enn fyrir fordómum er fjölmennur hópur að leggjast á árarnar með okkur í barátt- unni. Síðast en ekki síst er jákvætt að sífellt fleiri notendum hefur með valdefl- ingu tekist að ná jafnvægi og jafnvel bata af sjúkdómi sínum. Margir hafa sagt sögu sína og orðið þannig fyrirmyndir fyrir aðra notendur. Þessi þróun er án efa skærasta ljósið í framtíðinni.“ Standa enn í skugganum ALÞJÓÐLEGI GEÐHEILBRIGÐISDAGURINN ER HALDINN HÁTÍÐLEGUR 10. OKTÓBER ÁR HVERT. TALSMENN SEGJA MIKLAR FRAMFARIR HAFA ORÐIÐ HVAÐ VARÐAR RÉTTINDI OG ÞJÓNUSTU ÞEIRRA SEM GLÍMA VIÐ GEÐRÆNA ERFIÐLEIKA EN ÞÓ SÉU ENN MIKLIR FORDÓMAR SEM ÞURFI AÐ UPPRÆTA. FORVARNIR LEIKI ÞAR STÓRT HLUTVERK. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Elísabet Eyjólfsdóttir tók lagið og söng ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi á geðmaraþoni í Kringlunni. Morgunblaðið/Golli Að sjálfsögðu var boðið upp á dýrindis afmælistertu og drykki til að skola góðgætinu niður. Morgunblaðið/Golli Frá vinstri: Eyjólfur Kolbeinsson, Ólafur Samúels og Kristín Bjarnadóttir drógu fram skemmtilega mynd fyrir ljósmyndara sem tekin er fyrir einhverjum árum af Eyjólfi og Ingibjörgu Sólrúnu. Vin, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, hélt opið hús í vikunni sem var liður í dagskrá geðheilbrigð- isdagsins og var þar að finna falleg listaverk. Kristín Bjarnadóttir ásamt glæsilegu verki eftir sig. Anna Gunnhildur Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Eggert Úttekt 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.