Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 44
Fjármál
heimilanna *
Fjármálavefurinn MarketWatch tók nýlega sam-
an lista yfir bestu hitabeltiseyjarnar til að flytja til
í ellinni. Á listanum er að finna eyjar eins og Ca-
ye Caulker í Belize þar sem bílar eru bannaðir
og sjórinn iðar af fiski. Eyríkið Curacao ratar
einnig á listann, með einstaka blöndu hollenskra
nýlenduáhrifa og latínó lífstíls. Hvað með Palau í
Míkrónesíu, þar sem húsnæði er ódýrt, og hægt
að kafa innan um kóralrif og skipsflök?
Bestu paradísareyjarnar til að búa á
Frá því hún lauk leiklistarnámi árið
1968 hefur Anna Kristín Ólafs-
dóttir verið nánast óstöðvandi og
uppfærslurnar hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu
orðnar ótalmargar.
Um þessar mundir fer Anna
Kristín með hlutverk Sigríðar í
verkinu Róðarí sem sýnt er í Tjarn-
arbíói, í leikstjórn Erlings Jóhann-
essonar.
Hvað eruð þið mörg í
heimili?
Við erum tvö, ég og Úlfar og
stundum (ekki nógu oft) kemur
hún Matthildur mín frá útlöndum.
Hvað áttu alltaf til í
ísskápnum?
AB mjólk, grænmeti, ávexti og egg
og auðvitað lýsið sem fer fyrst í
magann.
Hvað kosta innkaupin í viku
hverri?
Ætli það sé ekki … ja, annars er ég
ekki nógu dugleg í heimilisbókhald-
inu.
Hvar kaupirðu oftast í
matinn?
Í Bónus og Nóatúni og víðar.
Nautakjötið kaupi ég í Kjöthöll-
inni.
Hvað freistar mest í
matvörubúðinni?
Humar! Ég fer út í búð og ætla bara
að kaupa hann en kem út með fulla
körfu.
Hvernig sparar þú í
heimilishaldinu?
Ég nýti alla afganga. Bý til lummur,
grænmetis- og fiskisúpur, auðvit-
að með humri, og óskírða smá-
rétti úr ýmsu sem leynist í ískápn-
um.
Hvað vantar á heimilið?
Ekkert nema eina ljósaperu í holið
og batterí í fjarstýringuna!
Eyðir þú í sparnað?
Neeei! Ég eyði sparnaðinum.
Skothelt sparnaðarráð?
Hugsa sig tvisvar um, en ef það
dugir ekki til þá er bara að falla fyr-
ir freistingunni og njóta þess.
ANNA KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR LEIKKONA
Á erfitt með að
standast humarinn
Anna Kristín sparar meðal annars með því að nýta alla afganga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aurapúkinn á oft í mesta basli með
að halda aftur af hreiðurgerð-
arhvötinni. Hann þræðir ósjaldan
raftækjaverslanir og horfir löng-
unaraugum á risavaxanar þvotta-
vélar, þríbreiða ísskápa og heima-
bíókerfi sem þekja heilu veggina.
Púkinn þarf líka að gæta sín á
skrautmununum og glingrinu. Ó,
hvað væri gaman að eiga þessi glös.
Æ, hvað þetta kerti væri skemmti-
legt uppi i hillu.
Púkinn veit nefnilega að flestar
þessar freistingar eru hinn mesti
óþarfi, eða eru a.m.k. ekki pening-
anna virði þegar allt kemur til alls.
Púkinn veit hversu auðvelt það er
að fylla heimilið af drasli, og hvern-
ig „hlutirnir“ taka yfir og dreifa at-
hyglinni frá því sem raunverulega
skiptir máli í lífinu.
Ein leið sem Púkinn notar til að
varast freistngarnar er að ímynda
sér hvað myndi þurfa ef hann byggi
í bát og legði af stað yfir hafið.
Kemstu af án ítalska leðursófans
um borð? –Já. Þarftu innbyggðu
kaffivélina um borð? –Neibb. Er
risastóra hljómtækjasamstæðan að
gera sig undir þiljum úti á rúmsjó?
–Aldeilis ekki.
púkinn
Aura-
Ef þú ættir
heima í báti
N
okkrum sinnum á ári
virðast tækjafíklar hér
um bil ganga af göfl-
unum. Nýr sími, tölva
eða snjallúr kemur á markað og um
fátt annað talað í fjölmiðlum og á
samfélagsvefjum svo dögum og vik-
um skiptir.
Áður en stóri dagurinn rennur
upp hafa myndast langar biðraðir
fólks fyrir utan raftækjabúðir, með
greiðslukortin á lofti og breitt bros
á vörum.
En raftækin kosta sitt, og þrátt
fyrir alla spennuna og umtalið er
ekki alltaf fjárhagslega skynsamlegt
að vera með þeim fyrstu til að eign-
ast nýju tæknina. Hættan er sú að
fólk eyði fúlgum fjár í vöru sem
stendur ekki undir væntingum, eða
að rándýrt tækið verði fáanlegt á
mun lægra verði nokkrum dögum
eða mánuðum síðar.
Lífsstílsvefurinn Lifehacker
fjallar um þetta vandamál í nýleg-
um pistli og deilir þar nokkrum
góðum ráðum.
Umsagnir og álit
Fyrst er gott að muna hversu miklu
það getur bjargað að kaupa nýja
tækið jafnvel bara nokkrum dögum
eftir útgáfudag frekar en strax á
fyrsta degi. Þessa fyrstu daga má
reikna með að netið fyllist af um-
sögnum um tækið sem gefa betri
hugmynd um hvort fjárfestingin er
peninganna virði. Stundum er tækn-
in ekki eins flott, nytsöm og galla-
laus og auglýsingarnar láta fólk
halda.
Einu tilvikin þar sem gæti verið
leyfilegt að víkja frá þessari reglu
er þegar um er að ræða tæki frá
framleiðanda sem hægt er að
treysta og nær gulltryggt að nýja
varan er vel smíðuð, áreiðanleg og
gerir það sem hefur verið lofað.
Hefur reynslan t.d. sýnt að þegar
nýir iPhone- eða Samsung Galaxy-
símar koma á markað verða neyt-
endur sjaldan fyrir vonbrigðum.
Því minna fjárhagslegt svigrúm
sem fólk hefur, og því dýrara sem
tækið er, því meiri varkárni þarf að
sýna í raftækjakaupunum. Enginn
vill standa í þeim sporum að ýta
fjárhagnum út á ystu nöf fyrir
græju sem ekki reyndist pening-
anna virði.
Árstíðabundnar verðlækkanir
Raftæki lækka síðan alla jafna hratt
í verði mánuðina eftir útgáfu. Sam-
keppnin er hörð og ný og betri tæki
handan við hornið sem þrýsta verði
eldri raftækja niður. Á ákveðnum
tímum árs má eiga von á að verðið
falli nokkuð skarplega og fátt er
meira svekkjandi en að kaupa dýrt
raftæki rétt áður en verðlækk-
anatímabilið gengur í garð.
USA Today segir þannig frá að
risastóra raftækjasýningin Cons-
umer Electronics Show fari fram í
Bandaríkjunum janúar. Þar er hul-
unni svipt af væntanlegum tækjum
og módelin sem enn eru í hillum
verslana taka að lækka vel í verð.
Seljendur bjóða líka tilboðsverð fyr-
ir ákveðna vöruflokka á ákveðnum
tímum árs. Vestanhafs fara t.d.
sjónvörp oft á útsölu í aðdraganda
Super Bowl-ruðningsleiksins og á
Íslandi gæti verið gott að svipast
um eftir sjónvarpstilboðum vikurnar
fyrir Eurovision.
TÆKNIN LÉTTIR LÍFIÐ, OG PYNGJUNA
Á að kaupa glansandi
nýja símann?
ÞAÐ GETUR VERIÐ VARASAMT AÐ STÖKKVA STRAX Á SPENNANDI RAFTÆKI UM LEIÐ OG ÞAU KOMA Í SÖLU.
HVAÐ EF VARAN STENDUR EKKI UNDIR VÆNTINGUM, EÐA HVAÐ EF VERÐIÐ LÆKKAR NOKKRUM VIKUM SÍÐAR?
Ásger Ingvarsson ai@mbl.is
Framtíðin er full af flottum raftækjum en kannski borgar sig að bíða ögn með að opna veskið.
AFP