Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 52
Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.10. 2014 G uðrún Guðlaugs- dóttir á langan fer- il að baki sem blaðamaður og hef- ur auk þess sinnt skáldskap meðfram skrifum og sent frá sér ljóðabækur, skáldsög- ur og viðtalsbækur. Beinahúsið heitir nýjasta skáldsaga hennar og fjallar öðrum þræði um ráðgátu er tengist beinafundi í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Guðrún á raunar af- ar fjölbreyttan feril að baki og ekki aðeins tengdan skrifum því hún er útskrifuð leikkona og segir þann skóla einnig hafa gagnast sér í skrifum. Lífið og uppeldið var að auki alla tíð hvetjandi til skrifta. „Í Beinahúsinu fylgjumst við með konum á þremur tímaskeið- um og það var gaman að tefla því saman. Það er hin ættlausa Anna sem eignast barn sem hún verður að láta frá sér og það er mjög sárt. Ég hef lesið mikið um kjör kvenna á öldum áður og þau voru ömurleg. En kjör kvenna á stríðs- árunum voru líka mjög erfið, kon- ur voru sendar í sveit því þær urðu óléttar og jafnvel til útlanda en Elín er kona millistríðsáranna. Svo höfum við aftur á móti nú- tímakonuna Ölmu sem er á kafi í alls konar verkefnum og mætir svo hálfpartinn sjálf afgangi og missir á vissu leyti samband við börnin sín.“ Fyrst og síðast fjallar sagan þó um glæp og afleiðingar hans. Hann hefur ekki aðeins haft áhrif á fólk sem honum tengist í fortíð- inni heldur einnig í nútíðinni því hann hefur áhrif á þá einstaklinga sem rannsaka hann. Bókin fjallar þá einnig um vináttu blaðamanns- ins Ölmu og þýðandans Sveinku, vinkonur sem rannsaka glæpinn en sú rannsókn hefst þegar bein finnast í gömlu húsi Sveinku í miðbæ Reykjavíkur. Ástarlífið á einnig sinn sess í sögunni. „Því má við bæta að í bókinni er líka komið inn á ótta sem margar konur þurfa að búa við vegna ásókna ofbeldishneigðra karlmanna og þeim afdrifaríku af- leiðingum sem það getur haft á líf þeirra.“ Skrifaði frétt sem varð kveikjan Kveikjan að sögunni var beina- fundur í húsi í miðborg Reykja- víkur fyrir um áratug, sjálf skrif- aði Guðrún frétt af því máli. „Þegar ég var búin að skrifa þá frétt hugsaði ég með mér að þetta væri náttúrlega mjög gott efni í sögu og nú í sumar lét ég verða af því að skrifa um þetta efni. Það gekk vel og var afar skemmtilegt. En þessi beinafundur er hið eina sem sannsögulegt er í bókinni.“ Rannsóknarteymið í bókinni er svolítið öðruvísi en fólk á að venj- ast í glæpasögum og ráðgátubók- um eða tvær konur um fimmtugt. „Já, mér fannst það líka gaman að hafa þetta þannig því nú eru öll blöð full af frásögnum af því hvers konar hörmungar konur upp úr fimmtugu ganga í gegnum á vinnumarkaðnum og hversu lítið spennandi kennitala þeirra er fyr- ir atvinnurekendur. Af umfjöllun að dæma er stundum eins og þessar konur gætu allt eins breitt yfir sig græna torfu þegar þær eru búnar að vera sætar og fínar og karlmönnum til yndis í banka, skrifstofu eða á öðrum vinnustöð- um. Ég ákvað því að hafa þessar söguhetjur akkúrat á þeim aldri. Það má ekki gleymast að konur á þessum aldri eru oft sérlega úr- ræðagóðir vinnukraftar sem búa yfir mikilli starfsreynslu. Yfirleitt eru konur á þessum aldri heilsu- góðar, áhugasamar og vilja virki- lega vinna. Börnin eru flogin úr hreiðrinu og þær orðnar frjálsar á ný, eiginlega ungar í annað sinn. Ég er dálítið hissa á hvað at- vinnurekendur eru blindir á þetta.“ Við ætlum að ræða meira um skrif og bækur en fyrst er það Guðrún sjálf. Las allt í sveitinni „Ég er fædd á Freyjugötu 37 í Reykjavík í húsi föðurforeldra minna. Fæðingu mína voru við- staddar báðar ömmur mínar, en ég var fyrsta barnabarnið sem þær sáu fæðast. Ég var óskabarn ungra foreldra. Það segir svolítið um stöðu kvenna og karla á þess- um tíma það sem mamma sagði mér seinna í fullri alvöru: „Við vildum eignast stúlku sem yrði falleg eins og ég en gáfuð eins og hann pabbi þinn.“ Svona sjón- armið heyra nú sem betur fer sögunni til.“ Faðir Guðrúnar var Guðlaugur Einarsson hæstaréttarlögfræðingur en á þeim tíma sem hún kom í heiminn var hann að læra lög- fræði, starfaði sem blaðamaður á Vísi og hafði auk þess menntað sig í leiklist hjá Lárusi Pálssyni. Móðir hennar, Þorgerður Nanna Elíasdóttir, var húsmæðra- skólagengin, dóttir skipstjóra og listrænnar saumakonu, Sigríðar Jensdóttur. Þau hjónin fluttust til Akraness þegar Guðlaugur tók við bæjarstjórastarfi þar í bæ. Þá var Guðrún tveggja ára. Þegar Guð- rún var sex ára komu þau svo aft- ur til Reykjavíkur. Systkini Guð- rúnar eru fjögur, þau Einar Elías, Kristján, Svana og Sunna. Á Mófellsstöðum í Skorradal hlaut Guðrún að stórum hluta lestrarlegt uppeldi sitt. „Á hverju sumri þar til ég varð 14 ára var ég send þangað, fyrst þriggja ára þegar móðursystir mín dó og amma fór með mig og bróður minn þangað, og dvaldi hluta sum- ars. Og þar átti ég öll æskuaf- mælin mín. Á bænum var ágætt bókasafn og þegar ég var ekki að stoppa í sokka eða þvo upp fékk ég að lesa allt, sem ég nýtti mér. Ég las bækur Rafael Sabatini, Kapítólu, Heilsurækt og mannamein, hvað sem var. Smám saman fækkaði bókunum í bókaskápnum sem ég var ekki búin að lesa, ég fékk snemma mikinn áhuga á bókum.“ Ekki var þó síður lögð áhersla á bækur og raunar skriftir heima við. Guðrún ólst upp við að skrift- ir væru mikilvægar. Ömmubróðir hennar var eitt af þekktustu ný- rómantísku skáldunum, Jónas Guðlaugsson, en eins og margir í ætt Guðrúnar starfaði hann jafn- framt sem blaðamaður og meira að segja hjá Politiken. Hann dó harmdauða 28 ára gamall en hafði þá gefið út margar bækur, ljóða- bækur og skáldsögur. „Hann hafði verið elstur í systkinahóp ömmu og mjög dáður af hinum mörgu systkinum sínum og þetta var fjölskyldunni mikið áfall. Flest systkinin voru vel skrifandi og ortu. Amma mín og nafna orti ágæt ljóð og yngsti bróðirinn, Kristján Guðlaugsson, sem seinna varð stjórnarformaður Loftleiða og um tíma ritstjóri Vís- is, gaf út ljóðabókina Skugga. Þessi almenni áhugi á skriftum og skáldskap síaðist inn í mann.“ Guðrún orti ljóð sem unglingur og á skólaárum skrifaði hún öðru hverju. Hún starfaði um tíma á lögfræðiskrifstofu hér í bæ. Að sjálfsögðu fann hún þar ýmsar bækur, eftirminnileg er henni ljóðabók Matthíasar Johannessen, Borgin hló. Átján ára gömul dvaldi hún um tíma í Vík í Mýr- dal, þá fór hún að prófa sig áfram með að skrifa sögur af fólkinu í þorpinu en allt var þetta tilrauna- mennska. Eftir þann tíma var hún komin á þá skoðun að hún ætti að verða blaðamaður og heimsótti Morgunblaðið, sem þá var til húsa í Aðalstræti. Ekki gerðist meira í því máli en að hún hitti að máli Sigurð A. Magnússon og Elínu Pálmadóttur og sagði þeim að hana langaði að verða blaðamaður. Ólst upp við að skriftir væru mikilvægar BEINAHÚS HEITIR NÝ SKÁLDSAGA GUÐRÚNAR GUÐLAUGSDÓTTUR, RITHÖFUNDAR OG BLAÐAMANNS, EN ATVIK SEM HÚN SKRIFAÐI FRÉTT UM SEM BLAÐAMAÐ- UR VARÐ KVEIKJAN AÐ SÖGUNNI. GUÐRÚN SEGIR BLAÐA- SKRIF OG LEIKLISTARNÁM ALLTAF HAFA GAGNAST SÉR Í SKÁLDSKAP ÞÓTT ÓLÍKT SÉ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.