Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2014 Breska stórhljómsveitin Smokie heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu föstu- daginn 13. mars 2015. Fyrirtækið Dægurflugan flytur þá inn til landsins. Þetta verður í þriðja sinn sem hljómsveitin spilar fyrir Íslendinga. Þeir komu 1978 og spiluðu á Listahátíð og svo komu þeir aftur 2003 og léku fyrir dansi á Broadway. Hljómsveitin var ein vinsælasta hljómsveit áttunda áratugarins og átti smelli eins og „Living Next Door to Alice“, „Lay Back in the Arms of So- meone“, „Don’t Play Your Rock’n’Roll to Me“ og „Needles and Pins“. Lík- lega munu þeir spila öll sín vinsælustu þau lög og fleiri á tónleikunum. Smokie hóf feril sinn í Yorkshire og var endurreist í lok níunda áratug- arins. Hún hefur selt yfir 30 milljónir platna frá því að hún var stofnuð 1974. Þeir félagar koma beint hingað til lands frá Malasíu en hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um heiminn undanfarin misseri. Miðasala á tón- leikana hefst 3. nóvember. Hljómsveitin Smokie samanstendur af þeim Mick McConnell, Steve Pinnell, Martin Bullard, Terry Uttley og Mike Craft. ROKKARARNIR Í SMOKIE MEÐ TÓNLEIKA Í ELDBORG Smokie til landsins í þriðja sinn Fasteignaverð hefur rokið upp í Lundúnum undanfarin ár og því brugðu nokkrir frumkvöðlar á það ráð að festa kaup á gömlu al- menningsklósettunum í borginni og breyta þeim í kaffihús. Klósettin hafa mörg hver ekki verið í notkun í 25 ár en eru oftar en ekki á besta stað. En það þurfti að þrífa og það þurfti að þrífa vel. Eitt slíkt kaffihús, The Con- venience, opnaði í síðustu viku og er það hannað með það í huga að upprunalegu innréttingarnar fá að njóta sín. Það þýðir að hægt er að panta sér kaffi og kleinur og setj- ast svo við einn básinn. Klósett- skálarnar í gamla daga voru vand- aðar og fallegar og því ákváðu eigendur að halda hluta innrétt- ingarinnar. Staðurinn er í Hack- ney í austurhluta borginnar. The Convenience er ekki eina kaffihúsið sem hefur sprottið upp úr þessum gleymdu stöðum Lond- on eins og stendur á heimasíðu The Convenience. Í miðborginni er staðurinn Attendant en þar eru mörg klósett í Viktoríu-stíl og fengu þau einnig að halda sér. Þess má geta að klósettin inni á þessum klósettkaffihúsum eru öll ný af nálinni. FURÐUR VERALDAR Kaffihús á klósetti AFP Viðskiptavinur fær sér kaffi og meðlæti á The Convenience. ÞRÍFARAR VIKUNNAR James May þáttastjórnandi Top Gear Helgi Hjörvar þingmaður Jarvis Cocker söngvari Pulp  4 dósir af Coke  4 dósir af Diet Coke  24 hálfs lítra vatnsflöskur  24 hálfs lítra sódavatn  24 flöskur af ísköldum bjór  4 flöskur af áströlsku gæða Shiraz-rauðvíni  Flaska af Jack Daniels  Flaska af Jameson-viskíi  Ísfata  Úrval af Haribo-nammi  Úrval af tepokum  12 hrein handklæði  Þjóðfáni landsins  Pitsur eða KFC eftir tón- leika fyrir átta manns. ÓSKALISTI HLJÓMSVEITARINNAR Þaðer allt í lagi. Pappelina vill láta gangayfir sig á skítugumskónum.Húnernefnilegaúrplasti. Pappelina virkar því best þar semmikiðálag er á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofunaeðaeldhúsið. Svo vill hún líka fara í þvottavél. Plastmotturnar fráPappelinuhafa farið sigurför umheiminnogerunú loksins fáanlegar á Íslandi. Kíktu áúrvalið í verslunKokkueðaákokka.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Á skítugum skónum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.