Stígandi - 01.01.1944, Page 16

Stígandi - 01.01.1944, Page 16
14 LEITAÐ AÐ LEIÐUM STÍGANDI Nú mun einhver segja, að ekki sé öllum foreldrum treystandi til að fara vel með framfærslueyri barna sinna. Slíkt getur hver sagt sér sjálfur. Þarna eiga barnaverndarnefndir að eiga hlut að. Og hér fengu þær fyrst þann bakhjarl, sem þær hefir lengi skort, til þess að starf þeirra kæmi að tilætluðum notum: Þær fengu fjárráð í hendur. Sá, er þetta ritar, gengur þess ekki dulinn, að mörgum finnist sú tillaga, er hér hefir verið borin fram, hin mesta fjarstæða. Ekki nema það þó! Við ættum nú ekki annað eftir en gjalda skatt til barnafjölskyldnanna, sjá um framfærslu barna, sem eru okkur algerlega óviðkomandi og við teljum oft, að betur væru ófædd en fædd! En ætli yrði ekki snöggt um íslenzka þjóðfélagsþróun, ef engin börnin fæddust? Og hvað gerum við? Greiðum við ekki fé til fræðslu barna, heilsuverndar barna, lækninga barna? Leggjum við ekki fé fram til sjúkrahússbygginga, heilsuhæla o. fl. o. fl.? Hvers vegna ættum við þá að grípa dauðahaldi um peningaveskið, þegar minnst er á það sjálfsagðasta af öllu sjálfsögðu, að búa sem bezt að framtíð þjóðarinnar, börnunum, pegar frá upphafi, svo að þau verði sem hraustust og efnilegust andlega og líkamlega? Ekkert tannfé yrði voru unga lýðveldi betra gefið en hraust, tápmikil, athafnafús og vel menntuð œska. Ritað á jólunum 1943.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.