Stígandi - 01.01.1944, Síða 43

Stígandi - 01.01.1944, Síða 43
STÍGANDI ARNÓR SIGURJÓNSSON: INDRIÐI ÞÓRKELSSON Á FIALLI Kveðja, flutt að Syðra-Fjalli við útför skáldsins, 18. janúar 1943 Þó að ég segi fáein orð á þessari skilnaðarstund, þá er ekki svo, að ég finni mig þess umkominn að bera fram kveðjuorð í umboði okkar allra til hans, sem við erum að kveðja. Hins vildi ég heldur freista að skila kveðja hans til þeirra, er eftir standa á ströndinni hérna megin. Ég get ekki vænzt þess, að þið skiljið, við hvað ég á, fyrr en ég hefi gert ljósari grein fyrir því. Og ef til vill verður það, sem ég segi fyrst, aðeins til þess, að þið skiljið mig ennþá síður. Ég ætla að segja frá nokkrum minningum, sem ég á, og geri það fyrst og fremst til þess að fá ykkur hvert og eitt til að blaða í bókum minninga ykkar og bera bækurnar saman. Þó að erfitt sé að ákveða blaðsíðutal í bók minninga sinna frá barnsárum, þá held ég víst, að fyrsta minning mín um hann, sem nú er að kveðja okkur, sé af því, er unga fólkið á Sandi kom af Geislafundi eða skemmtifundi ofan úr dal og sagði frá mikilli og heitri deilu, sem þar hefði orðið milli hans og sóknarprestsins. Hún var út af kvæði um Maríu guðsmóður, kvæði, sem nú er lík- lega með öllu týnt. Þetta kvæði hafði prestinum þótt hneykslan- legt. Um þetta man ég það eitt nákvæmlega, sem mér þótti und- arlegast, að það hefði hneykslað prestinn ákaflega, að María var í kvæðinu kölluð „hin rauða rós, rós og liljan hvíta". Einhvern veginn skildi ég, óljóst að vísu, að það, sem raunverulega hafði hneykslað prestinn, var, að honum þótti sem blandað væri saman því, er óskylt var, því mannlega og guðdómlega, því að milli þess væri geysidjúp staðfest. Þegar þeir, sem nú eru gamlir orðnir, voru ungir, var það ef til vill heitasta og djúpstæðasta deilumálið milli gamals og nýs tíma, hvort hið mannlega væri hinu guðdómlega andstætt, erfðasyndinni ofurselt og þyrfti að endurleysast frá grunni, eða það væri runnið af guðlegum aðli í djúpstæðustu rót sinni. Enginn þeirra, er þá var ungur,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.