Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 Heilsa og hreyfing L engi vel var talið að helsta leiðin til að missa fitu af líkamanum væri að draga úr neyslu á fitu í fæðu. Rann- sóknir undanfarin ár sýna þó að fitan er nauðsynleg og meiru skiptir að neyta réttrar tegundar af fitu en að sneiða beinlín- is hjá henni. Niðurstöður rannsóknar sem út kom í bandaríska fræðitímaritinu Annals of Int- ernal Medicine benda til þess að þeir sem draga úr neyslu kolvetna séu líklegri til að léttast en þeir sem draga úr neyslu fitu. Ef valið stendur á milli þess að sleppa smjöri eða brauði ætti brauðsneiðin sam- kvæmt þessu að fá að fjúka frekar en smjörið. Fylgst með árangri 148 þátttakenda í tólf mánuði Tilgangur rannsóknarinnar var einfaldlega sá að freista þess að bera saman áhrif af fitusnauðu fæði og kolvetnasnauðu fæði. Rannsóknin var gerð með þátttöku 148 ein- staklinga á aldrinum 22 til 75 ára sem fylgst var með í tólf mánuði. Alls voru 73 ein- staklingar settir á fitusnautt fæði og 75 manns á kolvetnasnautt fæði. Báðir hópar fengu sömu upplýsingar um trefjar (ráðlagt að neyta 25 gramma af trefjum daglega) og um ólíkar gerðir fitu í mat. Báðir hópar fengu almennar upplýs- ingar um hvað felst í hollu mataræði og hvers vegna mataræði skiptir máli fyrir heilsuna. Þá fengu hóparnir upplýsingar um mun á mettaðri fitu og ómettaðri auk þess sem allir þátttakendur voru upplýstir sérstaklega um skaðsemi transfitu. Öllum var ráðlagt að leggja áherslu á einómettaða fitu en forðast alveg eða minnka verulega neyslu á transfitu. Þá voru báðir hópar fræddir um kolvetni og mun á einföldum og flóknum kolvetnum í undirbúningi fyrir rannsóknina. Þátttakendur hittu næringarfræðing viku- lega fyrstu fjórar vikurnar og fengu ráðgjöf, auk þess sem allir fengu handbók með upp- skriftum, matseðlum og leiðbeiningum um hvernig eigi að lesa næringarupplýsingar á matvælum. Í fimm mánuði þar á eftir fengu þátt- tekndurnir stuðning í hópum hálfsmán- aðarlega þar sem þeir gátu sótt sér upplýs- ingar um mataræði og næringu. Síðustu sex mánuðina sem rannsóknin stóð yfir fengu þátttakendur stuðningsviðtöl mánaðarlega þar sem farið var yfir matseðla og næring- arráðgjöf veitt. Árangur mældur í kílóum og fækkun áhættuþátta vegna hjartasjúkdóma Áður en rannsóknin hófst fóru allir þátttak- endur í ítarlega læknisrannsókn þar sem spurt var um venjur, s.s. reykingar og áfengisneyslu, blóðþrýstingur var mældur og þátttakendur vigtaðir og ýmsar mælingar framkvæmdar. Þeir sem þjáðust af hjarta- sjúkdómum eða sykursýki voru útilokaðir frá þátttöku í rannsókninni. Flestir þátttak- enda voru þó í yfirþyngd á mælikvarða BMI-stuðulsins, eða með stuðul upp á um 35 að meðaltali. Fylgst var með árangri þátttakenda eftir 3 mánuði, eftir 6 mánuði og eftir 12 mán- uði. Árangur af breyttu mataræði má mæla á ýmsa vegu en í þessari rannsókn var ætlunin að skoða tvennt sérstaklega; þ.e. hversu mörg kíló þátttakendur misstu á tímabilinu og hvort skilgreindum áhættuþáttum vegna hjartasjúkdóma myndi fækka á því tímabili sem rannsóknin stóð yfir. Hóparnir hafðir sambærilegir Hópunum var raðað saman þannig að þeir væru sambærilegir svo rannsóknin væri sem marktækust. Meðalaldur fólks í hópnum sem fékk fitu- snautt fæði var 47,8 ár og 65 af 73 voru kon- ur. Meðalþyngd hópsins var 97,9 kíló og BMI-stuðull 35,6 að meðaltali. Meðalaldur fólks í hópnum sem fékk kol- vetnasnautt fæði var 45,8 ár og með- alþyngd 96,3 kíló. Að meðaltali var BMI- stuðull þátttakenda í kolvetnasnauða hópn- um 35,2. Í lok rannsóknar, eftir 12 mánuði, hafði hópurinn sem fékk kolvetnasnautt fæði misst að meðaltali 5,3 kíló en hópurinn sem var á fitusnauðu fæði missti 1,8 kíló að meðaltali á tímabilinu. Kolvetnasnauði hóp- urinn missti því 3,5 kílóum meira en sá fitu- snauði. Marktækur munur var einnig á því hversu mikið meira dró úr ýmsum áhættu- þáttum fyrir hjartasjúkdóma hjá hópnum sem neytti kolvetnasnauðrar fæðu en hin- um. Þá er átt við ýmsa mælikvarða, svosem kólesteról, blóðþrýsting, insúlín, fitumassa og ummál. Niðurstöður gefa vísbendingar sem nýtast í frekari rannsóknir Rannsakendur, sem starfa við Tulane Uni- versity í Bandaríkjunum, segja niðurstöð- urnar benda til þess í það heila tekið að fólk missi fleiri kíló og áhættuþáttum fyrir hjartasjúkdóma fækki frekar ef dregið er úr kolvetnum í fæðunni en fitu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur einnig fram að í það heila tekið sé marktækur munur á árangri hópanna. Niðurstöðurnar virðast því gefa til kynna að það sé vænlegra, vilji fólk missa kíló og draga úr hættu á hjartasjúkdóm- um, að skera niður neyslu á brauði en smjöri. Eins og í öllum rannsóknum eru ýmsir fyrirvarar á þessu. Hvorki rannsakendur né ritari þessarar greinar eru sérstakir tals- menn þess að fólk taki svona niðurstöður svo bókstaflega að það umturni sínu eigin fæði í samræmi við þær. Í þeim kafla rann- sóknarinnar þar sem fjallað er um ann- marka hennar er sérstaklega tiltekið að rannsóknin sé frekar lítil. Þá byggi rann- sakendur niðurstöður sínar á því að þátttak- endur gefi réttar upplýsingar um það sem þeir borðuðu meðan á rannsókn stóð, en í þeim efnum er aldrei neitt öruggt. En rann- sakendur telja niðurstöður sínar að minnsta kosti benda til þess að þeir sem þurfa að draga úr þyngd og áhættu á hjartasjúkdóm- um eigi að skoða það alvarlega að draga úr neyslu kolvetna. NÝ BANDARÍSK RANNSÓKN Getty Images BETRA ER AÐ SLEPPA BRAUÐINU EN SMJÖRINU EF MARKA MÁ NÝJA RANNSÓKN Á ÁRANGRI BREYTTS MATARÆÐIS. 148 ÞÁTTTAKENDUM VAR SKIPT Í TVO HÓPA; ANNAR SKAR NIÐUR FITU, HINN SKAR NIÐUR KOLVETNI Í SÍNU FÆÐI. FÓLKIÐ Í SÍÐARNEFNDA HÓPNUM LÉTTIST MEIRA Á EINU ÁRI EN Í ÞEIM FYRRNEFNDA AUK ÞESS SEM ÁHÆTTUÞÁTTUM FYRIR HJARTASJÚKDÓMA FÆKKAÐI. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Frekar smjör en brauð? Stigar eru mis árennilegir og lyftan getur oftar en ekki virst ákjósanlegri kostur. En með því að beina huganum að öllum þeim jákvæðu áhrifum sem stigapríl hefur á heilsuna, s.s. bætt úthald og meiri gleði, má gera tröppurnar meira heillandi. Það er líka almennt góð tilfinning að ganga frekar fyrir eigin orku en vera háð raforku til að komast milli hæða. Tröppurnar teknar framyfir lyftuna Í þennan hóp völdust 73 einstaklingar. Reglurnar voru þessar:  Minna en 30% af daglegri orkuinntöku komi frá fitu.  Að hámarki komi 7% orkunnar frá mettaðri fitu og 55% frá kolvetnum.  Ekki sérstök mörk á kaloríufjölda.  Dagleg hreyfirútína látin halda sér, þ.e. þátttakendur áttu að forðast að breyta frá sínum venjum fyrir rannsóknina en leitast við að gera allt eins og áður fyrir utan breytinguna sem gerð var á mataræði.  Einni máltíð á dag skipt út fyrir fitu- snauðan sjeik eða orkustöng. Fitusnauði hópurinn Í þennan hóp völdust 75 einstaklingar. Reglurnar voru þessar:  Neyta minna en 40 gramma á dag af meltanlegum kolvetnum (kolvetni mínus trefjar).  Ekki sérstök mörk á kaloríufjölda.  Dagleg hreyfirútína látin halda sér, þ.e. þátttakendur áttu að forðast að breyta frá sínum venjum fyrir rann- sóknina en leitast við að gera allt eins og áður fyrir utan breytinguna sem gerð var á mataræði.  Einni máltíð á dag skipt út fyrir kol- vetnasnauðan sjeik eða orkustöng. Kolvetnasnauði hópurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.