Stígandi - 01.01.1944, Page 8

Stígandi - 01.01.1944, Page 8
6 LEITAÐ AÐ LEIÐUM STÍGANDI og allt einrœði forheimskunni og einsýnum áróðri til að ná mark- miði sínu. En svo grátbroslega skammsýn eru oftast „hin viturlegu flokkssjónarmið' ‘, að sú flugumennska og moldvörpustarfsemi, sem flokkarnir hafa rekið hver gegn öðrum, hafa engu síður bitið bakfiskinn úr og grafið undan þeim sjálfum heldur en andstæð- ingunum. Ef flokkarnir taka ekki brátt upp þroskavænlegri starfsaðferðir, verður sá vegur, er þeir nú ganga, helvegur þeirra um það er lýkur. Öllum, sem finnst það eðlilegt, að menn skiptist í flokka eftir ólíkum viðhorfum, og telja það æskilegt, að mál séu rædd með rökum frá ýmsum hliðum, hlýtur að vera það áhyggjuefni, hvern- ig um slíkt horfir nú. Islenzkum stjórnmálum hefir um sinns sakir svipað mest til knattspyrnuleiks, þar sem bæði lið liafa glatað von um sigur, en spyrna knettinum sitt á hvað út af vellinum. Eitt er það um skipan Alþingis, sem minni athygli liefir verið veitt en eðlilegt má teljast: Fjöldi launamanna, sem þangað hefir valizt, og manna búsettra í Reykjavík. Við skulum okkur til glöggvunar skipta þjóðinni í tvennt: menn, sem vinna að fram- leiðslu hráefna þjóðarauðsins — útgerðamenn, bændur, verka- menn og sjómenn, iðnaðarmenn — og menn, sem vinna að ýmiss konar breytingu og umsetningu þessara hráefna. í nútímaþjóðfé- lagi verður án hvorugrar fylkingarinnar verið, en það er hœgt að lifa frumstæðu lífi án þeirra síðarnefndu, eklti þeirra fyrrnefndu. Þeir eru brjóstfylkingin, hinir eru baksveitir. Sé skipan Alþingis atliuguð í þessu ljósi, sést, að rösklega þrír af hverjum fimm al- þingismönnum eru úr baksveitunum. Fæstir hinna eru raunar heldur úr fremstu víglínu. Einnig eru um þrír af hverjum fimm þingmönnum búsettir í Reykjavík eða Iiafa þar ýmissa orsaka vegna veturhús. Þetta leiðir hugann að tvennu: að þátttaka fram- leiðslustéttanna sé ekki nægilega mikil í löggjafarstarfi þjóðarinn- ar og allri pólitík, og að hlutur höfuðborgarinnar sé meiri en henni sjálfri muni hollt. Hvers vegna hafa launamennirnir svonefndu valizt svo mjög til aljjingissetu? Ein ástæðan er eflaust sú, að þeir hafa notið meiri fræðslu og menntunar en fjöldinn allur, er að framleiðsl- unni vinnur, því hefir fólk álitið þá betur færa til þingsetunnar, enda þeim sjálfum launað starf ekki eins kært og fast í liendi eins og athafnasömum manni atvinnurekstur sinn. Þeir hafa og sumir hverjir meiri tómstundir frá skyldustörfum og hafa því fremur

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.