Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 2
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014
Svar: Nei, ég sef alveg. Ég held samt að hún
komi hingað og þá er okkur vandi á höndum
því heilbrigðiskerfið okkar er ekki nógu gott.
Marta Rut Pálsdóttir 33 ára
Svar: Það gerist ábyggilega á endanum. Ég er
samt ekkert hrædd við hana núna.
Máney Rós Jónatansdóttir 15 ára.
Svar: Ég veit bara að ebólan er hættuleg og
það hafa margir látist vegna hennar. En hvort
hún kemur hingað veit ég ekki.
Nathalie Sunna Róbertsdóttir 15 ára.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Svar: Ég hugsaði svolítið um veiruna þegar
ég var í London því þar millilenda svo margir
sem hafa verið í Afríku. En á Íslandi finnst
mér ég vera öruggur.
Bren Carruthers 29 ára frá Ástralíu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SPURNING DAGSINS ÓTTAST ÞÚ AÐ EBÓLA BERIST HINGAÐ TIL LANDS?
Snjallúr virðast vera
það sem koma skal. Hin
snjöllu úr mæla skrefa-
fjölda, púls og veita not-
anda ýmsar upplýsingar
sem deila má um hvort
eru gagnlegar eða ekki.
Tækni 36
Í BLAÐINU
Nú er von á nýrri Vísindabók Villa, er margar nýjar uppgötvanir og
tilraunir að finna þar?
Já, það verður fullt af glænýjum tilraunum, fleiri en í síðustu bók og svo kaflar um hitt og
þetta sem er spennandi að velta fyrir sér. Sumt sem virkar flókið er bara mjög einfalt en
svo eru líka hlutir sem okkur finnst óskaplega hversdagslegir en eru ótrúlega flókn-
ir.
Þetta er svo spennandi og gaman að velta hlutum fyrir sér og það er svo gam-
an að tala við krakka um hvernig heimurinn okkar virkar og hvað þetta er
mikið kraftaverk sem fylgir samt ákveðnum lögmálum.
Hvernig verða snjókorn til? Hvað er andefni? Af hverju er nóttin björt á
sumrin en morgunninn dimmur á veturna? Það þýðir að það sé erfitt að
vakna á veturna en vonlaust að fara að sofa á sumrin. Allt þetta er svo
skemmtilegt að hugsa um og á sér skýringar.
Varst þú mikið að pæla í vísindum sem krakki?
Já, ætli það hafi ekki komið í gusum. Ég átti hema í sveit þar sem voru
engin götuljós svo ég sá stjörnurnar mjög vel og þá meina ég svona
vel eins gerist bara fyrir utan þéttbýli, þegar maður sér svo margar að
maður greinir varla stjörnumerkin. Það er ótrúlegt. En ég hef alltaf
verið mjög forvitinn.
Hvað þurfa krakkarnir að hafa í huga þegar þeir gera
tilraunir?
Passa að húsið springi ekki og að heimurinn eyðist ekki.
Nei, nei, bara að hafa gaman af því sem þau eru að gera og skilja
hvers vegna það gerist. Ef eitthvað á að sveiflast, hvers vegna sveifl-
ast það? Ef eitthvað á að gjósa, hvers vegna gýs það? Ef eitthvað á að
svífa, hvers vegna svífur það? Það stendur alltaf í bókinni hvað sé í gangi. Það
er svo gaman að gera tilraunir saman.
Eru krakkar ekki miklu skemmtilegri en fullorðnir?
Jú, miklu skemmtilegri og eru forvitin. Það versta sem gerist þegar við verðum
eldri er ef fólk hættir að vera forvitið og því fer að finnast hlutir bara venjulegir.
Eins og t.d. að það skuli snjóa eða laufblöð falla af trjám. Það er ótrúlega spenn-
andi. Það er líka gaman að skrifa vísindabækur fyrir börn því þær virka fyrir
fullorðna líka – við búum öll í saman heiminum og höfum vonandi flest gaman af
því að velta honum fyrir okkur.
Þeir sem eru börn í dag eru það dýrmætasta sem við eigum. Það dýrmætasta
sem til er í heiminum – því þau eru framtíðin. Þau munu ráða þegar ég verð
orðinn gamall og þess vegna verðum við að leyfa þeim að vera forvitin alla ævi
og gagnrýnin – þá verða þau miklu, miklu klárari en fullorðna fólkið í dag.
Hvað er um að vera 19. október?
Við Sveppi verðum með risa rokktónleika og skemmtun fyrir krakka í Há-
skólabíói. Við héldum svona tónleika í febrúar líka og það var alveg frábært
og meiriháttar gaman. Þetta verður mjög gaman. Gói verður leynigestur.
VILHELM ANTON JÓNSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Kristinn Jakobsson knatt-
spyrnudómari er kempa vik-
unnar og gefur góð heilsuráð.
Hann segir lykilinn að góðum
árangri vera að setja sér tak-
mark, nálgast það af fag-
mennsku, hugsa vel um lík-
amann, æfa, nærast og hvílast vel. Heilsa 25
Reglugerð 814 frá 2010 hafði mikil áhrif á aðgengi
Vopnfirðinga að sundlaug. Heitt vatn
rann beint úr holu í laugina í 65 ár og
þar syntu menn að vild allan sólar-
hringinn. Nú er öldin önnur, þótt
sundlaugarvörðurinn segist ekki
viss um að huglæg girðing haldi
öllum frá þegar laugarsvæðið
sé í raun lokað.
Landið og miðin 12
Dómhildur Arndís
Sigfúsdóttir kaupir frekar
fáar en vandaðar flíkur. Dóm-
hildur hefur lagt það í vana
sinn að fjárfesta í klassískum
flíkum sem endast lengi.
Tíska 40 Vilhelm Anton Jónsson, sem flestir þekkja sem Villa naglbít en þau yngstu eflaust
sem Vísinda-Villa, er margt til lista lagt. Hvort sem er að leika, syngja, stýra spurn-
ingaþætti eða gefa út bækur. Önnur vísindabók frá Villa er væntanleg í lok októ-
ber og mun hann ásamt félaga sínum Sveppa halda veglega rokktónleika 19.
október fyrir krakka og fjölskyldur þeirra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Megum ekki hætta
að vera forvitin