Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 39
Flestir hafa séð þá Neil Armstrong
og Buzz Aldrin stíga, fyrstir manna,
fæti á tunglið. Myndböndin eru
óskýr enda var árið 1969 þegar þeir
félagar lentu. En upprunualegu
myndböndin, þau sem fóru ekki um
gervihnött sem varð til þess að
gæðin minnkuðu, voru mjög skýr.
Þau eru hinsvegar týnd og tröllum
gefin og því þarf enn í dag að notast
við óskýru myndirnar.
NASA tók upp lendinguna til von-
ar og vara ef sjónvarpsútsendingin
myndi klikka. Þannig töpuðust engin
gæði en árið 1969 þurfti að þjappa
sjónvarpsmerkinu frá flauginni sam-
an í lítið sjónvarpsmerki og við það
töpuðust mikil gæði. Ef þetta hefði
ekki verið gert hefði ekki verið hægt
að sýna beint frá lendingunni.
Í kringum 1990 fóru nokkrir
áhugaljósmyndarar að spyrjast fyrir
um þessar spólur og kom í ljós að
þær var hvergi að finna. Fór af stað
mikil leit en hún hefur ekki enn skil-
að árangri. Upprunalegu mynd-
böndin af fyrstu tungllendingunni
eru því týnd og hefur þetta verið
vatn á myllu þeirra sem trúa ekki að
Bandaríkjamenn hafi sent mannað
geimfar til tunglsins.
TÖFF TÆKNISTAÐREYND
Týndu sönnunargögnin
Hér til vinstri má sjá hvernig er búið að vinna gamla myndbandið sem sent var
út í sjónvörpum. Það hefði ekki þurft ef upprunalegu spólurnar væru til.
12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
* Tækniþekking er nauðsynleg nú á dögum.Við viljum að ungar stelpur hafi skilning oggetu til að smíðað sitt eigið app.
Peta Clarke, Forsvarskona samtakanna Black Girls Code
Fyrir rúmum 20 árum, eða árið 1995, kom Radd-
skipuleggjarinn á markað hér á landi. Slagorð
skipuleggjarans var: „Ef þú getur talað getur þú
skipulagt.“
Taltölvan átti að hjálpa nútímafólki og öllum
þeim sem höfðu knappan tíma til að gæta
þess að gleyma ekki fundum, stefnu-
mótum eða símanúmerum. Notand-
inn þurfti að lesa minnispunkta,
símanúmer, hugmyndir eða verk-
efni dagsins inn á segulbandið og
tækið kallaði svo punktana fram
með því að notandinn ýtti á við-
komandi hnapp. Fjórir hnappar
voru á því fyrir hvert verkefni.
Raddskipuleggjarinn virð-
ist ekki hafa slegið í gegn hjá
almenningi eða við-
skiptafólki því hann er að-
eins auglýstur í blöðunum
þetta eina ár.
GAMLA GRÆJAN
Raddskipu-
leggjarinn
Karakterinn Louis Litt úr
þáttaröðinni Suits notast
við diktafón til að muna
hvar hann á að vera,
hvert hann þarf að fara
og við hvern hann þarf að
tala.
Raddskipuleggjarinn virkaði mjög líkt og
diktafónn nema hann hafði fleiri möppur
sem hægt var að kalla upp með ein-
faldri aðgerð.
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins flutti ræðu í
vikunni á Alþingi þar sem hún hvatti fólk til að eiga út-
varp með langbylgju. „Ég velti því fyrir mér, í tengslum
við svona atburði (eins og eldgosið í Holuhrauni) sem vel
gætu magnast, hvort fólk á þessum slóðum, og víðar
reyndar, eigi útvarp með langbylgju. Ég tel því miður að
svo sé ekki og fæstir geri sér grein fyrir hversu mikið ör-
yggistæki útvarp með langbylgju er.
FM-sendar Ríkisútvarpsins ganga fyrir rafmagni, en
ef rafmagnið fer af þeim eiga dísilvaraaflstöðvar við
sendana að fara í gang. En komi upp þær aðstæður að
ekki sé hægt að koma olíu á sendana verða þeir að sjálf-
sögðu óvirkir.
Verði rafmagnslaust, t.d. vegna náttúruhamfara, er
því líklegt að á stórum landssvæðum verði almenningur
að treysta á langbylgjusendingar útvarps til að fylgjast
með upplýsingagjöf og fréttum.
Á heimasíðu RÚV segir, með leyfi forseta, að ,,óvit-
laust sé að hafa á heimilinu lítið ferðaútvarp knúið raf-
hlöðu sem getur tekið á móti langbylgjumerki. Ég held
að hér þurfi að kveða mun sterkar að orði og upplýsa al-
menning mun betur en nú er gert.
Ein aðalröksemdin fyrir tilveru RUV og þeim op-
inberu útgjöldum sem því fylgja er öryggishlutverkið.
Ég hef því verulegar áhyggjur af því að ef hér verða
meiriháttar náttúruhamfarir geti fólk ekki reitt sig á
Ríkisútvarpið, því langflest útvarpstæki sem fólk kaupir
nú til dags taka aðeins á móti FM sendingum.“
ELÍN HIRST ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Elín Hirst spurði á Alþingi hvort heimili ættu lang-
bylgjuútvörp enda væru þau öryggistæki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vantar útvörp
með langbylgju Mophie Juice Pack Air
Hleðsluhulstur fyrir
iPhone 5 og 5s
Létt hulstur sem ver símann
þinn vel gegn höggum og
orkuleysi.
Verð12.990.-
Kreafunk
Bluetooth hátalarar.
Dönsk hágæða framleiðsla.
Nokkrir litir, Koma í fallegum
viðarkössum, tilvalin tækifærisgjöf.
Verð frá12.990.-
Libratone ZIPP
Léttur og einfaldur hátalari
með innbyggðri rafhlöðu.
AirPlay og PlayDirect tækni
til að spila þráðlaust, jafnvel
án WiFi nets.
Verð84.990.-
Tracks Air
Þráðlaus hágæða heyrnartól,
sem einnig er hægt að nota
með snúru. 3 litir
Verð 39.990.-