Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014
Á morgun, sunnudag, klukkan 20 munu
fyrstu kvöldtónleikar vetrarins í Hafnarborg
fara fram. Gunnar Kvaran sellóleikari og
Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leiða þá
tónleikagesti inn í heillandi heim tónlistar-
innar og leika margar þekktar tónlistar-
perlur. Þau flytja „Ave Maria“ eftir Bach-
Gounod, „Svaninn“ eftir Saint-Saëns,
„Rondo og Menuett“ eftir Boccherini,
„Nótt“ eftir Árna Thorsteinsson og fleiri lög,
sem margir þekkja en þar að auki flytja þau
lengri tónverk eftir Robert Schumann og
Francois Couperin. Tvíeykið hefur starfað
saman í meira en tuttugu ár og saman hafa
þau meðal annars haldið yfir 200 tónleika
fyrir íslensk skólabörn.
TÓNLEIKAR Í HAFNARBORG
KLASSÍSK VERK
Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir.
Tónlist Leifs Þórarinssonar fær að njóta sín.
Morgunblaðið/Einar Falur
Viðburðurinn Lífsneistar Leifs Þórarinssonar
verður haldinn á morgun, sunnudag, klukkan
17.15 í Norðurljósasal Hörpu. Um er að
ræða tónleika þar sem tónlist tónskáldsins
Leifs Þórarinssonar fær að njóta sín. Caput
hópurinn stendur að tónleikunum en með
þeim vill hópurinn heiðra minningu Leifs í til-
efni þess að í ágúst síðastliðnum voru liðin
áttatíu ár frá fæðingu hans. Flutt verða nokk-
ur af meistaraverkum Leifs, verk sem heyrast
nær aldrei, en efnisskráin spannar nánast all-
an tónsmíðaferil hans. Samhliða viðburð-
inum verða gefnar út tvær ritgerðir Kolbeins
Bjarnasonar, flautuleikara Caput hópsins, um
tónlist Leifs. Einnig verður opnuð heimasíða
tileinkuð Leifi á tónleikadaginn.
CAPUT MEÐ TÓNLEIKA
LEIFUR HEIÐRAÐUR
Listamaðurinn Finnbogi
Pétursson opnaði nýverið
einkasýningu í Wood
Street Galleries í Pitts-
burgh í Bandaríkjunum.
Sýningin er fyrsta einka-
sýning Finnboga vestan-
hafs en hún ber nafnið SE-
COND/SECOND. Um er
að ræða einskonar hljóð-
innsetningu þar sem vatn-
ið er í forgrunni en Finnbogi hefur mikið
unnið með hljóðverk og umhverfislist. Finn-
bogi lærði fyrst við Myndlista- og handíða-
skólann og síðan við Jan Van Eyck-akadem-
íuna í Hollandi. Hann hefur sýnt verkin sín
víða um heim og var fulltrúi Íslands á Fen-
eyjatvíæringnum árið 2001. Sýningin stendur
til 31. desember.
MEÐ SÝNINGU Í PITTSBURGH
VATNIÐ HEILLAR
Finnbogi
Pétursson
Menning
Í
tíu aldir var hér enginn kaupstaður.
Reykjavík á sér því mjög stutta sögu
sem hófst með Innréttingum Skúla
Magnússonar árið 1751,“ segir Bjarni
Reynarsson sem tekið hefur saman
skipulagssögu Reykjavíkur og höfuðborg-
arsvæðisins í bókinni Borgir og borgar-
skipulag og speglað hana í skipulagssögu
borga á Vesturlöndum.
„Ég hef kennt háskólanemum í mörg ár um
þróun og skipulag borga og átti því til mikið
efni sem var grunnurinn að þessari bók. Auk
þess vann ég á Borgarskipulagi í aldarfjórð-
ung þannig að ég þekki vel skipulagssöguna.
Ég tel að bókin höfði ekki síður til almennings
en fagfólks. Ég afmarkaði viðfangsefnið við
vestrænar borgir og fjalla því ekki um borgir
í þróunarlöndum,“ segir hann en þess má geta
að Bjarni lauk doktorsgráðu í borgarlandfræði
og skipulagsfræði frá Illinois-háskólanum í
Bandaríkjunum árið 1980.
„Það hefur verið mikið skrifað um sögu
Reykjavíkur. Það hefur þó vantað að gera
skipulagssögunni betri skil og setja þróun
borgarinnar í samhengi við þróun annarra
borga. Í bókinni eru kynntar erlendar kenn-
ingar um borgarskipulag og þau áhrif sem
þær höfðu hér á landi. Ég fer yfir þróun
borga í heiminum og tel að við getum lært
margt af sögunni. Bókin sýnir glöggt hvað
Reykjavík hefur misst af mörgum stigum í
hefðbundnu þróunarferli borga,“ segir Bjarni.
Uppbygging bókarinnar
„Þetta er viðamikið rit, um 300 blaðsíður með
um 500 litljósmyndum. Bókinni er skipt í
þrennt. Fyrsti hlutinn er um borgir á Vestur-
löndum. Í byrjun er fjallað um borgarfræði og
rannsóknir á lífsgæðum í borgum. Þá er
fjallað um fyrstu borgirnar í Mið-Austur-
löndum og saga borga rakin fram til dagsins í
dag. Borgir hafa alltaf verið uppspretta menn-
ingar og tækninýjunga í heiminum,“ segir
hann.
„Miðhlutinn er um Kaupmannahöfn, en
rætur skipulagssögu Reykjavíkur má rekja til
Danmerkur. Kaupmannahöfn var fyrsta höf-
uðborg Íslands og var það í tæpar fimm aldir
– gluggi okkar til menningar Vesturlanda.
Það er ágætt að minna á það að fyrstu arki-
tektarnir okkar lærðu allir í Kaupmannahöfn
og komu með þau áhrif hingað heim þegar
Reykjavík fór að vaxa í byrjun 20. aldar,
Rögnvaldur Ólafsson, Guðmundur Hannesson
og Guðjón Samúelsson. Dönsk áhrif voru mik-
il á fyrri hluta 20. aldar. Margir af skipulags-
stjórum borgarinnar lærðu til að mynda í
Kaupmannahöfn. Fyrsta aðalskipulag Reykja-
víkur var auk þess unnið með dönskum ráð-
gjöfum á sjöunda áratug síðustu aldar,“ segir
hann.
„Síðasti og stærsti hluti bókarinnar fjallar
síðan um þróun byggðar og skipulag Reykja-
víkur og höfuðborgarsvæðisins. Þar eru helstu
áföngum í skipulagssögunni gerð skil. Í loka-
kafla bókarinnar er svo fjallað um nýlegar
rannsóknir og kannanir varðandi þróun borg-
arinnar sem ég hef unnið að og viðhorf borg-
arbúa til ýmissa viðfangsefna í skipulagi borg-
arinnar,“ segir Bjarni.
Rætur Reykjavíkur
„Helsta skýringin á því að hér byggðust ekki
upp verslunarstaðir á fyrri öldum er sú að
landsmenn voru bændur og fiskimenn sem
stunduðu sjálfsþurftarbúskap; framleiddu það
sem þurfti til daglegs lífs. Það var því enginn
grundvöllur fyrir mörkuðum og verslunar-
stöðum. Sýslumenn og stórbændur voru á
móti því að hér yrðu byggðir kaupstaðir því
þeir voru hræddir um að missa vinnufólkið frá
sér,“ segir hann.
„Á fyrri hluta átjándu aldar, þegar hagur
þjóðarinnar var sem bágbornastur, voru uppi
hugmyndir um að skapa meiri fjölbreytni í at-
vinnulíf landsmanna. Þá voru nefndir einir sex
staðir á landinu þar sem þéttbýli gæti risið.
Reykjavík er þar hvergi nefnd, en Hafn-
arfjörður kemur til tals í mörgum tillögum.
Þegar Skúli Magnússon fógeti vann að und-
irbúningi Innréttinganna vann hann grein-
argerð þar sem hann bar saman kosti Hafn-
arfjarðar og Reykjavíkur sem staði fyrir
nýjan kaupstað. Hann komst að þeirri nið-
urstöðu að Reykjavík byggi yfir fleiri kostum
og benti á erfiðar samgöngur á landi til Hafn-
arfjarðar, lítið landrými vegna hraunsins og
að engan mó væri að hafa í næsta nágrenni.
Skúli valdi því Reykjavík sem fær síðan kaup-
staðarréttindin árið 1786,“ segir Bjarni.
Stiklur úr skipulagssögu
„Reykjavík óx hægt á seinustu áratugum 18.
aldar og fyrri hluta 19. aldar vegna móðu-
harðinda og Napóleonsstyrjalda. Aukin skútu-
útgerð og sala á saltfiski ýtti undir vöxt
byggðar í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar.
Flutningur helstu stofnana landsins til
Reykjavíkur á fyrri hluta 19. aldar hafði já-
kvæð áhrif og lagði grunninn að því að
Reykjavík varð höfuðstaður landsmanna. Íbú-
ar Reykjavíkur voru sex þúsund manns um
1900. Síðan óx Reykjavík hratt fram undir
kreppu og 1927 er gert fyrsta heildar-
skipulagið fyrir Reykjavík. Stefnan var sett á
að Reykjavík byggðist upp sem þéttur evr-
ópskur bær innan Hringbrautar. Á fjórða ára-
tugnum var farið að byggja utan Hring-
brautar og á tímabilinu 1945 til 1965 voru
byggð upp mörg íbúðahverfi fjarri gamla
bænum án heildarskipulags. Hernámið í seinni
heimsstyrjöldinni hafði mikil áhrif því bragga-
hverfi risu út um allt bæjarlandið. Eitt for-
vitnilegasta tímabil skipulagssögunnar er um
1950 þegar hraðvaxandi bílaeign kallaði á
bætt samgöngukerfi. Margar hugmyndir
komu fram um hvernig ætti að skipuleggja
byggð og gatnakerfi miðsvæðis á nesinu. Í
bókinni geri ég grein fyrir þeim hugmyndum
sem voru á þessum tíma um nýjan miðbæ
annars staðar en í Kvosinni,“ segir Bjarni.
„Fyrsta aðalskipulagið var unnið með að-
stoð danskra sérfræðinga á árunum 1960-
1965. Þar komu fram tillögur um ný úthverfi,
Árbæjar- og Breiðholtshverfi. Lagður var
grunnur að stofnbrautarkerfi höfuðborgar-
svæðisins sem við búum við enn í dag. Upp úr
1980 var farið að skipuleggja Grafarvogshverfi
og um síðustu aldamót Grafarholt, Úlfarsfells-
svæðið og Norðlingaholt. Á þessum tíma voru
uppi áætlanir um flutningahöfn í Eiðsvík og
íbúðabyggð í Geldinganesi. Tillögur um þétt-
ingu byggðar komu fram um 1980 og hafa
borgaryfirvöld lagt stigvaxandi áherslu á að
nýta betur borgarlandið. Í nýjasta að-
alskipulagi borgarinnar er stefnt á að 90% af
nýjum íbúðum verði innan núverandi byggðar
fram til 2030,“ segir hann.
„Þrjár hugmyndabylgjur hafa gengið yfir
Reykjavík frá því hún byggðist, í byrjun ald-
arinnar var það garðborgarstefna. Um 1960
kom tækniskipulagið til sögunnar þar sem
tölvur voru mikið notaðar í útreikningum og
þriðja bylgjan var umhverfisstefnan sem var
ráðandi í kringum 1987 í framhaldi af Rio-
ráðstefnunni,“ segir Bjarni.
Tryggja þarf fjölbreyttar húsagerðir
„Það hefur verið lenska hér á landi að gagn-
rýna skipulag borgarinnar. Að segja að borgin
sé óskipulögð er þó fjarri sanni. Að sjálfsögðu
hafa menn mismunandi skoðanir á skipulagi
Reykjavíkur og jákvæð og uppbyggileg um-
ræða er nauðsynleg. Reykjavík er fjölbreytt
borg og miðborgin er að breytast hratt með
vaxandi fjölda erlendra ferðamanna. Ég tel að
við eigum að fara varlega með fjölgun hótela í
miðborginni og varast að ganga ekki á torg og
önnur almenningsrými,“ segir Bjarni.
„Við þurfum að gæta þess að þétta byggð-
ina ekki of mikið, það þarf að huga vel að
skuggamyndunum og varðveita opin rými.
Samgöngukerfið þarf að miðast við fjölbreytta
ferðamáta og ekki má gleyma því að meiri-
hluti borgarbúa ferðast um á einkabíl. Mik-
ilvægt er að auka íbúafjölda í vesturhluta
borgarinnar og atvinnu og þjónustu í austur-
hlutanum til að draga úr ferðaþörf. Þá er
mikilvægt að blanda íbúðum og þjónustu eins
mikið saman og kostur er,“ segir hann.
„Menn bera stundum Reykjavík saman við
evrópskar stórborgir. Menn tala um Reykja-
vík, London, París og Róm. Það er óraunhæft.
Það er mikilvægt að við höldum í sérkenni
Reykjavíkur, gömul timburhús og varðveitum
yfirbragð eldri hverfa. Það sem gerir Reykja-
vík auk þess að hlýlegri borg er sá mikli gróð-
ur sem þar er að finna og allar sundlaugarnar
okkar. Reyndar gætum við notað heita vatnið
mun meira við mótun umhverfisins. Því er oft
haldið á lofti að allir vilji búa í miðbænum.
„REYKJAVÍK Á EFTIR AÐ BREYTAST MJÖG MIKIÐ Á NÆSTU ÁRUM“
Ó borg mín borg
SKIPULAGSFRÆÐINGURINN BJARNI REYNARSSON GAF Á DÖGUNUM ÚT RITVERKIÐ BORGIR OG
BORGARSKIPULAG ÞAR SEM FARIÐ ER VANDLEGA YFIR ÞRÓUN BORGA Á VESTURLÖNDUM, KAUP-
MANNAHAFNAR OG REYKJAVÍKUR. VERKIÐ, SEM GEFIÐ ER ÚT AF SKRUDDU, ER UM 300 BLAÐSÍÐUR Í
STÓRU BROTI, PRÝTT UM 500 LJÓSMYNDUM, KORTUM OG GRÖFUM.
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is
* Hann komst aðþeirri niðurstöðu aðReykjavík byggi yfir fleiri
kostum og benti á erfiðar
samgöngur á landi til
Hafnarfjarðar, lítið land-
rými vegna hraunsins og
að engan mó væri að hafa
í næsta nágrenni.