Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 59
12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Ný glæpasaga, Í innsta hring, eftir hina sænsku Vivecu Sten er komin út í íslenskri þýðingu. Varaformaður konunglega sænska lystisnekkjuklúbbsins er skotinn til bana við upphaf stærstu kappsiglingakeppni á Norðurlöndum. En það er ekki eina morðið sem er framið í fínum krimma sem heldur at- hygli lesandans allt til loka. Í innsta hring er önnur bókin sem kemur út eftir Vivecu Sten á íslensku. Sú fyrri var Svika- logn sem fékk mjög góðar við- tökur íslenskra lesenda. Svo mun örugglega einnig verða um þessa nýju bók sem er jafnvel betri. Bókin er nú þegar komin ofarlega á metsölulista Ey- mundsson. Góður sænskur krimmi Skráning í Bókatíðindi er nú hafin hjá skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Nokkur breyt- ing er fyrirhuguð á útliti Bókatíð- inda að þessu sinni. Ungmenna- bækur, bækur fyrir unglinga og ungt fólk fá nú sérstakan kafla og verða aðskildar frá barnabókum. Hljóð- bóka- og rafbókakaflarnir hverfa, en þess í stað verða birtar tákn- myndir við hverja bók sem gefa til kynna í hvaða útgáfuformi bókin er fáanleg. Þannig gætu til að mynda verið þrjár táknmyndir við eina skáldsögu sem gæfu til kynna að sagan væri fáanleg innbundin, sem hljóðbók og sem rafbók. Einnig fá allar bækur nú jafnstórt pláss. Þannig verður uppsetningin ein- földuð og gerð aðgengilegri fyrir lesendur ritsins. Lokadagur til skráninga bóka í Bókatíðindi er 15. október. Jólabækurnar eru á leið í bókabúðir. Enn er hægt að skrá bækur í Bókatíðindi. Morgunblaðið/Rósa Braga TÁKNMYNDIR Í BÓKATÍÐINDI Hilary Mantel, tvöfaldur Booker-verðlaunahafi, sendi nýlega frá sér smásagnasafn sem ber hinn athyglisverða titil The Assassination of Marg- aret Thatcher , eftir einni af sögum bókarinnar. Sú saga hefur vakið hörð viðbrögð í Bretlandi, en hún gerist árið 1983 þar sem kona nokkur sem býr í nágrenni við spítala þar sem Thatcher er í aðgerð hleypir leyniskyttu frá IRA inn í íbúð sína og fer að hrífast með og lifa sig inn í það verkefni hans að ráða Thatcher af dögum. Mantel segist hafa fengið hugmynd að sögunni árið 1983 þegar hún sá Thatcher í spítalagarði og hugsaði með sér hversu auðvelt væri að drepa hana. Í viðtölum hefur komið fram að Mantel fyr- irlítur Thatcher af öllu hjarta, hún segir hana hafa verið andfemínista og kallar hana andlegan klæð- skipting. Vinir og aðdáendur Thatcher hafa brugðist illa við smásögu Mantel. Vinur hennar, Tim Bell, segir að ef einhver viðurkenni að hafa viljað ráða manneskju af dögum ætti að fara fram lög- reglurannsókn og bætir við að Mantel ætti að leita sér sálfræðihjálpar. Annar vinur, þingmað- urinn Conor Burns, segir að brenglað sálarlíf sumra vinstri manna komi sér stöðugt á óvart. Stutt er síðan Mantel vakti mikla athygli fyrir þau orð sín að Katrín hertogaynja af Cam- bridge og eiginkona Vilhjálms prins væri gína með plastbros. Þess má geta að þetta nýja smásagnasafn verð- launahöfundarins fær fína dóma í Sunday Times. UMDEILD SMÁSAGA UM THATCHER Margaret Thatcher á góðri stundu með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Hin áhrifamikla bók Sally Magn- usson, Handan minninga, er á toppi metsölulista Eymunds- son. Þar segir Sally sögu móður sinnar, Mamie Baird, sem greindist með heilabilun og persónuleiki hennar gjör- breyttist. Þetta er falleg, afar einlæg og vel skrifuð fjöl- skyldusaga sem ratar beint til lesandans. Bók sem hefur vakið verðskuldaða athygli víðar en í heimalandinu, enda herjar heilabilun á fólk um allan heim. Áhrifamikil fjölskyldusaga Sönn saga, móðir, ævin- týri og glæpir NÝJAR BÆKUR BÓK SALLY MAGNUSSON UM MÓÐUR SÍNA ER STERK OG MINNISSTÆÐ. SÆNSKUR KRIMMI ER LÍKLEGUR TIL AÐ FALLA Í GÓÐAN JARÐVEG. LOKABINDI Í ÞRÍLEIK FYRIR UNGLINGA ER KOMIÐ ÚT OG NOKKUR ÆVINTÝRI H. C. ANDERSEN FYRIR YNGSTU KYNSLÓÐINA ERU KOMIN Í FAL- LEGA BÓK. Arfleifð eftir Veronicu Roth er þriðja og lokabókin í svonefndri Di- vergent seríu sem ætluð er ungu fólki. Tris fær tækifæri til að kanna veruleikann utan borgarmarkanna en veruleikinn þar er enn skelfilegri en hún hefði getað ímyndað sér og hún þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Divergent bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og setið á met- sölulista New York Times. Spennuþrunginn endir þríleiks Ævintýri H. C. Andersen eru komin út í afar fallega myndskreyttri útgáfu hjá Skruddu. Öll börn verða að lesa ævintýri þessa mikla snillings, en þau fylgja þeim sem kynnast þeim alla ævi. Hér eru mörg þau þekkt- ustu, eins og Litli ljóti andarunginn, Nýju fötin keis- arans, Hans klaufi, Næturgalinn, Villtu svanirnir, Koff- ortið fljúgandi og Þumalína. Val Biro myndskreytti og endursagði. Ódauðleg ævintýri Andersens * Aðgát skal höfð í nærveru sálar.Einar Benediktsson BÓKSALA 01.-07. SEPT. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Handan minningaSally Magnusson 2 NáðarstundHannah Kent 3 Þegar dúfurnar hurfuSofi Oksanen 4 Afdalabarn - kiljaGuðrún frá Lundi 5 Í innsta hringViveca Sten 6 MatargatiðTheódóra J. Sigurðardóttir Blöndal 7 RottuborgariDavid Walliams 8 Lífið að leysaAlice Munro 9 Hot StuffRagnar Th. Sigruðsson 10 Jóga fyrir allaSólveig Þórarinsdóttir Kiljur 1 Þegar dúfurnar hurfuSofi Oksanen 2 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 3 Í innsta hringViveca Sten 4 Lífið að leysaAlice Munro 5 Ævintýraferð fakírsins sem festistinni í Ikea skáp Romain Puértolas 6 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 7 Amma biður að heilsaFredrik Backman 8 BuzzAnders De La Motte 9 SegulskekkjaSoffía Bjarnadóttir 10 Út í vitannVirginina Woolf MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Góð íþrótt er gulli betri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.