Frúin - 01.01.1963, Síða 20

Frúin - 01.01.1963, Síða 20
grét jafnvel í ræðustól, en þetta bar tilætlaðan árangur, og flokkur henn- ar, sem er vinstrisinnaður og kallast ,,Frelsisflokkurinn“, vann sigur í kosningunum. Clara Booth-Luce hefur ekki tekið mikinn, opinberan þátt í stjórnmál- um síðan 1959, en um eitt skeið var hún sú kona í Bandaríkjunum, sem sett hafði verið til að gegna tignasta embættinu. Hún var nefnilega árum saman sendiherra þjóðar sinnar í Rómaborg, og það þótti mikil upp- hefð, því að Bandaríkjamenn, vilja yfirleitt gera vel við ítali, af því að aðsetur páfa er hjá þeim, en ka- þólska kirkjan mjög sterk vestan hafs. Clare Booth-Luce bjó við kröpp kjör í byrjun, gerðist leikkona og síð- an blaðamaður, og gat sér gott orð á báðum sviðum. Loks varð hún þing- maður í öldungadeildinni, og síðan sendiherra í Róm. Að því búnu stóð henni til boða að verða sendiherra í Brazilíu, en til þess kom ekki, því að hún sagði af sér og sneri sér aftur að blaðamennsku, þegar öldunga- deildin, sem verður að samþykkja útnefningu sendiherra, gagnrýndi störf hennar. Hún er gift Henry R. Luce, einum voldugasta útgefanda Bandaríkjanna, sem gefur m. a. út Time og Life. 20

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.