Stígandi - 01.01.1944, Side 54

Stígandi - 01.01.1944, Side 54
52 HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM STÍGANDI „Mynda þá!“ sagði skipstjórinn hryssingslega. „Þegar þér hafið komizt nógu nærri þeim til þess, getið þér kvatt hvort annað síð- ustu kveðjum!“ Hann drakk svolgrandi úr drykkjarkeri og hélt svo áfram: „Myndir af þessum mannætum! Eg skal segja yður, að þessi lýður er viðbjóðslega ljótur eins og sjálf afkvæmi myrkra- höfðingjans. Og þeir eru sjálfir djöflar í mannsmynd, villtir, grimmir, morðfúsir, svartir djöflar!" Hann talaði með þrumu- raust. ,,Og ég læt yður vita, að ég legg ekki lykkju á leið mína til að skjóta yður á land í Malikulu, skiljið þér það? Ekki með konu í eftirdragi. Það væri morð, konumorð, og ég vil ekki eiga sök á því!“ Mér var um megn að líta til Martins, því að það var ég, fylgd mín, sem hamlaði gegn öllum fyrirætlunum hans. Malikula vár þegar komin í sjónmál. Eyin var um 75 enskar mílur á lengd, að því er þeldökki nýliðasmalinn sagði okkur, líkust stundaglasi að lögun og um þrjátíu mílur á breidd um breiðasta hlutann. „Það eru um 40 þúsund íbúar á eynni," hélt liann áfram, „og knáir karlar, sérstaklega meðal Stóra-Flokks, en svo mjög sem ég þarf á nýliðum að halda, mun ég seinast leita þangað." Fjörutíu þúsund villimenn á einni ey! Eg var alveg hissa. Áhugi Martins óx. „Harðgerðir menn, segið Jréi. Stóri-Flokkur?“ „Öflugasti kynþátturinn á eynni, og þeir hafa höfðingja yfir sér, sem Nagapate heitir, reglulegur eyjarskelfir." Martin spurði svertingjasmalann margra fleiri spurninga og komst að því, að Stóri-Flokkur dró nafn af því, að menn þeirrar ættkvíslar báru stórar mittisskýlur úr trjátrefjum. Þeir réðu yfir meginhluta norðurenda eyjarinnar. Hins vegar leyfðist ættkvísl, sem kölluð var Litli-Flokkur, að búa á litlum hluta norðurend- ans. Þeir báru minni mittisskýlur, stundum skýldu Jreir nekt sinni aðeins með laufblöðum . Eg gat séð á augnaráði því, er Martin renndi til Malikulu, að hann leitaði sér ráðs að komast þangað. Nú kom í Ijós smærri ey skammt frá Malikulu, og Martin spurði undir eins um hana. „Þetta er Vaoeyin," sagði nýliðasmalinn. „Hún er um hálf önn- ur míla á breidd og þar búa um fjögur hundruð villimenn“. Hann Jragnaði og leit á mig. Mér stóðu tár í augum. „Heyrið þér,“ sagði hann, „ég hygg, að Vao sé tilvalinn staður fyrir yður og konu yðar. Þér getið varla náð fleirum í einu á mynd með vélinni yðar en þessum fjögur hundruð villimönnum, og þótt

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.