Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 17
12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Sunnudaginn 12. október kl. 15-16 verður boðið upp á föndur fyrir alla fjölskylduna undir leiðsögn myndlist- arkonunnar og rithöfundarins Kristínar Arngríms- dóttur í Borgarbókasafni, aðalsafni Tryggvagötu 15. Föndur fyrir alla fjölskylduna* Þegar lífið dregur þig niður,viltu vita hvað þú þarft að gera?Halda áfram að synda. Dory úr Leitin að Nemó Eva Einarsdóttir, MBA-nemi við Há- skólann í Reykjavík og varaborg- arfulltrúi svarar spurningum um eft- irlæti fjölskyldunnar þessa vikuna. Eiginmaður hennar er Eldar Ást- þórsson, fjölmiðlafulltrúi hjá CCP og eiga þau börnin Sögu, sem er bráð- um átta ára og Huga, fjögurra ára. Þátturinn sem allir geta horft á? Fólkið í blokkinni, ekki spurning. Hlökkum mikið til næstu þáttaraðar. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Ég held að það sé þjóðarrétt- urinn, föstudagspizzan. Hef annars mjög gaman af matargerð og finnst gaman að prufa eitthvað nýtt. Ris- ottó og ýmsir ítalskir réttir virka vel þessa dagana ofan í alla fjölskylduna. Skemmtilegast að gera sam- an? Myndi vilja segja eitthvað mjög til fyrirmyndar, en það er mjög vinsælt að horfa öll sam- an á mynd. Myndir eftir sög- um Astrid Lindgren eru vin- sælar. Svo förum við reglulega hjóla- og sundferð- ir og okkur finnst gaman að fara saman í bústað, á vet- urna og sumrin, og mættum gera meira af því. Borðið þið morgunmat saman? Við erum öll ansi miklar B-týpur svo á virk- um dögum eru það oftast börnin sem sitja við matarborðið á meðan við for- eldrarnir ráfum um, að undirbúa skóla- töskur og annað. Reynum að bæta það upp um helgar með meiri huggulegheit- um. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Spila, hlusta á tónlist og börnunum finnst gaman að halda sýningar af ýmsu tagi. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Eva Einarsdóttir Ítalskir réttir virka vel þessa dagana Evrópusambandið heldur úti skemmtilegum heilsuvef sem ber nafnið www.we-love-eating.eu. Sér- fræðingar og stofnanir víðs vegar að í Evrópu standa á bak við vefinn sem byggist á hugmyndinni að það að borða sé ánægjulegt og skemmti- legt. Ánægjan er alltaf höfð að leið- arljósi í öllum skrifum og er meðal annars að finna þarna góð ráð fyrir fjölskyldur og eldamennskuna heimavið. „Það að elda saman getur styrkt fjölskylduböndin. Það getur verið tækifæri fyrir ánægjulega samveru barna og fullorðna,“ segir þar. Enn- fremur er lögð áhersla á að heima- eldaður matur sé jafnan ódýrari og heilsusamlegri en að borða aðeins tilbúinn mat. „Skyndibitamatur er aðeins ódýrari ef miðað er við verðið á kaloríu.“ Minnt er á að börn geti lært heilsusamlega vana með því að rækta mat, versla, undirbúa matinn og að taka þátt í að hreinsa til eftir matinn. Þegar fjölskyldan eldar saman geta börnin líka hjálpað til við að hræra í pottum og þess háttar. Þetta er uppskrift að góðri samveru. EVRÓPSKUR HEILSUVEFUR MEÐ GÓÐ RÁÐ Það getur verið gaman að elda saman nýjar uppskriftir. Morgunblaðið/Ómar „Við elskum að borða“ Amy Parker ólst upp á fyrirmynd- arheimili að flestu leyti. Hún var al- in upp á góðu fæði, fékk ekki sykur fyrr en hún var eins árs, hún var á brjósti í meira en ár, borðaði lífrænt heimaræktað grænmeti, drakk ógerilsneydda mjólk, fékk ekkert MSG, engin aukaefni og ekkert asp- artame. Móðir hennar notaðist við smáskammtalækningar, ilmolíumeð- ferðir, hrygg- og liðskekkjulækn- ingar. Systkinin tóku daglegan skammt af C-vítamíni, sólhatti og þorskalýsi. Hún ólst upp á bóndabæ á Eng- landi og var með mjög virkan lífs- stíl, stundaði íþróttir og gekk þang- að sem hún þurfti að komast. Drakk nóg af vatni og borðaði líf- rænt kjöt af nálægum bæjum einu sinni til tvisvar í viku. En hún var ekki bólusett fyrir helstu sjúkdóm- um. Parker segir sögu sína í grein á Slate.com. Bólusetningar koma í veg fyrir útbreiðslu alvarlegra smitsjúkdóma. Brýnt er að bólusetningar barna nái til nær allra barna í hverjum fæð- ingarárgangi en alvarlegar auka- verkanir bólusetninga eru mjög fá- tíðar, að því er fram kemur á vef Embættis landlæknis, landlaeknir.is. Margir barnasjúkdómar, svo sem mislingar, barnaveiki, kíghósti og lömunarveiki, sjást afar sjaldan nú orðið. Ungabarnadauði vegna þess- ara sjúkdóma var þó algengur á 19. öldinni og framan af 20. öldinni. Reynsla margra Austur- Evr- ópuríkja sýnir að þessir sjúkdómar geta komið aftur ef slakað er á bólusetningum barna. Parker er sönnun um það en hún ólst upp við þennan heilbrigða lífs- stíl en fékk samt marga sjúkdóma. Hún fékk mislinga, hettusótt, rauða hunda, heilahimnubólgu, skarlatsótt, kíghósta og hlaupabólu. „Þeir sem berjast gegn bólusetn- ingum í því skyni að „náttúruleg mótefni“ tapist með þeim eiga ekki neitt inni hjá mér. Ég ólst upp á svona fullkominn hátt og heilsufæði og var alltaf veik,“ segir Parker. Hún er þakklát fyrir allt heilsu- fæðið og góðan lífsstíl en hefur sjálf bólusett sín eigin börn. „Börnin mín hafa aðeins fengið hlaupabólu, sem þau smituðust af á meðan þau voru á brjósti. Þau voru líka alin upp á heilsufæði, heimaræktuðu og líf- rænu. Ég var ekki eins ströng og móðir mín en þau eru hraustari en ég var nokkru sinni,“ segir hún. SJÚKDÓMAR GETA KOMIÐ AFTUR EF SLAKAÐ ER Á BÓLUSETNINGUM BARNA Óbólusett og var alltaf veik Brýnt er að bólusetningar barna nái til nær allra barna í hverjum fæðing- arárgangi en alvarlegar aukaverkanir bólusetninga eru mjög fátíðar. Getty Images/Hemera AMY PARKER ÓLST UPP Á HEIMILI ÞAR SEM AÐEINS ÞAÐ HOLLASTA VAR Í BOÐI FYRIR BÖRNIN. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.