Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 23
til viðgerða. Ragnar, strákur úr hennar flokki, þurfti að fara á sjó- inn, gat því ekki keppt og var svo vænn að lána henni hjólið sitt. „Ég hafði aldrei hjólað á því áður og kunni ekkert á það. Það er önnur tegund en mitt, alveg eins og svart og hvítt, gírarnir eru öðruvísi og það hvernig maður situr. Þetta var svolítið áhættusamt og bróðir minn var ekki sáttur við að ég tæki hjól kortér í keppni sem ég hafði aldrei hjólað á. En ég gerði það og það gekk bara svona prýðilega. Það munaði kannski ekki miklu en það gekk,“ segir Erla. Gaman er að segja frá því að Ragnar varð Íslandsmeistari í götu- spyrnu þannig að hjólið er búið að tryggja þeim báðum titilinn. Óléttan olli henni vissum vand- ræðum á keppnistímabilinu. „Þetta var smá vesen í lokin því ég var hætt að passa í gallann minn. Ég var vikuna fyrir seinustu keppni að leita mér að göllum. En kona sem ég hjóla með átti galla sem ég gat síðan fengið lánaðan, hann var að- eins of stór en þetta reddaðist.“ En hvernig fara æfingar fram fyrir kvartmílukeppnir? „Það eru reglulega haldnar kvartmíluæfingar á brautinni en ég hef ekki mætt mikið á þær. Þegar ég fer út að hjóla fer ég á beinan kafla að æfa mig og finn malbikaðan kafla þar sem engin umferð er. Ég er ekkert að þrykkja á 200 km/klst heldur er bara að æfa að starta. Það er svo mikilvægt að æfa sig að taka af stað. Ég er kannski komin upp í 30- 40 km/klst og slæ svo af og geri þetta aftur og aftur og aftur. En ég fer aldrei hratt á þessum æfingum.“ Það er ein kvartmílubraut í Hraununum í Hafnarfirði en hin er á Akureyri og hefur Erla keppt í þeim báðum. Kvartmílan er bara í Reykjavík því sú braut er lengri en götuspyrna fer fram á styttri braut- inni á Akureyri og í Reykjavík. Aðspurð hvort hún stundi aðrar æfingar í kringum keppni segir hún svo ekki vera. „En hvert einasta kíló skiptir máli. Því þyngri sem keppandinn er því meiri þyngd fyr- ir hjólið og þú ferð ekki jafn hratt af stað. En ég gat auðvitað ekki passað þyngdina mikið í sumar með barn inni í mér.“ Erla býr þó að bakgrunni í íþróttum en hún lagði stund á bæði fimleika og fótbolta árum saman. Kærasti Erlu, Kári Rafn Þor- bergsson, er frá Hellu og er mikill fjallamaður. „Hann er yfir sleða- flokknum hjá Flugbjörgunarsveit- inni á Hellu,“ segir Erla. Áhugamál þeirra passa vel saman en segja má að þau hafi bæði ákveðna æv- intýraþörf í sér. Síðan er faðir hennar, Sigurður Lárusson „algjör bílakall,“ að sögn Erlu þannig að þetta er alveg í blóðinu hjá henni. Kærastinn passar því vel inn í fjölskylduna og búa þau hjá for- eldrum hennar í Mosfellsbæ. Hann keypti hús á Hellu í sumar og stefna þau á að flytja austur þegar Erla er búin með skólann. Fornbílaáhugi á heimilinu „Það er allt að drukkna í bílum á þessu heimili. Það er bara mamma sem er ekki í þessu,“ segir hún. Pabbi hennar hefur verið far- arstjóri frá upphafi á fornbílasýn- inguna Daytona Turkey Run en Icelandair verður með ferð á sýn- inguna sautjánda árið í röð núna í lok nóvember. Erla hefur farið margoft í þessar Flórída-ferðir og hefur mjög gaman af. „Þetta er al- gjört himnaríki fyrir bílaáhugafólk,“ segir hún en þúsundir bíla eru á sýningunni. Hún er því ekki bara í mótorhjól- unum heldur er vel kunnug fornbíl- unum líka. „Já, já, já, við eigum meira að segja þrjá hérna á heim- ilinu. Einn er uppgerður, Chevrolet Elcamino SS 1971 og svo er verið að gera upp í skúrnum Chevrolet Bel Air 1955 og Chevelle SS,“ segir Erla, sem hefur hjálpað pabba sín- um að gera bílana upp. „Það eru bílar, mótorhjól og sleð- ar hérna. Þetta er bara draumur.“Erla Sigríður á fleygiferð í brautinni. Ljósmynd/B&B Kristinsson * Ég fékk ekki leyfi til að taka hjólaprófið hjápabba. Hann tók þetta ekki í mál og sagði aðþetta væri tæki sem ég væri að fara að drepa mig á. Honum fannst nóg að hafa eitt barnið sitt í þessu. 12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Ragnheiður Garðarsdóttir hefur starfað sem leikskólakennari í 19 ár. Hún vinnur mikið á gólfinu og þarf þar af leiðandi sífellt að vera að setjast og standa upp aftur. Ragnheiður er greindmeð slitgigt og hefur fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni um árabil. "Haustið 2012 var ég í berjamó og varð svo slæm á eftir að ég þurfti að fá sprautur og sterk verkjalyf fyrir mjöðmina. Ég skánaði við það en var alltaf með seyðing og verki. Suma daga var ég þokkaleg en aðrir voru hreint helvíti á jörð. Næturnar hafa líka í gegnum árin verið mér erfiðar. Ég var með eilífan seyðing í mjöðminni og niður í tá og gat ómögulega legið á hægri hliðinni. Ég sá best hversu slæmt ástandið var á því hvað göngulagið mitt var orðið skelfilegt í myndbandi frá Flórídaferð fjölskyldunnar haustið 2011." Öðlaðist nýtt líf "Ég hef notað NUTRILENK GOLD síðan í september 2012 með frábærum árangri, og þá meina ég árangri. Í byrjun tók ég 6 töflur á dag í 2 mánuði en í dag tek ég 3 töflur á dag. Ég hef stundaðæfingar í Meta- bolic af fullum krafti síðan vorið 2013 og tek þá aðeins meira af NUTRILENK GOLD. Núna sef ég allar nætur og get beygt mig án sársauka. Ég átti mjög erfitt með að klæða mig í sokka og skó á morgnana og þurfti að fá aðstoð. Það er allt annað í dag, ég get bókstaflega allt! Ég er meira að segja farin að fara í kraftgöngur á ný. Ykkur finnst þetta kannski vera ýkt saga… en hún er sönn. Ég öðlaðist nýtt líf með NUTRILENK GOLD." Nutrilenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni! Nánari upplýsingar áwww.gengurvel.is P R E N T U N . I S NUTRILENK - hollráð við liðkvillum. Náttúruleg bætiefni fyrir liðina Verkirnir hreint helvíti á jörð Hvað getur Nutrilenk gert fyrir þig? Heilbrigður liður Við mikið álag og eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamó- tum í mjöðmum , hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutrilenkGold er frábært byggingarefni fyrir brjóskvef og geturminnkað liðverki, brak í liðum og stirðleika. Inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk enda ríkt af kondritíni, kondritín súlfati, kollageni og kalki. Hentugt fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski og slitnum liðum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgum. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf - upplifið breytinguna! Liður með slitnum brjóskvef Ragnheiður Garðar sdóttir leikskólakennari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.