Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 57
12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Fjölskyldusýningunni fjör-
ugu, „Trúðleik“, lýkur um
helgina. Hægt er að sjá síð-
ustu sýninguna um trúðavin-
ina Skúla og Spæla á sunnudaginn kl.
14. Sýningin hæfir eldri áhorfendum
og börnum niður í 4-5 ára.
2
Börnum, foreldrum, ömm-
um, öfum og öðrum for-
ráðamönnum er boðið að
koma í Þjóðminjasafnið á
sunnudag kl. 14. Þar verður hægt að
fræðast um þjóðsagnaverur, atburði
og fyrirbæri íslenskra þjóðsagna.
Björk Bjarnadóttir mun segja sögur
og svara spurningum um huldufólk
og álfa.
4
Kvikmyndin „Gone girl“, í
leikstjórn hins vinsæla Davids
Lynch, fjallar um dularfullt
mannshvarf. Stórskotalið
leikara fer með hlutverk í myndinni
en þar má nefna Ben Affleck, Rosa-
mund Pike, Neil Patrick Harris og
fleiri.
5
Sýningin „Umbreyting“,
eftir Bernd Ogrodnik
brúðulistamann, verður
sýnd á sunnudag og næstu
tvo sunnudaga í Þjóðleikhúsinu. Sýn-
ingin sem Bernd býður upp á er
ferðaútgáfa og fjölskylduvænni útgáfa
sýningarinnar sem hefur verið sýnd
víða um heiminn. Eingöngu verður
um þessa þrjá sýningardaga að ræða.
3
Kristín Rúnarsdóttir verð-
ur með listamannaspjall á
sunnudag kl. 15 og leiðir gesti
í gegnum sýningu sína,
„Leikfléttur“, sem sýnd verður í sýn-
ingasal Listasafns Reykjanesbæjar í
Duushúsum.
MÆLT MEÐ
1
Það á ef til vill við um ungt barnlaust fólk en
alls ekki alla. Það sem við þurfum eru fjöl-
breyttar húsagerðir. Helmingur íbúða í
Reykjavík í dag er í hefðbundnum fjölbýlis-
húsum. Við þurfum að varast að byggja ein-
göngu fjölbýlishús á næstu árum,“ segir
Bjarni.
Lýðræði og raddir borgarbúa
„Lýðræðinu er þannig háttað að kosningar
eru á fjögurra ára fresti. Menn gera áætlanir
fram í tímann en að fjórum árum liðnum kem-
ur iðulega nýr meirihluti sem vill vinna hlut-
ina eftir sínu höfði og fylgir ekki eftir áætl-
unum fyrri meirihluta. Þessu þyrfti að breyta.
Menn þurfa að fylgja eftir áætlunum og meta
með reglubundnum hætti hvernig miðar að
settu marki. Tilfærsla flugvallarins stendur
borginni ekki fyrir þrifum á allra næstu árum,
en líklega mun hann að lokum vera færður.
Innanlandsflug er mikilvægt fyrir höfuðborg-
ina okkar og flestir flugfarþegar eiga erindi í
eða nærri miðborginni. Erfitt hefur reynst að
finna annan stað í stað Vatnsmýrarinnar.
Töluverð uppbygging er áætluð umhverfis
flugvöllinn á næstu árum sem verður að telj-
ast jákvætt. Flugvallarmálið er mjög flókið
mál sem finna þarf lausn á áður en langt um
líður. Nú er unnið að endurskoðun svæð-
isskipulags höfuðborgarsvæðisins. Ég hef
miklar væntingar til þeirrar vinnu,“ segir hann.
„Það hefði verið skynsamlegt þegar efna-
hagslægðin skall yfir okkur árið 2008 að nota
tímann til að vinna að rannsóknum og stefnu-
mótun um æskilega framtíðarbyggð, skoða
hvað við höfum gert vel og hvað illa. Það er
mikilvægt að kanna vilja og reynslu fólks og
fyrirtækja með reglubundnum hætti. Það þarf
að gera viðhorfskannanir reglulega til að
styrkja stefnumótun og gera borgina betri. Við
viljum ekki ganga þvert á vilja borgarbúa.
Borgir eru alltaf að breytast. Reykjavík á eftir
að breytast mjög mikið á næstu árum og von-
andi verður það í samræmi við vandaða stefnu-
mótun,“ segir Bjarni að lokum.
Bjarni Reynarsson segir það einkar mikilvægt að kanna vilja og reynslu fólks og fyrirtækja með reglubundnum hætti hvað framtíðarbyggð varðar.
Morgunblaðið/Eggert
Stiklað er á þróun borga á Vesturlöndum og skemmtilegt myndefni er til stuðnings. Hér má sjá Kaupmannahöfn árið 1910 og rústir Rómaborgar.
Í þriðja og stærsta hluta bókarinnar má kynna sér skipulagssögu Reykjavíkur. Hér má sjó þróun hennar og mynd frá 1924 af prúðbúnu fólki við Hlemm.