Stígandi - 01.01.1944, Side 28

Stígandi - 01.01.1944, Side 28
26 HÁSKÓLANÁM í ENGLANDI STÍGANDI þarna sín eigin félög. Aðrir útlendingar, sem þarna voru, eins og til dæmis Kínverjar, Pólverjar, Portúgalar og Spánverjar,Þjóðverj- ar og Svíar, þreyttu engin lærdómspróf, heldur voru þarna á námsskeiðum í ullariðnaði í Textiles Department eða öðrum iðnaði, sem er þarna vísindalega stundaður í atvinnudeildunum. Að afloknu prófi fór fram á „Degree Day“ hátíðleg athöfn í ráðhúsi bæjarins að viðstöddum borgarstjóra og embættismönn- um, auk prófessora og kanslara. Var merki háskólans (mace) borið fyrir kanslara, en annað gullroðið fyrir Lord Mayor. Allur þing- heintur var í háskólabúningnum enska, cap and gown, en eins og kunnugt er, er hann úr svörtu silki og húfurnar sérkennilegar, og fylgir búningnum silkihetta (hood) með ýmsum litum eftir stig- um kandidatanna, en doktorar báru doktorshatta með öðru sniði, og eru skikkjur þeirra stundum marglitar. Settust prófessorar og kanslari á leiksvið ráðhússins, en háskólaritari las upp nöfn kandidata, er risu úr sætum sínum í salnum og gengu upp á sviðið. Var upp þrep nokkur að fara, og var ekki laust við, að sumir væru feimnir og vildi verða fótaskortur á þessari bröttu leið til upphefðarinnar, og var þá hlegið dátt á svölum uppi, en þar sátu yngri stúdentar. Kynnti svo hver prófessor sína nem- endur fyrir kanslara, er afhenti prófskírteini. Þegar athöfn þess- ari var lokið, var tekin mynd af hópnum. Um kvöldið var boð inni í háskólanum og sátu kandidatar þar dýrlega veizlu í sölum háskólans ásamt vandamönnum, og var þar stiginn dans til morguns. Munu flestir minnast þessa kvölds með söknuði, því að þá skildu leiðir góðra vina oft að fullu og öllu. Auk annarra réttinda, er prófið veitir, er tvöfaldur kosningar- réttur. Kjósa kandidatar (graduates) í Leeds, Liverpool, Sheffield, Birmingham og Manchester í sameiningu 2 þingmenn til enska þingsins, auk þess sem menn hafa kosningarrétt í heimakjördæmi sínu. Einnig eru kandidatar upp frá því meðlimir í ráði nokkru, er kallast ,,Convocation“ og hefir áhrif á málefni háskólans. Hafa þeir einnig leyfi til að nota háskólabókasafnið æfilangt og aðgang að „Students Union“, sem er eins konar stúdentagarður með lesstofum og veitingasölum, þótt horfnir séu frá háskólanámi. Eitt herbergi er sérstaklega ætlað „Old Students". Hafa þeir með sér samband, er heldur út háskólablaðinu „The Gryphon“ með stúdentum, og gefa út árbók með heimilisfangi sambandsmeð- lima og öðrum upplýsingum um þá.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.