Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 31
12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda. ÍS LE N SK A SI A. IS N AT 58 05 0 03 /1 2 Lögfræðingar, læknar og löggur, varið ykkur! Matreiðslumeistarar eru nýjasta tíska í kvik- myndum. Helstu Hollywoodhetjur berjast nú um hlutverk í myndum um mat og mat- reiðslufólk. Jon Favreau kom æðinu af stað með mynd sinni Chef, sem sló óvænt í gegn. Síðan kom Helen Mirren í The Hundred- Foot Journey, Steve Coogan í The Trip to Italy og nú er Bradley Cooper mættur til Lundúna til að leika í nýrri mynd um mat- argerð. Sú mynd átti upphaflega að heita Chef en Favreau varð einfaldega fyrri til. Cooper hefur að sögn kostað kapps um að búa sig sem best undir hlutverkið. Leik- arinn hefur látið sér vaxa gott skegg, auk þess að hafa stúderað breska stjörnukokkinn Marcus Wareing í þaula. Þá mun hann hafa leitað ráða hjá sjálfum Gordon Ramsey. „Auk þess að ráða honum heilt varðandi matreiðslu kenndi ég Cooper það sem mestu máli skiptir ætli menn að hafa það af í eldhúsinu – hvernig á að blóta,“ segir Ram- sey við breska dagblaðið The Guardian. Chef kostaði 13 milljónir dala í framleiðslu en hefur þegar þénað 28 milljónir dala. „Sami hópur fólks hefur gjarnan áhuga á mat, sjálf- stæðum kvikmyndum, les gagnrýni og gefur sér tíma til að spjalla um góða kvikmynd eða máltíð,“ útskýrir Favreau og bendir á að þetta fólk sé yfirleitt heldur eldra en hóp- urinn sem mest stundar kvikmyndahúsin. Nú bíðum við bara eftir íslenskri mynd. John Leguizamo, Emjay Anthony og Jon Favreau nostra við áleggið í hinni vinsælu mynd Chef. Eldað á hvíta tjaldinu Agnar Sverrisson, sem er eini ís- lenski kokkurinn sem hefur hlotið Michelin-stjörnuna eftirsóttu, gaf upp uppskrift í viðtali á Sjávar- útvegsdeginum sem haldinn var í vikunni. Hann rekur fjóra veit- ingastaði í London, þeirra þekkt- astur er Michelin-staðurinn Text- ure. Agnar er mikill aðdáandi íslenska fisksins og var beðinn um fljótlega uppskrift handa önnum köfnu fólki. „Soðinn þorskur, ólívuolía og smá sítróna. Íslenskar kartöflur með. Gerist ekki betra.“ Michelin-kokkurinn Agnar Sverrisson er hrifinn af íslenskum fiski. Morgunblaðið/Styrmir Kári Uppskrift frá Michelin-kokki Aðdáendur Nigellu Lawson geta farið að hlakka til því hún tilkynnti á heimasíðu sinni í vikunni að ný bók væri væntanleg á næsta ári. Vinnuheitið er Simply Nigella, 150 auðveldir réttir fyrir líkama og sál. „Þessi bók snýst um að elda mat sem gerir lífið ögn auðveldara, tek- ur lítinn tíma að gera og lætur fólki líða vel á líkama og sál,“ skrifaði hún á síðuna sína og bætti við að lokakaflinn, um eftirréttina, myndi innihalda uppskriftir fyrir fólk sem er með mjólkur- og glútenóþol. Nigella Lawson mun senda frá sér nýja bók á næsta ári. Getty Images Ný bók frá Ni- gellu Lawson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.