Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 40
Tíska AFP *Fatahönnuðurinn John Galliano var í vikunni sem leiðráðinn listrænn stjórnandi franska tískuhússins MaisonMartin Margiela. Margiela er þekkt fyrir frekar látlausarflíkur, en Galliano, sem áður var yfirhönnuður Dior, hefurákaflega áberandi og litríkan stíl. Því verður spennandi að sjá hvaða stefnu Galliano tekur með tískuhúsið. John Galliano til Maison Martin Margiela H vernig skilgreinir þú stíl? Ég held að stíll sé það sem hver og einn skapar sér. Ef þú kaupir fatnað sem þér líður vel í, og gengur með því sem þú átt fyrir, þá ert þú fljót að skapa þinn eigin stíl. Mestu máli skiptir að manni líði vel í fötunum. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Ég á nokkrar uppáhaldsflíkur sem ég hef notað árum saman. Frakkinn sem ég er í á þessari mynd er yfir 20 ára gamall og keypti ég hann í París og hatturinn er eldri og er keyptur í London. Ég hef alltaf verið veik fyrir stórum eyrnalokkum, úrum og stórum veskjum. Ég er einnig mjög veik fyrir skóm. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Að kaupa föt sem ég veit að ég kem til með að nota. Ég held að ég hafi aldrei keypt mér ein- hverja sérstaka tískuflík. Ég veit um leið og ég sé flíkur hvort ég kem til með að nota þær. Ég á engar flíkur sem hafa hangið lengi ónotaðar inni í skáp. Einnig höfða vissir litir til mín. Ég vel oftast fatnað sem ég get notað með öðru sem ég á fyrir. Hvert er eftirlætistískutímabil þitt og hvers vegna? Ég á mér ekkert sérstakt eftirlætistímabil. Mér finnst mörg tímabil falleg og skemmtileg þó svo að ég hafi aldrei keypt mér föt frá þeim. Hvernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? Ég held að ég hafi yfirleitt keypt mér frekar vandaðan klassískan fatnað. Sá fatnaður ber aldurinn vel og ég get notað hann árum saman. Flest þau föt sem ég nota í dag eru 10 ára eða eldri. Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Nei, ég held að ég hafi aldrei keypt mér þannig flík. Hvaðan sækir þú innblástur? Ég held að það að kaupa klassískan og vandaðan fatnað sem manni líður vel í og getur not- að árum saman veiti manni þann inn- blástur og öryggi sem maður þarf til að líða vel. Ertu með eitthvert ráð til eldri kvenna varðandi tísku? Að kaupa sér klassískar og fallegar flíkur sem þurfa ekki að kosta mikið. En ekki að vera að elta tískufatnað fram eftir öllum aldri. Og að kaupa fatnað sem þú getur notað með því sem þú átt. Kaupa frekar fáar en vandaðar flíkur. Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? Í rauninni ekki. Auðvitað er maður fljótur að finna hvaða framleiðandi manni fellur og hvaða verslanir eru með flíkur sem manni fellur. Þetta þarf ekki endilega að vera dýr fatnaður. Hver hafa verið bestu kaupin þín fata- kyns? Silkibuxur og toppur sem ég keypti og notaði þar til að saumakonan sagðist ekki geta gert meira við þessar flíkur. Þennan fatnað á ég enn, þó svo að ég hafi lagt þeim fyrir um 15-20 árum. Þessar flíkur krumpuðust ekki og fór ekkert fyrir þeim í tösku. Og mér leið alltaf vel í þeim. KAUPIR FÁAR EN VANDAÐAR FLÍKUR Dómhildur Arndís Sigfúsdóttir keypti þennan klassíska frakka í París fyrir meira en 20 árum. Hatturinn er enn eldri og keyptur í London. Morgunblaðið/Kristinn Hefur alltaf verið veik fyrir stórum eyrnalokkum Dómhildi líður best í vönduðum fatnaði. DÓMHILDUR ARNDÍS SIGFÚSDÓTTIR HEFUR ÁKAFLEGA FLOTTAN OG EFTIRTEKTARVERÐAN STÍL. DÓMHILDUR KAUPIR YFIRLEITT VANDAÐAN, KLASSÍSKAN FATNAÐ SEM BER ALDURINN VEL OG HÚN GETUR NOTAÐ LENGI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Stórir eyrnalokkar eru í miklu eftirlæti. Dómhildur er veik fyrir stórum veskjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.