Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 19
12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Margir skella sér í stuttar helgarferðir yfir haust- og vetrartímann og fara í svokallaðar borgarferðir; til borga nær og fjær. Þrátt fyrir að á sumrin sé víðast hvar hið besta og hlýjasta veður yfir sumartímann er kuldinn í borgum Evrópu þó oftar en ekki meiri en hér á Íslandi jafnvel og þrátt fyrir að mælirinn sýni 10 gráður á Celcius í Kaupmannahöfn upplifir fólk það í raun sem mun kaldara því loftið er rakara en hér heima; kuldinn smýgur oft inn í merg og bein. Því er afar mikilvægt að græja sig vel og pakka í ferðatöskuna fatnaði sem fólk tengir ekki við útlönd. Fyrst og fremst ber að nefna húfu og vett- linga því uppgufun líkamshitans er mikil ef fólk gleymir húfunni og þá er ómögulegt að vera að krókna á höndunum þegar skroppið er inn í verslun til að skoða og handleika eitthvað fallegt. Létt ullarnærföt gera gæfu- muninn og hægt er að fá til að mynda nær- buxur úr blöndu af silki og ull víðast hvar í verslunum sem selja hlífðarfatnað. Þá er þægilegt að vera í langerma þunnum bol úr þessari sömu blöndu, eða gammósíum. Gott er að fara reglulega á kaffihús og panta sér heita drykki og fyrir þá sem vilja vera alveg öruggir er hreinlega best að pakka dúnúlpunum til að ferðalagið endi ekki í flensu og kvefi inni á hótelherberginu allan tímann. Það getur líka verið kalt í útlöndum og um að gera að gleyma ekki hlífðarfatnaðinum heima. Gerðu ráð fyrir kulda Yfirlitssýning á verkum eins merk- asta fatahönnuðar Bretlands, Alex- anders McQueen, Alexander McQueen: Savage Beauty, er vænt- anleg í Victoria & Albert-safnið í London. Frá 14. mars til 19. júlí 2015 stendur sýningin yfir en þar má sjá verk hönnuðarins frá útskrift hans árið 1992 til síðustu ókláruðu línu hans fyrir veturinn 2010 en Alex- ander McQueen lést 11. febrúar 2010. Sýningin var áður í Metropolit- an-safninu í New York og naut gíf- urlegra vinsælda. Alexander McQueen lést 11. febrúar 2010. AFP Alexander McQueen í V & A Það er fátt skemmtilegra en að heimsækja flóamarkaði á stað eins og í París í Frakklandi. Þar er að finna ýmsar djásnir, fatnað, skart- gripi, húsmuni og margt margt fleira. Þá er um að gera að skoða og njóta stemningarinnar sem myndast á slíkum mörkuðum enda er hún engu lík. Marché aux Puces de St-Ouen, sem er einn stærsti flóamarkaður í heimi, er staðsettur í París en hann heimsækja um 180.000 manns hverja helgi. Dásamlegur markaður í París sem svíkur engan. Marché aux Puces de St-Ouen er staðsettur á 138/140 Rue des Ro- siers, 93400 Saint Ouen. Morgunblaðið/Ómar Einn stærsti flóamarkaður heims
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.