Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 53
12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 „Þessu næst datt mér í hug að læra ljósmóðurfræði. Faðir minn þrýsti á mig að útvega mér ein- hverja starfsmenntun. Einn dag- inn, þegar lítið var að gera á lög- fræðiskrifstofunni tók ég fram símaskrána og leitaði að símanúm- eri hjá ljósmóðurskóla. Áður en ég kom að því starfsheiti í stafróf- inu rann fingurinn framhjá Leik- listarskóla Ævars Kvaran og ég hugsaði með mér að það gæti líka verið skemmtilegt nám. Eftir stutt símtal við Ævar, þar sem hann spurði mig hvort ég væri nokkuð dóttir hans Guðlaugs Einarssonar, sagði hann að ég væri nú aldeilis velkomin í skólann og ég innrit- aðist þangað. Ævar hvatti mig til að taka inntökupróf í leiklist- arskóla Þjóðleikhússins sem ég og gerði og lauk því námi. Ég myndi segja að það nám hefði haft mjög mikil áhrif á skriftir mínar almennt, bæði í blaðamennsku og öðru.“ Oft erfitt að kveðja viðmælendur Guðrún sá fljótt að leiklistin tók sinn toll af fjölskylduvænum vinnutíma en hún sinnti ýmsum leikverkefnum næstu árin, var for- maður leikfélagsins Grímu um tíma, lék Línu Langsokk hjá Leik- félagi Kópavogs sem gekk í tvö ár við miklar vinsældir, sinnti tal- setningum og lék smáhlutverk í útvarpsleikritum. Hún sá fljótlega að leiklistin hentaði illa fjöl- skylduvænum lífsstíl. Þá var hún ólétt að sínu þriðja barni og hugði á frekara nám. Guðrún á sex börn, Ragnheiði háskólakennara, Ásgerði óperusöngkonu, Móeiði guðfræðing og kennara, tvíburana Kristinn og Guðlaug náms- og tónlistarmenn og Sigríði Elísabetu tölvunarfræðing. Eiginmaður hennar er Guðmundur Páll Arn- arson. „Mér fannst líka erfitt að búa við það að hafa lítið um það að segja hvernig vinnutíminn og vinnumynstrið var. Leikarar eru kannski með alveg dauðan tíma um stund og svo er afar mikil vinna þess á milli. Ég hef líklega ekki verið verr haldin af leiklist- arbakteríunni en þetta, þeir sem eru verulega heillaðir skrúbba og skúra og gera allt til að geta leik- ið. Ég var ekki til í það, þó að mér gengi ágætlega. Þegar mér var boðin vinna á útvarpinu, þáði ég það,“ segir Guðrún og segist aldrei hafa séð eftir þessum um- skiptum á sínum starfsferli. „Ég kunni afar vel við mig á útvarpinu, sinnti allskonar dag- skrárgerð og varð dagskrár- fulltrúi. Endaði loks á fréttastofu útvarpsins þannig að ég fékk mjög góðan og alhliða grunn. Þeg- ar ég tók viðtöl fyrir útvarpið nýtti ég mér það sem ég hafði til- einkað mér í leiklistarskólanum; að skoða það sem fólk var í raun að segja.“ Eftir þrjú ár á fréttastofunni var Guðrúnu boðin vinna á Morg- unblaðinu. Hún þáði þar tilboð um fastráðningu, en skömmu áður hafði hún missti hún manninn sinn og þurfti að aðlaga sig nýju lífi með mörg börn. „Þeir ágætu rit- stjórar, Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, voru mjög skilningsríkir hvað mig snerti og á blaðinu var mér gefið tækifæri til að skrifa heima og á þeim tíma sem hentaði svo að ég gæti sinnt börnunum mínum betur. Ég byrj- aði í fréttaskrifum en fór svo yfir á Sunnudagsblaðið og þar tók ég óskaplega mörg viðtöl og skrifaði greinar og fannst það alltaf jafn gaman. Ég var þar í 25 ár og þau ár voru afar gleðirík með góðu fólki.“ Guðrún segir að sem blaðamaður hafi hún skiljanlega oftar en ekki verið á kafi í alls konar örlögum fólks. „Og það fannst mér mjög áhugavert. Það eiga allir sína sögu. Ég komst að því að það er ekki endilega ávísun á frábært viðtal þótt maður tali við fólk sem hafi farið víða og upplifað margt. Þeir einstaklingar eiga ekkert endilega áhugaverðari sögu en þeir sem hafa setið einhvers staðar uppi í sveit alla ævi. Gott viðtal verður til með því að ná sambandi við fólk. Mikilvægast er einlægt sam- band þannig að viðmælendur treysti blaðamanninum. Stundum getur hreinlega líka verið erfitt að kveðja viðmæland- ann, manni fer að þykja vænt um hann en kynnin eru auðvitað dálít- ið sérstök, það er að segja, það er dálítil skekkja á kunningsskapnum. Maður fær að vita svo mikið um viðmælandann en hann minna um mann sjálfan.“ Hefurðu alltaf verið forvitin um fólk? „Já, ég er víst forvitin, eftir því sem mér er sagt; hræðilega for- vitin,“ segir Guðrún og skellir upp úr. „Ég var svona strax sem krakki og á Mófellsstöðum var ég send ofan í kjallara að ná í sultu- krukkur þegar gesti bar að garði. Ég skildi ekkert í því fyrr en ég varð eldri; að húsmóðirin var að reyna að losna aðeins við mig og allt mitt spjall við gestina!“ Fyrsta bók Guðrúnar varð ein- mitt til í framhaldi af viðtali sem hún tók við Tryggva Einarsson í Miðdal. Fyrsta blaðagreinin hennar var hins vegar grein sem hún skrifaði til stuðnings því að Rík- isútvarpið eignaðist eigið húsnæði. Sem er svolítið hlálegt núna. „Við starfsfólkið bjuggum við mikil þrengsli á Skúlagötunni sem var líka gaman því við urðum þá náin. En þessa grein, frumraun mína í blaðaskrifum, lét ég þáver- andi eiginmann minn, Júníus Kristinsson sagnfræðing, lesa yfir. Eftir lesturinn rétti hann mér hana og sagði: „Taktu út úr þessu öll sárindi og allar móðganir og hálfkveðnar vísur, þá er greinin ágæt.“ Þessi athugasemd er eitt af því sem varð mér gott veganesti í skriftum. Þá má líka segja að því alvarlegri sem málefnin eru og því sársaukafullri sem sagan er, þeim mun mikilvægara er að fara lát- laust með efnið. Svo finnst mér líka mikilvægt, fyrst við erum að ræða blaða- mennsku, að blaðamaður stilli í hóf hversu áberandi hann sjálfur er sem persóna. Ég er ekki að segja að blaðamaður megi aldrei koma fram í skrifum sínum, en mér finnst hann eigi gera eins lítið af því og hann mögulega getur, ann- ars slítur hann sjálfum sér og les- endum út.“ Meðfram blaðamennskunni, sem Guðrún sinnir enn í lausamennsku, hefur hún sinnt sínum skáldskap, nýtt frítíma, kvöld og helgar og endurmenntunarfrí sem blaðamenn fá í þrjá mánuði á fimm ára fresti. „Ég hef alltaf nýtt þær stundir sem gefast þótt aðstæður séu auð- vitað þannig í dag að ég ræð mér sjálf en áður fyrr voru það sum- arfríin og þær stundir sem gáf- ust.“ Leitar innblásturs á óvenjulegum stöðum Bókina Beinahúsið segist Guðrún hafa skrifað af löngun til að gera skemmtilega bók. „Ég þori varla að segja það en mér finnst skemmtilegar svona ráðgátubæk- ur. Ég er lítið fyrir berorðar lýs- ingar á líkskurðum en ráðgátur eru að mínu skapi.“ Bókin snertir á ýmsan hátt á dulrænum mál- efnum og Guðrún segir enda Ís- lendinga að sínu viti vera dulrænt fólk og stór hluti af lífi fólks teng- ist oft þeim málum án þess að fólk geri sér beint grein fyrir því. „Ég hef sjálf ekki reynt slíkt en ég trúi því þegar fólk segir mér frá slíkri reynslu, ég sé í aug- unum á því að það trúir að það hafi upplifað þetta. Hvað það er veit ég hinsvegar ekki, tek ekki afstöðu til þess, en ég efast aldrei um að fólk sé að segja mér satt.“ Rithöfundar verða fyrir áhrifum úr ólíkum áttum en einn af stöð- unum sem Guðrún leitar fanga á er allsendis óvenjulegur en hún fer í Góða hirðinn og virðir fyrir sér dótið. „Sagnfræði er eitt mitt helsta áhugamál og ég er tíður gestur á stöðum þar sem er gef- andi sögulegt umhverfi. Í Góða hirðinum má til dæmis sjá muni frá öllum tímabilum og ímynd- unaraflið fer á flug. Raunar hefur fólk og allt það sem er í mínu nærumhverfi mest áhrif á mig, meira en til dæmis náttúran með fullri virðingu fyrir henni - við lif- um jú á henni.“ Fólkið í kringum Guðrúnu hefur alla tíð verið upp til hópa fólk sem sinnir listum og skrifum. Móðir Guðrúnar söng mikið, móð- ursystir hennar er Guðmunda Elí- asdóttir og tengdamóðir hennar er Þuríður Pálsdóttir. Börn Guðrúnar hafa einnig haslað sér völl í tón- list. Og blaðamennskuna og skáld- skapinn er eins og áður hefur komið fram víða að finna í ætt- inni. Þá starfar tengdasonur henn- ar, Sjón, einnig við skriftir Það hefur ekki síður verið Guð- rúnu innblástur að vera í leshring með nokkrum konum en milli þess sem þær hafa lesið fornsögur hafa þær líka lesið „yngri sögur“ svo sem ævisögu Jóns Indíafara og Jón Steingrímsson eldklerks, sem í þeim hópi telst nýtt efni. Hóp- urinn kynntist upphaflega á Ís- lendingasagnanámskeið hjá Jóni Böðvarssyni fyrir tuttugu árum og hittist á tveggja vikna fresti. Og ekki má gleyma bráðskemmti- legum, vikulegum fundum í húsa- kynnum Blaðamannafélags Ís- lands. „Annars er talsverður munur á rithöfunda- og blaðamannastarfinu og í byrjun vafðist það nokkuð fyrir mér að aðgreina veigamikla þætti er snúa að því að koma upplýsingum á framfæri. Meðan rithöfundurinn leiðir lesandann á villigötur og fær hann til að hjálpa sér við að ráða alls kyns ráðgátur ber blaðamanninum skylda til að koma öllum þeim upplýsingum á framfæri sem hann getur. Ég lít hins vegar svo á núna að leiðin sé svolítið að opnast fyrir nýjan feril, maður er reynslunni ríkari, búinn að fara í gegnum mjög margt og hefur fengið mikla þjálfun í skrifum. Mér finnst gott að geta nýtt það í að skrifa bæk- ur sem einhverjir hafa gaman af að lesa. Bækur mega vera skemmtilegar og áhugaverðar og gefa manni eitthvað í vegarnesti.“ „Ég lít hins vegar svo á núna að leiðin sé svolítið að opnast fyrir nýjan feril, maður er reynslunni ríkari, búinn að fara í gegnum mjög margt og hefur fengið mikla þjálfun í skrifum,“ segir Guðrún Guðlaugsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Eftir langa mæðu fæddist lítil stúlka. Þegar barnið var fætt vildu þeir sjá það. Ég bað þá að bíða aðeins, leyfa barninu að ná andanum og mér að þurrka af því mestu fæðingarfituna og blóðið. Eftir að hafa skoðað barnið fóru þeir fram í eldhúsið og ég heyrði þá ræða saman háum rómi. Ég hafði öðru að sinna en taka eftir því um hvað samtalið snérist. Töluvert blæddi þegar fylgjan kom. Þetta er mér mjög eftirminnilegt, þetta var fyrsta barnið sem ég tók á móti, en þau áttu nú eftir að verða fleiri,“ sagði Karl Sí- vert skjálfraddaður. „Hvernig tengist dúkkuhaus- inn þessum atburði?“ „Þegar bræðurnir fóru fram í eldhúsið tók Halldóra fram litla tösku. Í henni var þessi dúkka. Mér fannst furðulegt að koma með dúkku til nýfædds barns. Ég gat ekki að mér gert að spyrja hvað barnið ætti að gera með þessa dúkku. Halldóra sagði að sængurkonan ætti hana og hún liti á hana sem verndargrip og þyrfti nú mjög á henni að halda. Afar einkennilegt allt saman.“ „Þekktir þú sængurkonuna?“ „Þekkti og ekki þekkti. Hún hét Elín og hafði misst móður sína ung og alist upp að nokkru leyti á hálfgerðum flækingi í Mýrdalnum. Hún hafði víst ver- ið tíður gestur á Grettisgötunni um tíma. Þegar fylgjan var kom- in gerði ég Elínu til góða. Hún var þreytt og niðurdregin og grét. Halldóra stumraði yfir henni. Ég hinkraði við nokkra stund þegar allt var um garð gengið, en lítil gleði ríkti í stof- unni þrátt fyrir velheppnaða fæðingu. Svo þökkuðu þeir bræður mér fyrir og vildu borga. En ég tók ekki við neinni þóknun og fór niður til mín.“ „Veistu hvað varð um konuna og barnið?“ Karl Sívert hikaði við. Það var eins og hann vildi segja eitthvað en hætti við það. „Nei, ég veit það ekki, ég held þó að Elín hafi ekki orðið lang- líf,“ sagði hann loks. „Þegar ég kom upp daginn eftir til að vitja um sængurkon- una og nýfæddu stúlkuna þá voru þær farnar. Meira veit ég ekki.“ LÍTIÐ BROT ÚR BEINAHÚSINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.