Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 36
Græjur og tækni Galaxy Note 3 sá harðasti *Mikið hefur verið rætt og ritað um að nýjastiiPhone síminn, iPhone 6, bogni við minnstatilefni. Tímaritið Consumer Reports ákvaðað gera tilraun og athuga hvað snjallsímar nú-tímans þyldu af þrýstingi. iPhone 6 þoldi 70punda þrýsting eins og HTC One. Það tók130 punda þrýsting að beygja iPhone 5 og LG G3 en heil 150 pund þurfti til að beygja Sam- sung Galaxy Note 3. Eitt af því sem vakti hvað mesta athygli á síð-ustu Apple-samkomu var Apple-úr, ef úrskyldi kalla, en orðrómur um að slíkt væri í vændum hefur verið hávær alllengi. Úrið sem sýnt var leit óneitanlega vel út, eins og sjá má hér fyrir neðan, en er þó ekki fáanlegt enn sem komið er – kemur á markað á fyrri hluta árs 2015 ef allt geng- ur eftir. Þeir snjallúraframleiðendur sem fyrir eru á fleti: Samsung, LG, Acer, Sony, Toshiba og Mot- orola svo fáeinir séu nefndir, hafa því drjúgan tíma til að undirbúa sig undir samkeppnina. Í umfjöllun um Apple Watch í PC Magazine var Apple Watch meðal ann- ars borið saman við sam- bærilegt úr frá Motorola, Moto 360, og niðurstaðan að í raun væri ekki svo mikill munur á þessu tvennu; enda virkni að finna í væntanlegu Apple-úri sem ekki væri til staðar í Moto 360 nema hugsanlega það að geta valið mismunandi titring í viðvörun í úrinu. Slíkur samanburður segir ekki mikið í sjálfu sér, ekki síst í ljósi þess að Apple Watch er ekki komið á markað og lítið að marka þó menn fái að handleika það í skamman tíma. Moto 360 er aftur á móti fáan- legt í dag og meira að segja hér á landi; kostar 59.990 kr. í Vodafone. Eins og heitið ber með sér er Motorola-snjallúrið hringlaga og greinir sig þannig frá keppinautunum sem allir eru kassalaga. Skjárinn er 1,56" snert- iskjár og góður sem slíkur, en upplausnin ekki nema 320×290 dílar, 205 ppi. Það er sífellt kveikt á skján- um, þó hann sé ekki uppljómaður nema þegar við á, og fyrir vikið er nóg að smella á hann til að sjá hvað hlukkan er eða hvað sé næst á dagskrá, svo dæmi séu tekin. Sitthvað fleira greinir það frá keppinautunum, þar á meðal að það er með innbyggðan birtuskynjara sem greinir umhverfisbirtu og stillir skjáinn eftir henni. Þetta auðveldar notkun utan dyra verulega, nema hvað, og innan dyra líka, sérstaklega í rökkri eða daufri heimilisbirtu. Þó að þetta sé einn af kost- um Moto 360 er þetta reyndar líka einn af ókostum, ef litið er til útlitsins, því skynjararnir eru í rönd neðst á skjánum á úrinu og sneiða því af honum. Þetta kemur ekki beinlínis að sök, en maður tekur þó talsvert eftir því til að byrja með að minnsta kosti. (LG sá sér leik á borði og auglýsir snjallúrið G Watch R sem fyrsta snjallúrið sem sé raunverulega hringur, enda er skjárinn óskertur á því sem sjá má hér fyrir neðan. Kúnstin í því er þó að LG felur skynjarana í röndinni í kringum skífuna, en á Moto 360 nær úrskífan út í jaðarinn.) Snjallúraframleiðendur gera jafnan mikið úr því hve gott sé að nota úrin til að fylgjast með líkamsrækt og hreyfingu almennt. Slíkt og þvílíkt er reyndar líka komið í flesta nýja síma, en þá er náttúrlega kostur að vera með mælinn á úlnliðnum. Moto 360 er með skrefamæli og líka púlsmæli. Hann mælir hjartslátt- inn og getur sýnt sem tölu eða á grafi þar sem sjá má hjartslátt í hvíld, æskilega áreynslu og mikla áreynslu. Þetta sannreyndi ég þar sem ég var að hjóla heim út vinnunni með úrið á úlnliðnum og gat þá séð hve mikið ég keyrði hjartsláttinn upp í mestu brekkunum. Að því sögðu þá er mælirinn ekki ýkja næmur, sem vonlegt er – alla jafna er eina leiðin til að ná almennilegri hjartsláttarmælingu að vera með púlsmæli sem maður spennir undir bringspalirnar. Líkt og önnur Android Wear-tæki þá stýrir mað- ur úrinu með röddinni og þarf ekki að kveikja á einu eða neinu, Google Now bíður eftir að heyra orðin OK og tekur síðan við skipunum. Dæmi er það ef maður segir OK og síðan „take a note“ og svo það sem á að punkta niður og þá er það vistað og aðgengilegt um leið í Keep-þjónustu Google (keep.google.com) í símanum og hvaða tölvu sem er. Það er náttúrlega ókostur að allt verði að vera á ensku, og eins gott að framburðurinn sé í lagi, en það verður eflaust nokkur bið á því að hægt verði að nota íslensku, nema þá náttúrlega áhugamenn um íslensku, til að mynda menntamálayfirvöld, taki SNJALLÚRUM FJÖLGAR Á MARKAÐI ÞÓ HIÐ FULLKOMNA SNJALLÚR LÁTI Á SÉR STANDA. MOTO 360 FER ÓVENJULEGA LEIÐ ÞEGAR SNJALLÚR ER ANNARS VEGAR, ÞÓ ÞEIR SEM NOTA Á ANNAÐ BORÐ ARMBANDSÚR KUNNI EFLAUST AÐ META HÖNNUNINA – ÞAÐ MÁ SEGJA AÐ ÞAÐ SÉ TÖLVA Í BÚNINGI ÚRS, EN EKKI ÚLNLIÐSTÖLVA. * Úrið er rykvariðog vatnshelt, með IP67 merkingu sem þýðir að það sé algerlega rykhelt (tölustafurinn 6 í merk- ingunni) og þolir það að vera í metra djúpu vatni í að minnsta kosti 30 mínútur (talan 7 í merkingunni). Ólin sem fylgir er úr leðri með þeim kostum sem því fylgja, en líka ókost- um – þolir vatn til að mynda síður en gerviefnisól. Auðvelt er að skipta um ól. * Eitt af því semmenn hafa fett fingur út í sem fjallað hafa um Moti 360 er að raf- hlaðan endist ekki nógu lengi. Hún er og ekki nema 410 mAh, en nær því að endast daginn og ríflega það. Þó það væri vitanlega kostur ef raf- hlaðan myndi endast í lengur, helst í nokkra daga, þá er það mikil bót að hægt er að nota spanhleðslu og þarf þannig ekki að stinga því í samband, það er nóg að setja það á sérstaka hleðslustöð sem fylgir. * Örgjörvinn er ekkibeysinn, ekki nema 1 GHz, en þarf ekki að vera það í sjálfu sér. Vinnsluminni í úrinu er 512 MB en gagnaminni 4 GB. Innbyggt í úrið er skrefamælir, púlsmælir, ljósnemi og tveir hljóð- nemar. Það er ekki nema einn hnappur á því, enda er því stýrt með röddinni, auk- inheldur sem maður notar snertiskjáinn, nema hvað. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Eins og getið er um hér fyrir ofan þá eru margir um hit- una þegar snjallúr eru annars vegar og framleiðendum fjölgar með hverjum degi. Þau úr sem keyra Android Wear, t.d. Motorola Moto 360, LG G Watch, Samsung Gear Live (Samsung Galaxy Gear var með Android, Samsung Gear með Tizen), ASUS ZenWatch, Sony Smartwatch og LG G Watch R, eru alla jafna með sömu virkni, en Apple-úrið keyrir eðlilega iOS sem er síma- og spjaldtölvustýrikerfi Apple. Það er helst að menn reyni að greina á milli í hönnun og viðbótum, en einnig get ég trúað því að tek- ist verði á um endingu á rafhlöðum. Það er líka talsverð samkeppni í verði, en eins og getið er kostar Moto 360 59.990 kr., LG G Watch kostar 39.900 kr., Sam- sung Gear 2 65.880 kr. og Apple Watch kostar líklega vel ríflega það þegar það kemur á markað. SAMKEPPNI Í SNJALLÚRUM Apple Watch 60.000 kr. + Samsung Gear 2 65.880 kr. Sony Watch 40.000 kr. + við sér og herji á Google. Raddstýringuna má líka nota til að kalla fram upplýsingar, eins og til að mynda hvað sé framundan í dagbókinni, nú eða sjá hjartsláttinn, senda SMS eða tölvupóst, finna leið að næstu bensínstöð eða leiðina heim, setja inn áminn- ingu eða stilla vekjara. Einfalt er að skipta um úrskífu, þ.e. myndina sem birtist á skjánum, og hægt að velja úr sex myndum, misgagnlegum. Úrið er nokkuð stórt, og sennilega of stórt fyrir nettan úlnlið; 46 mm að þvermáli og 11,5 mm að þykkt og 49 grömm með leðurólinni. Um flest snjallúr má segja að þau séu lausn í leit að vandamáli, þ.e. þó maður sjái fljótlega notagildi í þeim mörgum þá hef ég ekki enn rekist á þá þjón- ustu eða virkni sem verður til þess að mér finnst ég verða að eiga slíkt úr. Að því sögðu þá er Moto 360 það snjallúr sem kemst næst því og þá ekki bara fyrir einkar skemmtilega hönnun, heldur líka fyrir þægilega virkni – besta snjallúrið hingað til. Þess má svo geta að notagildi snjallúrs eykst vitanlega eftir því sem maður tengir fleiri tæki við Google-reikninginn sinn, enda geta tækin þá talað saman og skipst á upp- lýsingum notandanum til hagsbóta. BESTA SNJALLÚRIÐ Margir um hituna LG G Watch 39.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.