Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 25
12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 G ælunafn: Kiddi – en oftast kallaður Dóm- arinn. Íþróttagrein/Atvinna: Knattspyrnudómari. Á og stýri Kjöthúsinu ehf. sem er kjöt- vinnsla í Kópavogi. Hversu oft æfir þú í viku? Ég hreyfi mig á einhvern hátt sex daga vikunnar. Meðan leiktímabilið er í gangi þá dæmi ég einn til tvo leiki á viku og þarf þess vegna að haga æfingum samkvæmt leikjaálagi. Knattspyrnudóm- arar æfa eftir sérstöku æfingaprógrammi sem hannað er af dómaraþjálfurum hjá UEFA/FIFA. Einnig til- heyri ég frábærum og metnaðarfullum hlaupahópi sem kallast Árbæjarskokk. Ég hef tekið þátt í mörgum skemmtilegum hlaupum og einnig hlaupið Lauga- vegshlaupið, maraþon í Frankfurt og München og er á leiðinni í Amsterdam-maraþonið. En þetta er ein- göngu gert til að reyna að elta konuna mína sem er frábær hlaupari og er mjög erfitt að ná henni … Hver er lykillinn að góðum árangri? Að setja sér takmark, nálgast það af fagmennsku, hugsa vel um líkamann, æfa, nærast og hvílast vel. Gæta þess að verðlauna sig fyrir rétta hluti og vera sjálfs- gagnrýninn á jákvæðan hátt. Lifa lífinu í núinu og það sem ég hef alltaf haft efst í huga: „Að njóta á meðan maður getur.“ Hvernig er best að koma sér af stað? Afi minn sagði alltaf að það gerðist ekkert fyrr en maður mætir … Temja sér dugnað og áræði; það fæst ekkert ókeypis í þessu lífi, lífið er vinna og ef vel er unnið þá næst árangur og lífið verður ynd- islegt. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Að koma sér af stað. Það er ekkert eins skemmtilegt og að geta hreyft sig eða stundað æfingar í góðra vina hópi og þar fær maður hvatningu og viðmið sem hver og einn setur sér. Við megum ekki líta á það sem sjálfsagð- an hlut að geta æft af kappi eða stundað íþróttir; það er munaður sem maður verður að nýta sér. Við erum bara með þennan eina líkama og förum vel með hann – hann þarfnast hreyfingar. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Þegar við fjölskyldan förum í frí saman þá stundum við hjónin útihlaup á morgnana, sem er náttúrlega frábær hreyfing og þá er samviskan ekkert að naga mann það sem eftir er dags. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Já, ég er menntaður kjötiðnaðarmaður og hef því farið í gegnum töluvert efni sem snýr að næringu og hreysti. Konan er mjög virk í heilsu og hreysti og hún sér um að maður borði fjölbreytta og næringarríka fæðu. En auðvitað sem eigandi kjötvinnslu myndi ég vilja steik í hvert mál en það er auðvitað ekki skyn- samlegt. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég borða mjög mikið af kjúk- lingi, fiski, pasta og grænmeti. En fjöl- skyldan heldur samt í gamlar hefðir og það er reglulega lambalæri með öllum pakkanum, kjöt í potti með grænmeti, fiskur með kartöflum og smjöri og aðrir góðir réttir sem tilheyra gamla tím- anum. Hvaða óhollusta freistar þín? Ég er súkkulaðisjúklingur og svo er einn kaldur alltaf freist- andi. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Fá ráð hjá næringarfræð- ingum, fara eftir leiðbein- ingum og gæta allra öfga. Flýtilausnir gefa aldrei neitt; það tekur allt sinn tíma og aðalmálið er að hugsa um hollustuna og magnið. Það verður einnig að vera einhver hreyfing í pró- gramminu. Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Allt. Ég hef verið á fullu frá því að ég man eftir mér og mér finnst hundleið- inlegt að slappa af. Ég slappa af þeg- ar ég sef og svefninn mætti alveg vera lengri en ég hef bara ekki tíma til að sofa mikið því það er svo gaman að lifa. Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Það er að vita ekki sín tak- mörk, fara of geyst og gera æfingarnar rangt, of þungt, of hratt og of mikið. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Þær eru ótalmargar. Ég hef átt svo frábæra samferðamenn og hef reynt að taka það besta frá þeim, lært af mistökum þeirra og reynt að bæta sjálfan mig með góðum ráð- um, reynslu og jákvæðni. KEMPA VIKUNNAR KRISTINN JAKOBSSON Útihlaup á morgnana í fríum Vel þjálfaðir vöðvar gera það auðveldara fyrir líkamann að losa sig við skaðlegt prótín sem tengist þunglyndi, að því er ný rannsókn á músum hefur leitt í ljós. „Ef þú æfir reglulega og vöðvar þínir eru í þjálfun þá lærir líkaminn að mynda ákveðin ensím sem hreinsa efni sem safnast fyrir þegar þú ert stressaður og eru slæm fyrir líkamann,“ segir skýrsluhöfundur frá Karólínska sjúkrahúsinu. Þjálfaðir vöðvar gegn þunglyndi* Að vera heilbrigður er að hafa sama sjúkdómog nágranninn. Quentin Crisp „Andstætt því sem kemur fram í greinargerð með frumvarpinu benda allar alþjóðlegar rannsóknir til þess að afnám einkasölu á áfengi muni leiða til aukinnar heildarneyslu. Enn fremur sýna rannsóknir að samhliða aukinni áfengisneyslu aukist samfélagslegur kostnaður vegna áfengistengdra vandamála,“ skrifar Geir Gunn- arsson landlæknir í nýrri grein á vef Embættis landlæknis. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingar á lögum er varða versl- un með áfengi. Með frumvarpinu er lagt til að einkasala ÁTVR á áfengi verði aflögð. „Aukið aðgengi að áfengi, sem leiðir til aukinnar áfengisneyslu, er því líklegt til að auka tíðni ofbeldis og annarra samfélagslegra vanda- mála sem geta tvöfaldað sam- félagslegan kostnað vegna áfeng- isneyslu. Því verður að skoða heildarmyndina áður en einkasala ríkisins á áfengi er afnumin, ekki síst í ljósi þess að Alþingi er nú einnig með til skoðunar frumvarp um aðgerðir til að draga úr heim- ilisofbeldi,“ stendur þar ennfremur. Hann skrifar að sterkur vísinda- legur grunnur sé fyrir virkum að- gerðum til að draga úr skaðlegum áhrifum áfengisneyslu. „Stýring á aðgengi að áfengi er árangursrík leið til að takmarka áfengisneyslu og um leið mjög virk forvarn- araðgerð. Rannsóknir á takmörkun að- gengis sýna að takmörkun af- greiðslutíma, fjölda söludaga og sölustaða helst í hendur við minni neyslu og minna tjón af völdum hennar.“ Hann segir að verð og skatt- lagning áfengis sé leið sem margar þjóðir nota og að rannsóknir hafi sýnt fram á að verðlagning hafi áhrif á neysluna. Hagtölur sýni að samhengi sé milli hækkunar áfeng- isskatta, áfengisverðs og fækkunar vandamála sem rekja má til áfeng- isdrykkju. „Niðurstöður rannsókna benda eindregið til þess að einkasala rík- isins á áfengi dragi úr neyslu og tjóni sem af henni hlýst og ef einkasölunni er aflétt aukist heild- arneysla áfengis,“ skrifar land- læknir. Landlæknir segir að mikilvægt sé að lýðheilsusjónarmið verði einnig höfð að leiðarljósi í komandi umræðu um afnám einkasölu á áfengi. Verður að skoða heildarmyndina STÝRING Á AÐGENGI VIRK FORVARNARAÐGERÐ AÐ SÖGN LANDLÆKNIS ER AUKIÐ AÐGENGI AÐ ÁFENGI LÍKLEGT TIL AÐ AUKA TÍÐNI OFBELDIS OG ANNARRA SAMFÉLAGSLEGRA VANDAMÁLA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is M or gu nb la ði ð/ Ó m ar H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 4 -2 1 1 3 525 2080 // sala@valitor.is // www.valitor.is Debetkortum á netinu Taktu á móti Kynntu þér þessa nýjung í síma 525 2080 Nú hefur opnast sá möguleiki að söluaðilar geta boðið viðskiptavinum sínum að nota Visa Electron og Maestro debetkort í vefviðskiptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.