Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.10.2014, Blaðsíða 13
Seiðmagnaður súlustaður íslenskra jökla
Stykkishólmur í
skemmtilegu ljósi.
Vatnasafnið sem bandaríska listakonan Roni
Horn kom upp í gamla bókasafninu í Stykk-
ishómi fyrir nokkrum árum er magnað.
Óhætt er að hvetja alla sem leggja leið sína
til bæjarins fallega á Þórsnesi við Breiða-
fjörð að koma við í húsinu glæsilega sem
blasir við efst á kletti niður við höfnina.
Horn kom fyrir vatnssýni úr 24 jöklum
hér á landi í glærum súlum; verkið, innsetn-
ingin, er ekki flókið að sjá en slík nálægð við
jöklana er áhrifamikil og skemmtilegt að
gera sér að leik að rýna gegnum súlurnar á
næsta mann eða út um gluggann.
Í húsinu eru í raun þrjú söfn; vatns, orða
og veðurfregna. Í hliðarherbergi má skoða
ýmsar bækur Horn sem allar hafa orðið til á
Íslandi auk þess að hlusta á úrval frásagna
fólks af veðri. Á vef safnsins segir: „Á ár-
unum 2005 til 2006, að undirlagi Roni Horn,
tóku Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur,
bróðir hennar, fornleifafræðingurinn Uggi
Ævarsson, og faðir þeirra, Ævar Kjart-
ansson útvarpsmaður, viðtöl um veðrið við
um það bil hundrað einstaklinga frá Stykk-
ishólmi og nágrenni. Veðrið vitnar um þig,
setur þessa vitnisburði fram sem einskonar
sameiginlega sjálfsmynd lands þar sem veðr-
ið leikur stórt hlutverk í daglegu lífi fólks.“
VILTU SJÁ VATN ÚR NOKKRUM HELSTU JÖKLUM ÍSLANDS Í EINU OG SAMA HERBERGINU? MUNDU ÞÁ, Í NÆSTU FERÐ Á SNÆFELLSNES, AÐ KOMA
VIÐ Í VATNASAFNI RONI HORN Í STYKKISHÓLMI. VARLA VERÐUR NOKKUR MAÐUR SVIKINN AF HEIMSÓKN Í ÞAÐ LISTRÆNA SAFN.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
STYKKISHÓLMUR
Hver er hvað? Má það vera að ég
faðmi hér að mér Eyjafjallajökul?
12.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Skrifstofa Sýslumannsins á Seyðis-
firði er í þessu glæsilega húsi við
Bjólfsgötu 7. Sennilega er leitun á
opinberum kontór í jafn fallegum
umbúðum. „Það er mjög gott að
vinna í svona fallegu húsi og frábært
að stjórnvöld skyldu láta gera það
upp á sínum tíma,“ segir Jón Hall-
dór Guðmundsson, skristofustjóri
hjá embættinu.
Stefán Th. Jónsson kaupmaður
byggði húsið 1907. „Þetta hús varð
tvímælalaust höfuðdjásnið í versl-
unar- og útgerðarstórveldi þessa vel
þokkaða athafnamanns,“ segir á
upplýsingaskilti í húsinu.
Ýmiskonar starfsemi hefur verið
þarna í gegnum tíðina; auk verslana,
fiskverkun, prentsmiðja, tann-
læknastofa, Íslandsbanki var þar til
húsa fyrir miðja síðustu öld, en ríkið
eignaðist húsið árið 1990. Sýslu-
mannsembættið hafði um tíma verið
á neðri hæðinni en hefur nú allt hús-
ið til umráða.
Fyrir margt löngu var húsið klætt
utan með bárujárni en þegar það var
gert upp var það fært nær uppruna-
legu horfi. Arkitektar við breyting-
arnar voru Þóra Guðmundsdóttir og
Björn Kristleifsson og óhætt að
segja að sérlega vel hafi tekist til.
SEYÐISFJÖRÐUR
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Höfuðdjásn Stefáns
Vaxtarsamningur Eyjafjarðar auglýsir eftir umsókn-
um um styrki vegna verkefna sem geta eflt nýsköpun
og samkeppnishæfni atvinnulífs við Eyjafjörð. Sækja
má um til 22. okt., úthlutað verður í nóvember.
Viltu skapa eða þróa?
Menningarráð Suðurlands hefur veitt Eldeimum 2,5 millj-
ónir í styrki. „Safnabyggingin er byggð yfir hús, sem verið
hefur undir ösku frá árinu 1973. Safnið segir og sýnir ein-
staka jarðfræðisögu Vestmannaeyja,“ segir ráðið.
Eldheimar fá styrk
Since 1921
Lífræn og nærandi morgunfrú (calendulajurtin) veitir húð barnsins þíns þá vörn
og umhyggju sem hún þarfnast. Fullkomin leið til að stuðla að heilbrigðri húð,
allt frá fyrsta degi - í samhljómi við mann og náttúru www.weleda.is
Útsölustaðir Weleda eru apótek, barnaverslanir og heilsuverslanir um allt land
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/WeledaBabyIceland
Mamma veit best!