Stígandi - 01.01.1944, Side 48

Stígandi - 01.01.1944, Side 48
46 INDRIÐI ÞÓRKELSSON Á FJALLI STÍGANDI En frá hraungarðinum þarna og manninum, sem var að hlaða grjótinu með undraverðri alúð og vinnugleði, hvarf hugur minn sem snöggvast til beykilundar suður á Jótlandi og manns, sem þar átti heima og mér hafði fundizt furðu líkur að gáfum, en undra ólíkur að skapi og kjörum. Sá maður hafði kennt mér sögu betur en allir aðrir. Sú saga var þó mjög á annan hátt en sagan, er vakti í hug þess, er hlóð hér grjótinu. Maðurinn við beykilundinn hafði mér fundizt skilja allt, en eiga hvergi heima. Á leið minni frá honum hafði ég orðið samnátta manni, er ég hefi hvorki séð áður né síðar, Jóta af vesturströndinni, þar sem ham- stola Englandshaf brýtur gulan sandinn. Vesturjótar og ísland- ingar eru oft furðu fljótir að skilja hverjir aðra, og þessi Vestur- jóti hafði fellt yfir kennara mínum þann dóm, sem nú rifjaðist upp fyrir mér: „Han er vidunderligt begavet, men han mangler en Pillerod" — hann er undursamlega gáfaður maður, en hann vantar stólparót. Maðurinn við hraungarðinn átti sér tvímæla- laust stólparót. Ég veit ekki, hvort ég þarf að skýra þetta frekar, en allur er varinn beztur að verða ekki misskilinn. Fyrst er orðaleikurinn. Jurtir hafa tvenns konar rætur, trefjarætur og stólparætur. Trefjaræturnar ganga allar eins og geislar niður og út frá enda stofnsins, eru allar veikar, hver fyrir sig, og því er líka jafnan auð- velt að slíta upp jurt með trefjarót. En stólparótin er framhald af stofninum, stendur djúpt í jörð, og út frá henni ganga minni ræt- ur til allra hliða. Jurt með slíkri rót verður ekki auðkippt upp. En því kom mér þessi minning og þessi líking í hug, er ég sá fyrir mér manninn, sem hlóð garðinn úr hraungrjótinu, að mér varð Ijóst, að hann, sem ég hafði fram að þessu einkum þekkt sem höfund kvæða, er hrifið höfðu mig ungan, var fyrst og fremst eiginmaðurinn og faðirinn á þessu heimili, þar næst bóndinn á þessari jörð, jiar á eftir einn bændanna í þessari sveit, og fyrst þar á eftir skáldið í sveitinni og þá loks eitt af skáldum landsins. Ég fann jaað Jrá, hve honum fór Jrað vel, hve honum var það sam- gróið að búa þarna við konu sína og börn í miðri sveit, það var hans stólparót. Þetta greiddi fyrir því, að mér skildist það vel síðar, að ljóðin hans, er ég þekkti hann aðallega af, voru ljóð heimahaga hans, hann var skáldið í heimahögum og fyrir heima- haga umfram allt. Kvæðin hans voru blær og geisli, sem höfðu vaknað og risið í lteimaltögum og voru heimahögunum helguð. Oft höfðu þau kviknað eitthvað á þenna hátt:

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.