Stígandi - 01.01.1944, Side 32

Stígandi - 01.01.1944, Side 32
STÍGANDI Kristján Einarsson írá Djúpalæk: HÖNDIN Jafnvel á vökunnar fegurstu fagnaðarstundum ég finn hennar nálægð, sem ís sé borinn óvænt að brjósti mínu og enni, og brosið á vörum frýs. En upp af hugans huldasta undirdjúpi harmanna bylgja rís. Hún vitjar mín einnig um andvökunætur langar sem ögrandi skuggamynd, og sál mína leiðir um sortans óræðu vegi að sorganna dýpstu lind, og bendir á mannanna brunnu skóga og hallir — á böl þeirra, tár og synd. Og þegar eg skrifa, hún skafti míns penna stýrir, svo skriftin er aldrei mín, og inn í fegurstu bragina mína blandar beiskjunnar angursýn, hvort heldur sorti síðkvölds á vetri ríkir, eða sól yfir tindum skín. Hún fylgir mér hvert sem ég flý um höf eða álfur og flytur mér dapra sögn. Ég þrái að höggva, bera' hana bitru vopni og brytja — ögn fyrir ögn — en veit, að hún skilur ei við mig fyrr en í dauðans voldugu grafarþögn.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.