Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 Fjölskyldan * Ást verður til að fegra athafnirfjölskyldunnar. Percy Bysshe Shelley Þ að er ekki skrýtið að Lovísa Árnadóttir hafi fylgst vel með frétt- unum af jarðhræring- unum í Bárðarbungu í ágúst en þá beið hún komu tvíbura sinna í heiminn. Hún og maður hennar, Gústaf Adolf Hermannsson, eignuðust nefnilega son fimm dög- um eftir að gos hófst á Fimmvörðu- hálsi árið 2010. Framan af var óljóst hvort gos væri hafið eða ekki og deildi Lovísa einni slíkri frétt á fés- bókarsíðu sinni þann 23. ágúst með orðunum: „Jæja, þá ætti ég að fara að gjósa líka.“ Hún útskýrði síðan nánar: „Gos hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars 2010, Eyjafjallajökull svo í framhaldi. Ég átti 25. mars. Ég mun vera officially í startholunum fimm dögum eftir að gos hefur verið staðfest!“ Þó þetta hafi verið skrifað í gríni þá rættist spádómurinn, líkt og eldri bróðirinn, Árni Gauti, komu tvíbura- drengirnir í heiminn 3. september, sléttum fimm dögum eftir staðfest gos í Holuhrauni. „Gosið á Fimmvörðuhálsi byrjaði 20. mars og eldri stákurinn okkar fæddist 25. mars. Maðurinn minn fór að skoða það og við erum með hraunmola úti í garði. Við þyrftum eiginlega að redda okkur hraunmola úr gosinu sem stendur yfir núna til að eiga fyrir nýju börnin,“ segir Lovísa. Vildu vera eins og stóri bróðir Tvíburarnir vildu greinilega gera eins og stóri bróðir því búið var að ákveða að Lovísa færi í keisara- skurð fimmtudaginn 11. september. „Ég missti vatnið, fór sjálf af stað en þeir voru teknir með keisara. Þeir ætluðu sér bara að koma á þessum degi.“ Það er ekki annað hægt að segja en að eldgos virðist hreyfa við Lovísu. „Við höfum líka verið að grínast með það að við ætlum ekki að gera neinum það að eiga fleiri börn. Ekki taka sénsinn á því að Katla fari að gjósa næst,“ segir hún og hlær. „Sennilega segjum við þetta bara gott,“ segir hún enda er fimm manna fjölskylda stór fjöl- skylda og nóg að gera. „En það er spurning hvort þetta verði tvöfalt lengra gos núna þar sem þetta eru tvíburar,“ bætir hún við í gamni. Hún segir ólíkt að sjá um tvíbura og einbura. „Það fer tvöfaldur tími í brjóstagjöf en maður býr að reynsl- unni að eiga einn fyrir og veit að þetta tímabil tekur enda. Þetta er dásamlegt en á sama hátt súrreal- ískt að fá svona tvö í einu. En þetta er líka mjög gaman,“ segir Lovísa sem ráðfærir sig við aðrar tvíbura- mæður í mömmuhópum á Facebo- ok. „Það er mælt með því að maður fari í hóp með öðrum tvíburamömm- um. Það eru ýmis atriði sem ein- buramömmur geta ekki svarað eins og hvernig eigi að takast á við smá- atriði í daglegu lífi með tvö smá- börn. Hvernig gerir maður þetta án þess að vera með þrjár eða fjórar hendur? Einfaldir hlutir eins og að fara út í bíl og út í búð verða meiri- háttar mál,“ segir hún. „Þetta eru svo mörg handtök.“ Skírn á sunnudaginn Drengirnir hafa ekki fengið nöfn ennþá en upplýst verður um þau á sunnudaginn um leið og skírt verð- ur. „Við erum að fara að skíra á sunnudaginn. Nöfnin eru leynd- armál en þau eru allavega ekki Bárður og Jökull eins og búið er verið að grínast með,“ segir hún en Gosi var líka á meðal þeirra nafna sem hafa verið nefnd við hana. Lovísa segir að nöfnin verði alla- vega ekki eldfjallatengd. Veiting- arnar í skírnarveislunni verða líka eitthvað meira en bara Hraun og gos þó Lovísa játi því að það hefði vissulega verið auðveld lausn. Gosið í Holuhrauni stendur enn og segir Lovísa að hún hefði orðið svekkt ef þetta hefði verið annað túristagos. „Mig langaði að fara þegar gaus á Fimmvörðuhálsi en þetta var of langt ferðalag og ekki hægt að fara frá litlu nýfæddu barni. Gústi fór til að ná í mola,“ segir hún en mun færri hafa séð gosið nú. Aðspurð hvort hún lesi gosfrétt- irnar sérstaklega vel segist hún hafa gert það þegar styttist í fæð- inguna. „En ég er ekkert að lesa allar skjálftafréttirnar núna.“ Blaðamaður spyr hvort það fylgi enginn óróleiki hjá strákunum þess- um jarðhræringum í Bárðarbungu. „Ég held það geri það ekki en ég ætti kannski að athuga hvort það hafi verið jarðskjálfti þegar þeir voru eitthvað pirraðir í maganum,“ grínast hún. Vegna eldgosabarnanna fóru Lovísa og Gústaf að skoða forsíður blaðanna þegar þau fæddust „til að gá hvort það væri fjölskyldutenging þarna“. Lovísa segir að það hafi allt verið með kyrrum kjörum þegar hún fæddist. „En þegar Gústi fædd- ist þá var jarðskjálftahrina um allan heim og eldgos einhvers staðar,“ segir hún. Hver veit hvernig þetta tengist allt saman? LOVÍSA ÁRNADÓTTIR OG GÚSTAF ADOLF HERMANNSSON EIGA ÞRJÚ ELDGOSABÖRN Gústaf og Lovísa með eldgosabörnin sín þrjú. Árni Gauti er stoltur stóri bróðir. Morgunblaðið/Golli LOVÍSA ÁRNADÓTTIR EIGNAÐIST SON FIMM DÖGUM EFTIR AÐ ELDGOS HÓFST Á FIMMVÖRÐUHÁLSI ÁRIÐ 2010. FJÓRUM ÁRUM SÍÐAR EIGNAÐIST HÚN TVÍBURA SLÉTTUM FIMM DÖGUM EFTIR AÐ ELDGOSIÐ Í HOLUHRAUNI FÓR AF STAÐ. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Glænýtt hraun í Holuhrauni. Lovísa og Gústaf eiga hraunmola úr gosinu á Fimmvörðuhálsi en vantar mola úr Holuhrauni fyrir litlu tvíburadrengina. Morgunblaðið/Eggert Forsíða Morgunblaðsins, þegar fað- irinn Gústaf fæddist, greindi frá jarð- skjálftum víða um heim. Forsíðan var með stórri og flottri eldgosafrétt þegar elsti sonurinn, Árni Gauti, kom í heiminn. *Nöfnin eruleyndarmál enþau eru allavega ekki Bárður og Jökull eins og búið er að grínast með. „Þá ætti ég að fara að gjósa líka“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.