Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Side 64
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2014 Breska stórhljómsveitin Smokie heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu föstu- daginn 13. mars 2015. Fyrirtækið Dægurflugan flytur þá inn til landsins. Þetta verður í þriðja sinn sem hljómsveitin spilar fyrir Íslendinga. Þeir komu 1978 og spiluðu á Listahátíð og svo komu þeir aftur 2003 og léku fyrir dansi á Broadway. Hljómsveitin var ein vinsælasta hljómsveit áttunda áratugarins og átti smelli eins og „Living Next Door to Alice“, „Lay Back in the Arms of So- meone“, „Don’t Play Your Rock’n’Roll to Me“ og „Needles and Pins“. Lík- lega munu þeir spila öll sín vinsælustu þau lög og fleiri á tónleikunum. Smokie hóf feril sinn í Yorkshire og var endurreist í lok níunda áratug- arins. Hún hefur selt yfir 30 milljónir platna frá því að hún var stofnuð 1974. Þeir félagar koma beint hingað til lands frá Malasíu en hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi um heiminn undanfarin misseri. Miðasala á tón- leikana hefst 3. nóvember. Hljómsveitin Smokie samanstendur af þeim Mick McConnell, Steve Pinnell, Martin Bullard, Terry Uttley og Mike Craft. ROKKARARNIR Í SMOKIE MEÐ TÓNLEIKA Í ELDBORG Smokie til landsins í þriðja sinn Fasteignaverð hefur rokið upp í Lundúnum undanfarin ár og því brugðu nokkrir frumkvöðlar á það ráð að festa kaup á gömlu al- menningsklósettunum í borginni og breyta þeim í kaffihús. Klósettin hafa mörg hver ekki verið í notkun í 25 ár en eru oftar en ekki á besta stað. En það þurfti að þrífa og það þurfti að þrífa vel. Eitt slíkt kaffihús, The Con- venience, opnaði í síðustu viku og er það hannað með það í huga að upprunalegu innréttingarnar fá að njóta sín. Það þýðir að hægt er að panta sér kaffi og kleinur og setj- ast svo við einn básinn. Klósett- skálarnar í gamla daga voru vand- aðar og fallegar og því ákváðu eigendur að halda hluta innrétt- ingarinnar. Staðurinn er í Hack- ney í austurhluta borginnar. The Convenience er ekki eina kaffihúsið sem hefur sprottið upp úr þessum gleymdu stöðum Lond- on eins og stendur á heimasíðu The Convenience. Í miðborginni er staðurinn Attendant en þar eru mörg klósett í Viktoríu-stíl og fengu þau einnig að halda sér. Þess má geta að klósettin inni á þessum klósettkaffihúsum eru öll ný af nálinni. FURÐUR VERALDAR Kaffihús á klósetti AFP Viðskiptavinur fær sér kaffi og meðlæti á The Convenience. ÞRÍFARAR VIKUNNAR James May þáttastjórnandi Top Gear Helgi Hjörvar þingmaður Jarvis Cocker söngvari Pulp  4 dósir af Coke  4 dósir af Diet Coke  24 hálfs lítra vatnsflöskur  24 hálfs lítra sódavatn  24 flöskur af ísköldum bjór  4 flöskur af áströlsku gæða Shiraz-rauðvíni  Flaska af Jack Daniels  Flaska af Jameson-viskíi  Ísfata  Úrval af Haribo-nammi  Úrval af tepokum  12 hrein handklæði  Þjóðfáni landsins  Pitsur eða KFC eftir tón- leika fyrir átta manns. ÓSKALISTI HLJÓMSVEITARINNAR Þaðer allt í lagi. Pappelina vill láta gangayfir sig á skítugumskónum.Húnernefnilegaúrplasti. Pappelina virkar því best þar semmikiðálag er á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofunaeðaeldhúsið. Svo vill hún líka fara í þvottavél. Plastmotturnar fráPappelinuhafa farið sigurför umheiminnogerunú loksins fáanlegar á Íslandi. Kíktu áúrvalið í verslunKokkueðaákokka.is. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Á skítugum skónum?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.