Stígandi - 01.01.1944, Side 60

Stígandi - 01.01.1944, Side 60
58 HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM STÍGANDI munnsvip hans. Tvær undra djúpar hrukkur lágu milli brúna hans, og úr augunr hans mátti lesa greind, sterkan vilja og slægð. Hér var höfðingi að líkamlegum og andlegum yfirburðum. Þetta hlaut að vera Nagapate. Hann starði á okkur íhugull og færði sig hægt í áttina til okk- ar. Menn hans hörfuðu ögn undan, er hann nálgaðist. Mér til undrunar heyrði ég malið í myndavélinni, er sveifinni var snúið. Martin var að mynda komu höfðingjans. „Mundu, góða,“ rödd hans var lág og róleg, „sýndu engin hræðslumerki — brostu — bjóddu varninginn." Ég þvingaði einhvers konar grettu á andlit mér, senr ég vonaði, að líktist vingjarnlegu brosi. Nagapate kom rakleiðis til mín — nú var hann aðeins í þriggja feta ljarlægð. „Góðan dag, herra Nagapate," sagði ég og rétti lronum tóbak. Hann leit varla á jrað. „Reyndu bómullarefnið," sagði Martin. „Haltu svona áfram, góða, þú stendur þig prýðilega. Ef við vinnum hug höfðingjans, er allt unnið. Hinir fara að dæmi lrans.“ „Já, ég veit,“ sagði ég. „Ég skal reyna, ég skal gera allt, senr ég get.“ Ég sá fjóra hringi á hendi Nagapates. Eitt var innsiglishringur nreð greinilegu einkennismerki. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Skyldi hann draga hringana af höndunr fórnarlamba sinna áður eða eftir að lrann matbjó þau? „Sýndu honum rauðan bómullardúk," sagði Martin hughreyst- andi, og mér fannst hljómur raddar hans það eina vitræna eftir r vitskertu unrhverfi. „Þetta er mjög snotur dúkur,“ sagði ég hátt og skýrt, og hélt litsterkum bónrullarbúti upp fyrir augunr Nagapates. „Mjög fallegur litur. Hann nrundi klæða yður nrjög vel. Prýðilegt í skyrtu.“ Nagapate seildist fram, en í stað bómullardúksins greip lrann um lrandlegg mér. Stór lrönd lrans var líkust þurru leðri við- konru. Róleg rödd Martins barst gegnunr skelfingarmartröð huga míns: „Ekki lrrædd, Osa. Hann er bara forvitinn, það er allt og sumt.“ Forvitinn! Auðsjáanlega undraðist Surtur kóngur ljósleika húðar minnar. Hann gaf frá sér óskiljanleg kverklrljóð og reyndi um leið að núa þennan lit af með fingrum sínum. Þegar það

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.