Stígandi - 01.01.1944, Side 38

Stígandi - 01.01.1944, Side 38
36 FEÐGININ í MIKLAGARÐI STÍGANDI kona og hlédræg. Kom hún sjaldan á mannamót. Hugðu menn, að það væri vegna þess, að maður hennar var enginn hófsmaður við víndrykkju. Hún varð ekki gömul kona. Elín mun hafa verið yngst af börnum síra Hallgríms. Hún var alltaf ógift heima í föðurgarði, og talin fyrir búi með föður sín- um. Þó mun heimilisstjórnin hafa verið meira í annarra höndum, því að Elín var jafnan veikbyggð og engin bústangskona. Hæfi- leikar hennar voru á öðru sviði. LTndir eins í æsku lét hún sér mjög annt um alla, sem veikir voru, og vildi hjúkra þeim. Og sjúklingarnir sóttust eftir því að hafa hana hjá sér. Þeim fannst sér líða betur, þegar hún var hjá þeim. Ung fór Elín að stunda ljósmóðurstörf. Henni fór það svo vel úr hendi, að allir dáðust að. Þær konur, sem notið höfðu hjálpar hennar, söguðst enga ljósmóður vilja aðra en hana. Á þeim tím- um voru það ekki fáar konur, sem dóu af barnsförum, ef eitthvað bar út af. Yfirsetukonur voru oft ólærðar að mestu. Læknishjálp langsótt og léleg stundum og aðbúnaður og þrifnaður í lakasta lagi víðast hvar. Margar Jrungaðar konur gengu því með dauðans ótta í hjarta sínu og réðu drauma fyrir skammlífi sínu eða barns- ins. Og þessi geigur var svo mikill, að margt gamalt fólk, sem mundi þessa tíma, lofaði guð hástöfum í hvert skipti, sem það frétti, að maður væri í heiminn borinn og öllu liði vel. En í höndum Elínar í Miklagarði dó engin kona og ekkert barn, og þó var hún ljósmóðir meiri hluta þeirra barna, sem fæddust í Eyjafirði, meðan hún gegndi því starfi. Konurnar elskuðu hana og báru fullt traust til hennar. Margar sögðu, að þær hefðu ekkert fundið til þjáninganna, þegar Elín stóð við rúm þeirra og fór um þær líknandi höndum. Brátt mynd- uðust sagnir um það, að hún ætti lausnarstein. Á annan hátt gátu menn ekki skilið svo frábæra heppni. En þó var öllum ráðgáta, hvernig hún hefði getað komizt yfir þann kjörgrip. Hver var lík- legur til þess að klífa í ófær gljúfurgil eða hengiflug hæstu fjalla til þess að ná í þetta fjöregg arnarmóðurinnar, sem hún geymdi og varði í sínu eigin hreiðri? Þennan kjörgrip höfðu nærkonur liðinna kynslóða þráð að eignast, hann, sem gerði hverri konu létt að fæða, ef hún hélt á honum í lófa sínum. Aðeins örfáum óskabörnum hamingjunnar var gefið það að finna þessa steina. Aldrei komu þeir fram við arfaskipti. Enginn vissi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. í æsku þekkti ég gamla konu, sem um nokkurt skeið æfinnar

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.